Færni- og heilsumat

Færni- og heilsumat í hjúkrunarrými er ferli sem fólk þarf að ganga í gegnum áður en það getur farið til varanlegrar búsetu á hjúkrunarheimili. Stundum eru það unnið af heimilislæknum og heimahjúkrun fyrir þá einstaklinga sem eru enn heima hjá sér en stundum er nauðsynlegt að gera færni- og heilsumat þegar fólk liggur inni á sjúkrahúsi.

Landspítali hefur sett sér vinnureglur um þetta ferli og á þessari vefsíðu má sjá ferlið myndrænt og einnig hvaða skilyrði eru sett þegar fólk bíður á spítalanum eftir varanlegri vistun.

Allar frekari upplýsingar og umsóknargögn má síðan nálgast á vefsíðu Embættis landlæknis en það fer með yfirumsjón með framkvæmd færni- og heilsumats.

Útskriftarteymi Landspítala gefur allar frekari upplýsingar um ferlið vegna inniliggjandi sjúklinga.