Endurnýjun lyfseðla

Við útskrift af sjúkrahúsinu eða í viðtali á göngudeild eru lyfseðlar sendir rafrænt í svonefnda lyfjagátt. Lyfseðlana er unnt að leysa út í öllum apótekum, allt eftir því hvað hentar best. Ef nauðsyn reynist að endurnýja lyfseðla síðar er það að öllu jöfnu hlutverk viðkomandi heilsugæslustöðvar eða læknastofu að sjá um slíkt. Undantekningar á því eru ef lyfin eru sérmerkt undanþágulyf sem eingöngu tilteknir sérfræðilæknar geta skrifað út. Þá þarf að hafa samband við ritara viðkomandi sérgreinar - t.d. ritara taugalækna til að fá endurnýjað sérmerkt taugalyf.
Langflestar heilsugæslustöðvar eru með skýrt verklag varðandi endurnýjun lyfseðla sem unnt er að nálgast á heimasíðum þeirra eða með því að hringja þangað.