Nýrnaskóli

Landspítali heldur námskeið, Nýrnaskóla, fyrir einstaklinga með langvinna nýrnabilun og fjölskyldur þeirra. Einstaklingar sem eru byrjaðir í meðferð vegna nýrnabilunar eru velkomnir á námskeiðið ásamt fjölskyldu sinni.

Á námskeiðum hittast þátttakendur í fimm skipti. Í boði eru fyrirlestrar og umræður með fagfólki og einstaklingum með langvinna nýrnabilun.

Námskeið veturinn 2017-2018 
  • 21. febrúar - 21. mars 2018, kl. 17:00-19:00

Námskeiðið vorið 2014 - upptökur á Youtube.

Á námskeiðunum er fjallað um eftirfarandi:

  • Hvað gera nýrun og hvað gerist þegar þau bila?
  • Meðferð í boði; kostir og gallar
  • Næring
  • Hreyfing
  • Að lifa með langvinnan sjúkdóm
  • Félagsleg réttindi
  • Félag nýrnasjúkra.

Skráning og frekari upplýsingar

Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun langveikra á LSH, veitir "nýrnaskólanum" forstöðu og gefur allar nánari upplýsingar.

Fræðslubæklingar: 
Blóðskilun (pdf)
Kviðskilun (pdf)