Endurhæfing

Við útskrift af spítalanum átt þú að hafa upplýsingar um áframhaldandi endurhæfingu hafir þú fengið aðstoð fagfólks í endurhæfingu á spítalanum t.d. sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa. Ýmist fá sjúklingar skriflegar eða munnlegar leiðbeiningar, útveguð er framhaldsþjálfun á göngudeild /stofu, heimasjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun gengnum heilsugæsluna allt eftir aðstæðum og þörfum hvers og eins.