Bráðamóttökur

Í NEYÐARTILFELLUM Á ALLTAF AÐ HAFA SAMBAND VIÐ 112

Bráðamóttakan í Fossvogi er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Þangað getur fólk leitað vegna bráðra veikinda eða slysa sem ekki geta beðið úrlausnar í heilsugæslu eða á læknavakt.  Staðsetning

Hvert annað er hægt að leita?  Símaráðgjöf er veitt á heilsugæslustöðvum á dagvinnutíma  og á læknavakt, s. 1770 eftir kl. 17:00 og um helgar. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru með síðdegismóttöku fyrir skyndiveikindi og smáslys, ekki þarf að panta tíma.  

Hjartagátt  er á jarðhæð á Landspítala Hringbraut, gengið inn Eiríksgötumegin.  Þar er tekið á móti fólki ef grunur er um bráð hjartavandamál svo sem brjóstverki, mæði af líklegum hjartatoga, hjartsláttartruflanir, yfirlið af líklegum hjartatoga og hjartastopp. Staðsetning
Opið er allan sólarhringinn alla daga vikunnar. 

Bráðamóttaka geðsviðs er staðsett á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut og er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða. Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma. Staðsetning
Opið er kl. 12:00–19:00 virka daga og kl. 13:00-17:00 um helgar og alla helgidaga. Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttökunnar í Fossvogi.
Sími bráðamóttöku geðdeildar er 543 4050 þegar er opið.

Móttökudeild kvenna er á 1. hæð í kvennadeildarhúsi og er opin samkvæmt tilvísun frá lækni nema um sé að ræða verki eða blæðingar á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu  en mikilvægt er að hafa samband við deildina og fá tíma
Staðsetning
Móttökudeildin er opin virka daga frá 8:00-16:00. Í neyðartilvikum utan þess tíma er hægt að leita til bráðamóttökunnar í Fossvogi.
Sími móttökudeildar 543 3234 og 543 3266 þegar opið er.

Bráðamóttaka barna er  á jarðhæð Barnaspítala Hringsins og er opin allan sólarhringinn fyrir veik börn og unglinga að 18 ára aldri.
Sími bráðamóttöku barna er 543 1000.  Staðsetning

Bráðaþjónusta BUGL (barna- og unglingageðdeild) er við Dalbraut 12.
Opið er kl. 8:00-16:00 virka daga. Staðsetning
Á dagvinnutíma er bráðasímtölum svarað í síma 543 4300 en á öðrum tímum er símtölum beint til legudeildar BUGL. s. 543 4320 og 543 4338.

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.
Þjónusta neyðarmóttökunnar stendur öllum til boða sem þangað leita, bæði konum og körlum. Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis.

Hægt er að hringja í síma:
543 1000 - Aðalskiptiborð LSH
543 2000 - Afgreiðsla bráðamóttöku LSH
543 2094 - Neyðarmóttaka á dagvinnutíma