Útskriftarteymi

Á Landspítala er starfandi útskriftarteymi sem er starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum til ráðgjafar og aðstoðar við flóknar útskriftir. Til þeirra teljast útskriftir þar sem útvega þarf og samhæfa þjónustu fleiri en eins aðila, þar sem færni- og heilsumat í vist- eða hjúkrunarrými er forsenda útskriftar og þar sem grípa þarf til sérhæfðra og sérstakra úrræða. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar og læknar. Hver legudeild LSH hefur sinn tengilið í útskriftarteyminu. Teymið hefur aðgang að þjónustu iðjuþjálfa. Deildarstjóri flæðisdeildar veitir teyminu forstöðu. 

Útskriftarteymið starfar með fjölmörgum innan og utan spítalans s.s. félagsþjónustu, heimahjúkrun, færni- og heilsumatsnefnd höfuðborgarsvæðisins og fleiri lykilaðilum. Teymið heldur utan um innri biðlista spítalans.

Meginverkefni útskriftarteymisins eru

  • að gegna samræmingarhlutverki í flóknum útskriftum
  • að lágmarka legutíma sjúklinga eftir að meðferð á sérhæfðum deildum er lokið
  • að tryggja að þjónustan verði veitt þar sem sérþekking er í samræmi við heilsufar og þörf einstaklingsins fyrir þjónustu
  • að veita sjúklingum á bráðamóttökum ráðgjöf og leiðsögn varðandi þjónustu og önnur úrræði sem í boði eru
  • hafa yfirsýn yfir sjúklinga á LSH sem eru að bíða eftir öðru úrræði

Ritari teymisins er Sólveig Guðlaugsdóttir s. 543 9309
Netfang teymisins er utskriftarteymi@landspitali.is