Tilvísanir
Hér eru dregnar saman leiðir heilsugæslu og annarra til að vísa skjólstæðingum í þjónustu Landspítala.
Almennt skulu tilvísanir berast rafrænt til Landspítala á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu. Ekki er hægt að tryggja rétta meðhöndlun tilvísunar ef hún berst á öðru eyðublaði svo sem læknabréfi, göngudeildarskrá, tölvupósti eða bréfi. Þeir sem ekki nota Sögu þurfa að senda tilvísanir í ábyrgðarpósti þar sem ekki er leyfilegt að senda persónugreinanlegar upplýsingar á annan hátt skv. fyrirmælum landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa frá júlí 2015.
Því betur sem tilvísun er unnin með upplýsingum um ástæðu fyrir tilvísun, heilsufarssögu, lyfjanotkun og rannsóknum sem hafa verið gerðar þeim mun betur gengur að koma tilvísun í réttan farveg. Þá er mikilvægt að velja réttan viðtakanda (sérgrein eða móttökueiningu).
Athygli er vakin á því að nokkrar sérgreinar / starfseiningar (rannsóknir) eru með beiðnir í Heilsugátt undir flipanum rannsóknir og tilvísanir og eru tilvísendur hvattir til að kynna sér og nota þær beiðnir.
Hagnýtar upplýsingar
Bráðaþjónusta
Á bráðamóttöku Landspítala geta sjúklingar leitað með bráð vandamál, áverka og veikindi.
Læknar geta vísað sjúklingum til nánara mats á bráðadeild ef einkenni eru talin bráð eða þurfa ítarlega uppvinnslu án tafar. Ef vitað er hvert vandamálið er og ekki um bráð einkenni að ræða er venjulega hentugra að senda rafræna tilvísun á eyðublaðinu Tilvísun í Sögu um nánari uppvinnslu og meðferð beint til viðkomandi sérgreinar.
Ef sjúklingi er vísað til mats á bráðamóttöku Landspítala er eðlilegt að um erindið sé rituð nóta í Sögu sem þá verður um leið aðgengileg læknum bráðamóttöku í Heilsugátt. Þá þarf ekki að senda rafræna tilvísun í gegnum Sögu.
Ekki er nauðsynlegt að hringja og tilkynna komu sjúklings á bráðamóttöku í öllum tilvikum, þó slíkt geti verið gagnlegt ef um sérstaklega bráð eða óvenjuleg tilfelli er að ræða.
Lyflækningar og endurhæfing
Tilvísanir í þjónustu lyflækninga skulu berast á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu eða í Heilsugátt.
Á dagdeild lyflækninga er veitt þjónusta við sjúklinga með aðkallandi eða brýn lyflæknisfræðileg vandamál sem krefjast meiri rannsókna, sérfræðimats eða meðferðar en hægt er að veita með góðu móti innan heilsugæslunnar en eru ekki svo bráð eða alvarleg að þeim þurfi að vísa á bráðamóttöku Landspítalans. Áður en tilvísun er send þarf að taka afstöðu til þess hvort vandinn þarfnist úrlausnar á næstu dögum en ekki langtímavandi, s.s. versnandi líkamleg eða hugræn færni.
Eingöngu verður tekið á móti tilvísunum frá læknum. Hægt er að vísa rafrænt í gegnum beiðni í Heilsugátt <Dagdeild lyflækninga B7> eða á eyðublaðinu <Tilvísun milli stofnana> í Sögu, stílað á Dagdeild lyflækninga. Auk þess er hægt að vísa símleiðis um símaver Landspítala einkum ef óskað er eftir skjótri afgreiðslu eða frekara samráðs er þörf.
Sumar sérgreinar og starfseiningar (rannsóknir) eru með beiðnir í Heilsugátt undir flipanum rannsóknir og tilvísanir og eru tilvísendur hvattir til að kynna sér og nota þær beiðnir.
Tilvísanabeiðnir í Heilsugátt
Innkirtlagöngudeild
Dagdeild lyflækninga B7
Göngudeild taugasjúkdóma
Fyrirferð í meltingarvegi
Göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Grindarbotns- meltingarrannsóknir
Gigtlækningar
Húðpróf- ofnæmislækningar
Öldrunarþjónusta
Það þarf ALLTAF að senda tilvísun frá lækni í meðferðarúrræði á göngudeild öldrunarlækninga á Landakoti.
Tilvísanir skulu berast á eyðublaði í Sögu kerfi undir tilvísanir milli stofnana. Vinsamlega merkið viðtakanda göngudeild öldrunarlækninga.
Einnig er hægt að senda tilvísun rafrænt í Heilsugátt, hafi viðkomandi læknir aðgang að því kerfi.
Mikilvægt er að fram komi ástæða fyrir tilvísun, heilsufarssaga og lyfjameðferð skjólstæðings ásamt nafni og viðfangsnúmeri þess læknis er sendir beiðni. Vinsamlega hafið eftirfarandi í huga:
- Tilvísandi læknir þarf að hafa metið eftir föngum hvort um tímabundið ástand er að ræða sem gæti t.d. stafað af streitu, áföllum eða líkamlegum veikindum.
- Æskilegt er að tilvísandi læknir hafi metið vitræna getu með viðtali við sjúkling og aðstandanda eftir atvikum og með einföldum prófum s.s. MMSE og klukkuprófi).
Geðþjónusta
Ef óska á er eftir þjónustu fyrir sjúklinga á dag- og göngudeildum geðþjónustu er mikilvægt að kynna sér hvernig sækja á um.
Eftirfarandi leiðir eru mögulegar:
- Æskilegast er að fylla út eyðublaðið ,,Tilvísun milli stofnana” í Sögu
- Hægt að sækja um með því að fylla út eyðublöð sem útbúin hafa verið fyrir þá þjónustu sem óskað er eftir (sjá uppl. neðar)
- Hægt að gera tilvísun til göngudeildar geðþjónustu í gegnum Heilsugátt undir flipanum tilvísanir og velja göngudeild geðþjónustu
Ekki er hægt að tryggja móttöku tilvísunar ef hún send með læknabréfi, göngudeildarskrá eða öðrum eyðublöðum. Mikilvægt er að velja réttan viðtakanda.
Ef tilvísun er send bréflega þarf að senda hana í ábyrgðarpósti.
Æskilegt er að tilvísun sé vel unnin og innihaldi viðeigandi upplýsingar til að hægt sé að taka afstöðu til tilvísunar og beina í réttan farveg.
Í tilvísunum er alla jafna óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:
- Almennar upplýsingar (hjúskaparstaða, búseta, börn á framfæri, framfærsla. t.d. örorka, endurhæfingarlífeyrir), náms- og atvinnusaga, félagsstaða
- Hverjar eru ástæður tilvísunar? Hvers vegna er óskað eftir aðkomu göngudeildar geðþjónustu?
- Væntingar sjúklings
Einkenni sem valda truflun í dag - Fyrri geðsaga (geðgreiningar, þekktir geðsjúkdómar í ættum, þekkt áfallasaga)
- Áfengis- og vímefnanotkun
- Er önnur meðferð/endurhæfing fyrirhuguð eða hafin?
- Lyfjameðferð - núverandi og áður reynd
Hér að neðan er listi yfir dag- og göngudeildateymi innan geðþjónustu.
Þegar sótt er um í neðangreind teymi þarf að velja viðtakandann: LSH Göngudeild geðþjónustu (Hb-31E) en þá berst tilvísun til inntökuteymis ferliþjónustu sem mun taka tilvísun fyrir og koma í viðeigandi farveg.
ADHD teymi
Átröskunarteymi
Transteymi
- Hægt er sækja um með því að senda á netfangið transteymi@landspitali.is
Einnig er hægt að gera tilvísun til göngudeildar geðþjónustu
FMB teymi
- Einnig er hægt að gera tilvísun til göngudeildar geðþjónustu
Matsteymi Laugarás/geðhvarfateymi
Fíknimeðferð
Endurhæfingardeild-Dagdeild á Kleppi
Skurðstofur og gjörgæsla
Tilvísanir í þjónustu svæfinga- og gjörgæslulækninga í Fossvogi og verkjamiðstöð skulu berast á eyðublaðinu Tilvísun í Sögu.
Skurðlækningaþjónusta
Tilvísanir í þjónustu skurðlækninga eiga að berast á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu/tilvísanir í Heilsugátt.
Tilvísanir sem til eru í Heilsugátt
- HNE/Hnútur í hálsi/skjaldkirtli
- Þvagfærarannsókn
- Sáramiðstöð
- Heila- og taugaskurðlækningar
- Bæklunarskurðlækningar
- Brjóstamyndgreining
- Sarkmein
Tilvísanir til sérgreina í Sögu
- Brjóstholsskurðlækningar
- Kviðarholsskurðlækningar
- Lýtalækningar
- Æðaskurðlækningar
Krabbameinsþjónusta
Tilvísanir í krabbameinsþjónustu skulu berast á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu.
Í viðtakendalista er að finna alla viðtakendur í þjónustunni - blóðlækningar, lyflækningar krabbameina, geislameðferð krabbameina, líknarmeðferð - HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta, líknarmeðferð - líknarlækningar og líknarmeðferð - líknarráðgjafateymi.
Þá eru til beiðnir í Heilsugátt til lyflækninga krabbameina og geislameðferð krabbameina sem tilvísendur eru hvattir til að nota.
Hjarta- og æðaþjónusta
Tilvísanir í krabbameinsþjónustu skulu berast á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu.
Í viðtakendalista er að finna alla viðtakendur í þjónustunni - Hjartalyflækningar, Æðaskurðlækningar, Hjarta- og æðaþræðingarstofur, Hjartagátt (rafvendingar eingöngu) og Hjartarannsókn (Holter, áreynslupróf, hjartaómun). Í Heilsugátt eru beiðnir um hjartarannsókn, hjartaómun, hjartalínurit og rafvendingu sem notendur eru hvattir til að nota.
Kvenna- og barnaþjónusta
Tilvísanir í þjónustu kvenna- og barnaþjónustu skulu berast á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu.
Í viðtakandalista er að finna alla viðtakendur á Landspítala s.s. barnalækningar, kvenlækningar, göngudeild mæðraverndar og fósturgreining, Rjóður o.s.frv. Mikilvægt er að velja réttan viðtakanda.
Tilvísanir á göngudeild BUGL skulu berast á þar til gerðu eyðublaði.
Því betur sem tilvísun er unnin með upplýsingum um ástæðu fyrir tilvísun, heilsufarssögu, lyfjanotkun og rannsóknum sem hafa verið gerðar þeim mun betur gengur að koma tilvísun í réttan farveg.
Sumar sérgreinar eru með beiðnir í Heilsugátt undir flipanum rannsóknir og tilvísanir og eru tilvísendur hvattir til að kynna sér og nota þær beiðnir.
Tilvísanabeiðnir í Heilsugátt:
Framköllun fæðingar
Sérhæfð mæðravernd
Heilsuskólinn
Læknar sendi fyrirspurnir um upplýsingar úr sjúkraskrá á msr@landspitali.is