Leit
Loka

Dagdeild skurðlækninga Fossvogi

Á dagdeild skurðlækninga er tekið á móti sjúklingum, börnum og fullorðnum, sem eru að leggjast inn til skurðaðgerðar á Landspitala í Fossvogi.

Deildarstjóri

Bjarnveig Pálsdóttir

Banner mynd fyrir  Dagdeild skurðlækninga Fossvogi

Hafðu samband

OPIÐ7-22

8-22 á föstudögum

Dagdeild skurðlækninga Fossvogi  - mynd

Hér erum við

Aðalbygging Fossvogur, 5 hæð A álma.

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Á dagdeild skurðlækninga er tekið á móti sjúklingum, börnum og fullorðnum, sem eru að leggjast inn til skurðaðgerðar á Landspitala í Fossvogi.

Sjúklingar koma á deildina að morgni aðgerðardags og þar fer fram undirbúningur fyrir aðgerð.

Í Fossvogi eru gerðar bæklunaraðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir , heila- og taugaaðgerðir, tannviðgerðir í svæfingu, lýtaaðgerðir og æðaðgerðir.

Einnig koma á deildina sjúklingar í eftirlit eftir inngrip og rannsóknir á röntgen.

Sjúklingar sem ekki þarfnast innlagnar á legudeild eftir aðgerð koma aftur á dagdeildina eftir skurðaðgerðina til að jafna sig áður en þeir útskrifast heim. Aðrir sjúklingar fara á legudeild eftir aðgerð.

Á dagdeild koma einnig þeir sjúklingar sem leitað hafa á bráðamóttöku í Fossvogi og þurfa að fara í aðgerð í framhaldinu.

Margir útskrifast heim um kvöldið en aðrir leggjast inn á legudeildir í kjölfar aðgerða.

 

Þannig er hægt að komast í tölvupóstsamskipti, nota samskiptamiðla og vafra á Netinu. 

Atriði sem vert er að hafa í huga um notkun á Netinu:

  • Talið ekki um aðra sjúklinga, aðstandendur eða starfsfólk nema með leyfi viðkomandi
  • Setjið ekki inn myndir af öðrum, aðstandendum eða starfsfólki nema með leyfi viðkomandi
  • Setjið ekki upplýsingar úr sjúkraskrá á Netið
  • Virðið friðhelgi einkalífsins

Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi.

 

Sjúklingafræðsla