Sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfarar Landspítala sinna öllum deildum spítalans. Stefna sjúkraþjálfunar Landspítala er að veita fyrsta flokks gagnreynda þjónustu, veita nemum í sjúkraþjálfun framúrskarandi menntun og efla þróun fagsins. Yfirsjúkraþjálfari er Sigurbjörg Hannesdóttir, netfang: sigurbhan@landspitali.is
Starfsemi
Stefna sjúkraþjálfunar Landspítala er að veita fyrsta flokks gagnreynda þjónustu, veita nemum í sjúkraþjálfun framúrskarandimenntun og efla þróun fagsins
Sjúkraþjálfarar veita þjónustu sem miðar að því að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfigetu og virkni fólks.
Þeir aðstoða fólk á öllum lífsskeiðum þegar sótt er að hreyfigetu og virkni.
Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun, hæfingu og endurhæfingu.
Sjúkraþjálfarar:
- Framkvæma heildstæða skoðun /mat á skjólstæðingi sínum eða þörfum skjólstæðingahóps síns
- Meta niðurstöður skoðunar til að greiningar vanda skjólstæðinga sinna.
- Ákvarða greiningu, horfur og áætlun
- Veita ráðgjöf sem hæfir sérsviði viðkomandi og ákvarða hvort/hvenær það sé skjólstæðing fyrir bestu að leita til annarra heilbrigðisstarfsmanna.
- Útfæra sjúkraþjálfunarmeðferð
- Meta árangur meðferðar
- Leiðbeina um aðferðir til sjálfshjálpar
Stór þáttur í starfi sjúkraþjálfara er að meta þörf fyrir hjálpartæki og hvort/ hvernig sjúklingur geti nýtt sér þau.
Sjúkraþjálfarar sjá um að sækja um hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) ef sjúklingur á rétt á þeim skv. reglugerð.
Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir svar um úrskurð til sjúklings og sjúkraþjálfara.
Ef viðkomandi á ekki rétt á hjálpartækjum frá SÍ skv. reglugerð geta sjúkraþjálfarar veitt upplýsingar um hvar hægt sé að kaupa/leigja hjálpartæki.
Til að meta færni sjúklings í eigin umhverfi er gerð heimilisathugun.
Metnar eru félags- og efnislegar aðstæður, aðstæður innandyra og hvernig sjúklingi gengur að fara um.
Heimilisathugun gerir iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari í samvinnu við sjúkling og aðstandendur hans.
Veitt er ýmis fræðsla og ráðgjöf t.d. vegna líkamsbeitingar, hjálpartækja og húsnæðisbreytinga.
Á Grensási er sérhönnuð þjálfunarlaug með góðu aðgengi fyrir fatlaða. Sundlaugin er 17 metra löng og 10 metra breið. Dýpt er 80-160 cm. Hitastig vatnsins er um 33°C. Tveir heitir pottar með vatnsnuddi eru við laugina. Laugin er notuð bæði fyrir einstaklings- og hópmeðferðir.
Vatnsleikfimihópar eru fjórir og er hver hópur tvisvar í viku 30 mínútur í senn. Tímarnir eru kl. Þriðjudag og föstudag kl. 8:15, mánudag og miðvikudag kl. 9:00, þriðjudag og fimmtudag kl. 9:00 og þriðjudag og föstudag kl.13:30.
Einstaklingsmeðferð er eingöngu í boði fyrir sjúklinga deildarinnar.
Laugin er einnig leigð út til þjálfunar samkvæmt samkomulagi.
Sjúkraþjálfun Landspítala tekur árlega á móti u.þ.b40 nemum frá námsbraut ísjúkraþjálfun við Háskóla Íslands í klíníska kennslu.
Klíníska kennslan stendur yfir í 5 -8 vikur í senn og kynnast nemarnir sjúkraþjálfun á flestum deildum spítalans. Einnig hafa komið nemar frá öðrum norrænum löndum til námsdvalar.
Margir sjúkraþjálfara spítalans sinna stundakennslu í námsbraut i sjúkraþjálfun og við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, stundakennslu í Háskólanum í Reykjavík og mennta- og fjölbrautaskólum. Auk þess að vera leiðbeinendur í Bs og Ms verkefnum sjúkraþjálfaranema og prófdómarar í verklegum prófum innan sjúkraþjálfunar.
Markmið með sjúkraþjálfun á gæsluvakt er að minnka líkur á að ástand sjúklings versni og flýta fyrir útskrift.
Sjúkraþjálfarar sinna útköllum vegna inniliggjandi sjúklinga á Landspítala Fossvogi og Landspítala Hringbraut.
Gæsluvaktin stendur yfir virka daga kl. 16:00-00:00 en um helgar og á öðrum helgidögum kl. 08.00-00.00.
Tveir sjúkraþjálfarar eru á gæsluvakt utan reglulegs vinnutíma, annar sinnir Fossvogi og hinn Hringbraut.
Vakthafandi sjúkraþjálfari sinnir þeim sjúklingum sem eru settir á vakt af sjúkraþjálfurum og sinnir útköllum meðan á gæsluvaktinni stendur.
Rannsóknir eru mikilvægar til að stuðla að þróun fagsins, auka þekkingu og bæta þjónustu.
Þær eru oftast gerðar í samvinnu við Háskóla Íslands sem og aðrar stofnanir og fagstéttir.
Starfsmannasjúkraþjálfarar fræða um heilsu og vinnuvernd með áherslur á líkamlega áhættuþætti í starfi. Meta vinnuaðstöðu starfsmanna m.t.t. líkamlegs álags, veita ráðgjöf og koma með tillögur um úrbætur. Starfsmönnum stendur til boða þjálfun og kennsla í líkamsbeitingu í starfi og vinnutækni og námskeið um líkamlegt álag og forvarnir. Námskeiðin eru opin öllum starfsmönnum. Starfsmannasjúkraþjálfara koma að skipulagi og framkvæmd vinnuverndar, heilsueflingu starfsmanna og mati á starfshæfni starfsmanna eftir langvarandi veikindi í samráði við trúnaðarlækni.
Skipan fagráðs
Fagráð sjúkraþjálfunar Landspítala er skipað sjúkraþjálfurum frá stóru starfsstöðvum sjúkraþjálfunar Landspítala þ.e. Fossvogi, Grensási, Hringbraut og Landakoti. Æskilegt er að í ráðið veljist sjúkraþjálfarar með formlega framhaldsmenntun og / eða víðtæka reynslu og þekkingu á vísindastarfi. Fulltrúar í ráðið eru skipaðir í byrjun september ár hvert, til tveggja ára í senn, tveir annað árið og tveir hitt árið. Fulltrúar í fagráði geta setið fleiri en eitt starfstímabil.
Yfirsjúkraþjálfari á hverri starfsstöð tilnefnir fulltrúa í ráðið sem staðfest er á yfirsjúkraþjálfarafundi. Í ráðinu situr fulltrúi yfirsjúkraþjálfara valinn á fundi þeirra og er hann formaður ráðsins.
Hlutverk
Að gæta hagsmuna og standa vörð um gæði sjúkraþjálfunar á Landspítala
Markmið
- Stuðla að viðeigandi og tryggum starfsaðstæðum sjúkraþjálfunar á Landspítala
- Stuðla að fagþróun sjúkraþjálfunar og hvetja til þess að sjúkraþjálfun á Landspítala sé byggð á gagnreyndri þekkingu.
- Taka þátt í að móta stefnu og starfsáætlun sjúkraþjálfunar Landspítala í samvinnu við yfirsjúkraþjálfara.
- Vera ráðgefandi um fagleg málefni sjúkraþjálfunar á Landspítala
- Veita umsagnir um fagleg málefni sem varða starfsemi spítalans
- Aflögun á höfuðkúpu barns - fræðsluefni
- Brjóstnám og ísetning vefjaþenjara - leiðbeiningar varðandi virkni eftir aðgerð
- COVID-19 - öndunaræfingar og hreyfing
- Grindarbotnsþjálfun eftir aðgerð á líffærum í grindarholi
- Grindarbotnsþjálfun - þjálfunaráætlun fyrir karla með þvagleka
- Sjúkraþjálfun eftir greiningu krabbameins
- Skurðaðgerð vegna brjóskloss í mjóbaki - sjúkraþjálfun
- Stafræn hreyfiröskun
- Úlnliðsbrot - æfingar
- Æfingar á hreyfirás fyrir inniliggjandi sjúklinga
English
Pólska
Starfseiningar
Símanúmer sjúkraþjálfunar: 543 9134
Yfirsjúkraþjálfari í Fossvogi
Þóra Björg Sigurþórsdóttir
netfang: thorabs@landspitali.is
Almennar upplýsingar
Í Fossvogi starfa sjúkraþjálfarar, sérhæfðir aðstoðarmenn og ritarar.
Sjúkraþjálfunin er staðsett á 1. hæð í B álmu hússins og ber deildarheitið: Sjúkraþjálfun B1.
Almennur þjónustutími er frá kl. 8:00 til 16:00 á virkum dögum.
Sjúkraþjálfari er á bakvakt frá kl. 16:00 til 00:00 alla virka daga vikunnar og 08:00 til 00:00 helgar og hátíðisdaga
Starfsemi
Legudeildir: Sjúkraþjálfarar veita sérhæfða meðferð á öllum legudeildum á Landspítala í Fossvogi
Göngudeild: Sérhæfð göngudeild í samstarfi við teymi á slysa- og endurkomudeild og bæklunarlækna á Landspítala.
Megin áhersla er á einstaklingsþjálfun en einnig er boðið upp á hópfræðslu eftir úlnliðsbrot, bakskóla eftir brjósklosaðgerð og þjálfun afmarkaðs hóps með lungnavandamál.
Dag- og göngudeildir: Sjúkraþjálfarar þjónusta dag- og göngudeildir með sérhæfðri ráðgjöf í samráði við starfandi teymi.
Heimilisfang
Landspítali Grensási
við Álmgerði, 108 Reykjavík
Opið alla virka daga kl. 8:00-16:00
Símanúmer sjúkraþjálfunar: 543 9605
Ritari/sundlaug: 543 9319 / 543 9606Yfirsjúkraþjálfari á Grensási :
Ída Braga Ómarsdóttir
netfang: idabraga@landspitali.is
sími: 543 9104
Almennar upplýsingar
Sjúkraþjálfarar Grensási sinna sólarhringsdeild, dagdeild og göngudeild.Staðsetning og þjónusta
Á Grensás starfa sjúkraþjálfarar, sérhæfðir aðstoðarmenn og ritari.Sjúkraþjálfunin er staðsett á 1. hæð.
Almennur þjónustutími er frá kl. 8:00 til 16:00 á virkum dögum.
Starfsemin
Sólarhringsdeild/dagdeild
Í endurhæfingu á Grensás koma einstaklingar eftir slys eða alvarleg veikindi.
Meðferð sjúkraþjálfara er einstaklingsmiðuð og byggir á niðurstöðu skoðunar og greiningar. Hún felst meðal annars í einstaklingsþjálfun, hópæfingum, fræðslu og ráðgjöf bæði til sjúklings og aðstandenda, heimilisathugun og vali á hjálpartækjum.
Meðferðin miðar að því að bæta færni sjúklings ásamt fræðslu og heilsueflingu.
Við útskrift aðstoðar sjúkraþjálfari við að skipuleggja áframhaldandi sjúkraþjálfun eða heilsurækt eftir þörfum hvers og eins.
Göngudeild
Einstaklingar sem þurfa sérhæfða meðferð eða ráðgjöf. Rafspelku prófun og útlán
Hópþjálfun
- Heilsurækt fyrir fólk með mænuskaða, æft undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Mánudaga og miðvikudaga kl. 14:45-15:35
- Heilsurækt ætluð fólki sem hefur fengið heilablóðfall, æft undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:00-17:00.
Heimilisfang
Landspítali Hringbraut
101 Reykjavík
Símanúmer sjúkraþjálunar: 543 9300
Yfirsjúkraþjálfari við Hringbraut:
Ingibjörg Magnúsdóttir, ingimagn@landspitali.is
Almennar upplýsingar
Við Hringbraut starfa sjúkraþjálfarar, sérhæfðir aðstoðarmenn og ritari. Sjúkraþjálfunin er staðsett á 4.hæð í D álmu hússins og ber deildarheitið: Endurhæfingardeild 14D.Almennur þjónustutími er frá kl. 8:00 til 16:00 á virkum dögum.
Sjúkraþjálfari er á bakvakt frá kl. 16:00 til 00:00 alla virka daga vikunnar og 08:00 til 00:00 helgar og hátíðisdaga.
Starfsemin
Sólarhringsdeildir/ dagdeildir: Sjúkraþjálfarar veita sérhæfða meðferð á öllum legudeildum á Landspítala Hringbraut.Göngudeild: Hjartaendurhæfing, grindarbotnsgöngudeild og göngudeild fyrir konur eftir aðgerðir á brjósti. Göngudeild barna.
Boðið er upp á heilsurækt fyrir krabbameinsgreinda og einstaklinga sem eru að bíða eftir að fara / eru nýkomnir úr ígræðsluaðgerðum.
Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur: Haldnir eru fræðslufundir á vegum deildarinnar einu sinni í viku. Fyrirlesarar eru ýmist innan eða utan deildar.
Heimilisfang: Landakot við Túngötu, 101 Reykjavík
Símanúmer sjúkraþjálfunar: 543 9843
Almennur þjónustutími er á virkum dögum frá kl. 8:00 til 16:00
Yfirsjúkraþjálfari á Landakoti
Helga Auður Jónsdóttir
netfang: helgaaj@landspitali.is
Almennar upplýsingar
Deildin sinnir sjúkraþjálfun á öllum endurhæfingardeildum Landakots.
Einnig starfa sjúkraþjálfarar í þverfaglegum teymum á göngudeild íbyltu- og beinverndarmóttöku, bæklunar-og brotamóttöku og greiningarmóttöku fyrir aldraða með fjölþætt vandamál.
Þjónusta
Í sjúkraþjálfun á Landakoti starfa sjúkraþjálfarar og sérhæfðir aðstoðarmenn.
Sjúkraþjálfunin er staðsett á 3. hæð í vesturálmu hússins og ber deildarheitið K3.
Starfsemin
Á Landakoti fer fram mat, meðferð og endurhæfing aldraðra. Mikið er lagt upp úr þverfaglegu samstarfi. Flestir sem leggjast inn á Landakot koma frá bráðadeildum Landspítalans. Á göngudeild kemur fólk skv. tilvísun heimilislæknis.
Staðsetning: Kleppur
Yfirsjúkraþjálfari á Grensási:
Ída Braga Ómarsdóttir
netfang: idabraga@landspitali.is
sími: 543 9104
Þjónusta sjúkraþjálfara á Kleppi felst í mati, ráðgjöf, endurhæfingu og eftirfylgni.
Staðsetning: Líknardeild Kópvavogi
Yfirsjúkraþjálfari Hringbraut:
Sigurður Hilmarsson, sigurdhi@landspitali.is (Ingibjörg Magnúsdóttir, ingimagn@landspitali.is)
Almennar upplýsingar
Á líknardeild er starfsemin byggð á hugmyndafræði líknarmeðferðar. Þar er veitt sérhæfð einkennameðferð, ráðgjöf og stuðningur til sjúklinga með langt gengna sjúkdóma og aðstandenda þeirra.