Leit
Loka

Ígræðslugöngudeild 10E

Almenn göngudeild

Banner mynd fyrir  Ígræðslugöngudeild 10E

Hafðu samband

OPIÐ08:00-16:00

Vegna bráðra vandamála utan hefðbundins vinnutíma hafa samband við vakthafandi nýrnalækni í 543 1000

Ígræðslugöngudeild - mynd

Hér erum við

Gengið um K-byggingu (gegnt nýja sjúkrahótelinu)

Hagnýtar upplýsingar

Á ígræðslugöngudeild er þjónusta við einstaklinga sem annarsvegar þurfa eða hafa fengið ígrætt nýra/líffæri og hins vegar þjónusta fyrir lifandi nýragjafa fyrir og eftir nýragjöf. 

Staðsetning

Ígræðslugöngudeild Landspítala er staðsett á almennri göngudeild 10E í kjallara aðalbyggingar við Hringbraut.  Aðkoma á deildina er greiðust frá inngangi K-byggingar sem er gegnt nýja sjúkrahótelinu og þar við eru gjaldskyld bílastæði.

Hafa samband

  • Hægt er að hafa samband eða koma skilaboðum til hjúkrunarfræðinga á göngudeildinni á virkum dögum kl 8-15.
    Tímapantanir á almennu göngudeild eru í síma 543 6320
  • Beint samband við ígræðslugöngudeild og óskir um símaviðtal við hj.fr. er í síma 543-6320
  • Tölvupóstfang ígræðslugöngudeildar er transplant@landspitali.is  og í gegnum þann póst er hægt að komast í samband við þá sem starfa að ígræðslumálum á Landspítala.
  • Ef bráð vandamál koma upp utan hefðbundins vinnutíma er hægt að hafa samband við vakthafandi nýrnalækni í gegnum símaþjónustu Landspítala í 543 1000.
  • Skrifstofustjóri nýrnalækninga
        -tekur við beiðnum um endurnýjun lyfseðla
        -útbýr vottorð og beiðnir í samstarfi við sérfræðilæknana
  • Hægt er að hafa samband við skrifstofu nýrnalækninga ef sjúklingar þurfa að ná sambandi við ákveðinn nýrnalækni á dagvinnutíma. 
  • Þeir sem hafa áhuga á að gefa nýra eða óska eftir upplýsingum um ígræðslur hafi samband við ígræðslugöngudeildina á dagvinnutíma í síma 825 3766 eða senda tölvupóst á transplant@landspitali.is

Á Landspítala starfar teymi sérfræðinga sem sinnir einstaklingum sem annars vegar þurfa á ígræddu nýra að halda og hins vegar einstaklingum sem vilja gefa ættingja eða vini annað nýrað sitt. Í ígræðsluteymi spítalans eru nýrnasérfræðingar, skurðlæknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, ritari og læknaritari. Teymið er einnig í góðu samstarfi við sérhæft starfsfólk Blóðbankans.

Nýrnasérfræðingar

Margrét B. Andrésdóttir yfirlæknir
Ásta Dögg Jónasdóttir
Fjölnir Elvarsson
Helga Guðmundsdóttir
Ragnar Pálsson
Ólafur S. Indriðason sérfræðilæknir
Sunna Snædal sérfræðilæknir

Skurðlæknar

Jóhann Jónsson, sérfræðingur, ígræðsluskurðlæknir
Rafn Hilmarsson, yfirlæknir þvagfæraskurðlækninga
Eiríkur Jónsson,þvagfærasérfræðingur

Hjúkrunarfræðingur ígræðslugöngudeildar

Margrét Björnsdóttir
Kristín K Alexíusdóttir

Ritari ígræðslugöngudeildar

Jórunn Fregn Víglundsdóttir
Netfang: transplant@landspitali.is, sími 543 6320

Skrifstofustjóri nýrnalækninga

Elísabet Lilja Haraldsdóttir læknaritari
Sími 543 6450
Netfang: nyru@landspitali.is

Félagsráðgjafi ígræðslugöngudeildar

Anna Dóra Sigurðardóttir félagsráðgjafi
Sími 543 9514
Netfang: annadora@landspitali.is

Þá eru einnig sjúkraþjálfari og næringarfræðingur í nánu samstarfi við ígræðslugöngudeildina sem getur vísað skjólstæðingum þangað eftir þörfum. 

 Barnaígræðsluteymi

Inger María Sch. Ágústsdóttir hjúkrunarfræðingur
Sindri Valdimarsson sérfræðilæknir
Viðar Örn Eðvarðsson sérfræðilæknir

Á vegum Landspítala var starfrækur Nýrnaskóli árin 2010 – 2015 þar sem boðið var uppá námskeið fyrir nýrnasjúklinga og aðstandendur þeirra.
Á You Tube má finna upptökur frá námskeiði skólans vorið 2014.

Á námskeiðinu var meðal annars fjallað um:

  • Hvað gera nýrun og hvað gerist þegar þau bila?
  • Meðferð í boði; kostir og gallar
  • Næring
  • Hreyfing
  • Að lifa með langvinnan sjúkdóm
  • Nýraígræðslur
  • Félagsleg réttindi
  • Kynning á Félagi nýrnasjúkra.

Bæklingar og upplýsingasíður:


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?