Leit
Loka

Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein

Deildarstjóri

Þórunn Sævarsdóttir

torunnsa@landspitali.is
Yfirlæknar

Vilhelmína Haraldsdóttir (krabbameinslækningar)

vilhehar@landspitali.is

Sigrún Reykdal (blóðlækningar)

sigrunre@landspitali.is

Banner mynd fyrir Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Hafðu samband

OPIÐ08:00-16:00

Dagdeild blóð- og krabbameinslækninga - mynd

Hér erum við

Aðalbygging Hringbraut 1.hæð B og C álma.

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein.
Meðferðarrými eru 20 talsins.
Lengd meðferðar getur verið misjöfn eða allt frá 30 mínútum til 8 klukkustunda.

Þjónusta:

 • Greining og meðferð fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein
 • Fræðsla og stuðningur
 • Einkennameðferð (vegna fylgikvilla sjúkdóms eða meðferðar)
 • Stuðningsmeðferð (s.s. blóðhlutagjafir, beinþéttnilyf, hormónameðferð, meðferð við járnskorti og mótefnaskorti o.fl)
 • Þjónusta við sjúklinga sem fá krabbameinslyf á töfluformi
 • Söfnun stofnfruma

 Á deildinni starfa sérfræðilæknar, deildarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði, læknaritarar og móttökuritarar.
Ýmis önnur fagþjónusta er í boði:

Gjaldskrá

Viðbótarmeðferð er úrræði sem margir nota samhliða hefðbundinni sjúkdómsmeðferð til þess að bæta líðan sína.  Þegar um er að ræða meðferð sem hefur verið rannsökuð og er talin örugg og árangursrík er talað um gagnreynda viðbótarmeðferð.  Dæmi um gagnreynda viðbótarmeðferð sem notuð er innan heilbrigðiskerfisins er hreyfing, slökun og nálastungur.

Gagnreynd viðbótarmeðferð

Erlend samtök um þróun og rannsóknir viðbótarmeðferðar fyrir krabbameinssjúklinga (SIO) hafa gefið út leiðbeiningar um hvaða meðferðir eru gagnlegar og öruggar (The Society for Integrative Oncology ).  Þessar leiðbeiningar eru almennar en mikilvægt er að hafa í huga einstaklingsbundnar aðstæður hverju sinni.  Samkvæmt yfirliti samtakanna eru helstu aðferðir og árangur þeirra eftirfarandi:

 • Meðferð sem beinist að samspili hugar og líkama
  Dæmi um slíka meðferð er slökun, dáleiðsla, núvitund, jóga, tai chi, tónlistarmeðferð, hugræn atferlismeðferð og þátttaka í stuðningshópum.
  Þessi meðferð hefur reynst gagnleg til þess að draga úr kvíða, spennu, vanlíðan, verkjum og bæta lífsgæði.

 • Nudd. Slökunar- og svæðanudd getur dregið úr kvíða, verkjum og bætt almenna líðan.

 • Hreyfing. Regluleg hreyfing bætir lífsgæði, líkamlega virkni, líðan og dregur úr þreytu.
  Gagnlegt er að fá ráðgjöf sjúkraþjálfara meðan á veikindum stendur.

 • Orkumeðferð. Meðferð sem vinnur með líforku s.s. heilun og reiki. Takmörkuð þekking er á árangri slíkrar meðferðar en hún getur mögulega minnkað streitu og bætt lífsgæði.

 • Nálastungur. Meðferð með nálastungum getur dregið úr verkjum, þreytu, hitakófi, ógleði, munnþurrki, dofa í höndum og fótum.

 • Næring. Mikilvægt er að viðhalda eins góðu næringarástandi og hægt er með því að borða heilsusamlegt og fjölbreytt fæði og að bæta upp  skort á næringarefnum ef þörf er á. Mælt er með ráðgjöf næringarfræðings ef þörf er á sérstöku mataræði eða fæðuviðbót.

 • Fæðubótarefni. Hér er átt við vítamín, jurtir og ýmis náttúruefni. Það er ekki mælt með neinum fæðubótarefnum nema þegar sérstök þörf er á þeim.

Hvers vegna viðbótarmeðferð?

Margar ástæður geta verið fyrir því að einstaklingar nota viðbótarmeðferð jafnhliða hefðbundinni meðferð.

 • Til að minnka álag og streitu sem fylgir því að greinast með lífsógnandi sjúkdóm
 • Til að draga úr aukaverkunum lyfja- eða geislameðferðar svo sem ógleði, þreytu eða verkjum
 • Til að styrkja þá tilfinningu að viðkomandi sé að gera allt sem hægt er til að berjast gegn sjúkdómnum
 • Trú á að meðferðin lækni sjúkdóminn

Hvernig á að velja gagnreynda viðbótarmeðferð?

Það er mikilvægt að ráðfæra sig við lækni eða hjúkrunarfræðing um notkun viðbótameðferðar, sérstaklega meðan á krabbameinsmeðferð stendur.  Stundum getur viðbótarmeðferð dregið úr virkni þeirrar læknisfræðilegu meðferðar sem verið er að nota. Þetta á sérstaklega við um inntöku ýmissa vítamína, jurta- og náttúruefna.  Sum efni geta dregið úr virkni bæði lyfja- og geislameðferðar og haft milliverkanir við þau lyf sem verið er að nota.

Læknar og hjúkrunarfræðingar geta:

 • Sagt til um hvort tiltekin meðferð hefur óæskileg áhrif á krabbameinsmeðferð
 • Gefið ráð um viðeigandi meðferð eða meðferðaraðila
 • Bent á lesefni og leiðbeint með öðrum hætti

Mikilvægt er að viðbótarmeðferð sé veitt af meðferðaraðilum sem hafa viðurkennda menntun í þeirri meðferð sem um ræðir og þekkingu á sjúkdómum og meðferð þeirra.

Hvað er í boði á Landspítala?

Það getur verið mismunandi eftir tíma og deildum hvers konar gagnreynd viðbótarmeðferð er í boði hverju sinni.  Sem dæmi má nefna að krabbameinssjúklingum stendur til boða slökunarmeðferð, dáleiðsla, námskeið í núvitund, ráðleggingar varðandi hreyfingu, næringu og mataræði.  Nálastungur hafa verið í boði fyrir fæðandi konur og jóga fyrir einstaklinga með geðræn vandamál.  Utan Landspítala er auk þess margt í boði fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og Ljósinu.

Á eftirtöldum vefsíðum er hægt að finna upplýsingar um skylt efni:

Slökunarmeðferð er í boði fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á Landspítala. Hjúkrunarfræðingar veita meðferðina.

Meðferðin samanstendur af; styðjandi samtali, kennslu mismunandi slökunar- og hugleiðsluleiða og leiddri slökun.

Sýnt hefur verið fram á að meðferðin getur bætt lífsgæði og dregið úr tíðni og styrk einkenna eða aukaverkana vegna krabbameins og meðferðar.

Markmið meðferðar er að draga úr kvíða og annarri vanlíðan vegna krabbameins og meðferða. Einnig að kenna fólki leiðir til sjálfshjálpar og til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin líðan. Einstaklingsslökunarmeðferð er í boði flesta virka daga.

Meðferðin fer fram í þægilegum stól, í viðtalsherbergi á deild 11-F og varir í klukkustund. Einnig er hún veitt í styttri tíma, við rúm sjúklinga á legudeildum.

Hópslökunarmeðferð er í boði fyrir þá einstaklinga sem eru að hefja krabbameinslyfjameðferð. Hún fer fram í lyfjameðferðarherbergi, á deild 11-B og varir í 45 mínútur.

Tilgangur meðferðarinnar er að auðvelda það að mæta í fyrstu lyfjagjöf og að upplifa notalega stund í lyfjagjafarstólnum.

Meðferðin er gjaldfrjáls ef viðkomandi sjúklingur er innskrifaður á legudeild eða fer sama dag í lyfjameðferð. Annars þarf að borga komugjald, á göngudeild eða í hópslökun.

Tímapantanir og frekari upplýsingar er hægt að fá hjá ritara á deild 11-C eða í síma 543 6130

Velkomin!

 • Mikilvægt er að sjúklingum líði vel meðan á dvöl á deildinni stendur.  Áhersla er lögð á að hafa umhverfi náðugt á meðferðarstofum.
 • Leyfilegt er að fá til sín gesti meðan á meðferð stendur en mikilvægt er að taka tillit til stofufélaga og valda þeim ekki ónæði
 • Ef meðferð er í nokkra klukkutíma er sjúklingum ráðlagt að hafa með sér nesti. Sjúklingar eru beðnir um að taka tillit til stofufélaga sinna og koma ekki með sterklyktandi mat
 • Á deildinni er vatnsvél, kaffivél og kæliskápur fyrir sjúklinga
 • Farsíma má nota en vinsamlega hafið símann stilltan á hljóðlausa stillingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma
 • Sjúklingar geta fengið aðgang að Netinu gegnum gestanet spítalans
 • Útvörp eru við alla meðferðarstóla/rúm
 • Sjónvörp eru á öllum sjúkrastofum
 • Hægt er að fá lánaða slökunardiska til að hlusta á meðan á lyfjagjöf stendur á deild
 • Kvennadeild Rauða kross Íslands rekur verslanir í anddyrum Landspítala
 • Meðan á krabbameinslyfjagjöf stendur eru sjúklingar beðnir um að yfirgefa ekki deildina af öryggisástæðum
 • Hraðbanki er í anddyri aðalinngangs og sjálfsalar á nokkrum stöðum í húsinu.
 • Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi

Afgreiðsla
s.  543 6130 (Upplýsingar um tímabókanir og almennar fyrirspurnir)

Vottorð

 • Skrifstofustjóri krabbameinslækninga: 543 6860
 • Skrifstofustjóri blóðlækninga: 543 6175
Lyfseðlar
Heilsugæslan sér um að endurnýja alla lyfseðla nema vegna sértækra lyfja sem einungis blóð- og krabbameinslæknar skrifa upp á.

Einnig er hægt að fylla út form vegna lyfseðla eða vottorða rafrænt á Netinu:
 

Stjórnendur

Hjúkrunardeildarstjóri: Þórunn Sævarsdóttir
Yfirlæknir krabbameinslækninga: Vilhelmína Haraldsdóttir
Yfirlæknir blóðlækninga: Sigrún Reykdal

Sjúklingafræðsla

Tengdar deildir og þjónusta