Tóbakslaust sjúkrahús

Landspítali er tóbakslaus vinnustaður. 
Stefna Landspítala í tóbaksvörnum

Landspítali leggur áherslu á tóbakslaust umhverfi bæði innan húss og við innganga sjúkrahússins þannig að sjúklingar, aðstandendur, starfsmenn og nemar fái notið hreins og ómengaðs lofts og umhverfis.

Landspítali fylgir stefnu og markmiðum heilbrigðisyfirvalda um tóbaksvarnir. Markmiðið er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að draga úr tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum þess. 

Með tóbaki er átt við varning unninn að öllu eða einhverju leyti úr tóbaksjurtum svo sem sígarettur, vindla, reyktóbak, neftóbak og munntóbak.

Notkun tóbaks er ekki leyfileg á lóðum Landspítala og innan bygginga sjúkrahússins. Sérhverjum starfsmanni Landspítala ber, á kurteislegan hátt, að upplýsa fólk sem virðir ekki þessi atriði. 

Leiðbeinandi skilti eru lóðum um hvar má losa sig við tóbak á útisvæði. 

Virðum skilti á lóðum og innan bygginga Landspítala

 
 
 


Fræðsla til sjúklinga um tóbaksvarnir

Starfsfólk Landspítala veitir sjúklingum fræðslu og stuðning til að hætta tóbaksnotkun. Við útskrift af sjúkrahúsinu er sjúklingum kynnt hvaða aðstoð stendur til boða í samfélaginu til að viðhalda reykleysi. Lögð er áhersla á heildræna meðferð þar sem leitast er við að auka lífsgæði og efla heilbrigði. 

Þeim sem vilja hætta notkun tóbaks er bent á að aðstoðar er hægt að leita á 

Reyklaus.is 
Reyksími 800 6030 (ókeypis þjónusta)