Fjárhagsbókhald
Allir reikningar vegna kaupa Landspítala á vöru og þjónustu skulu vera sendir með rafrænum hætti í gegnum skeytamiðlun.
Hagnýtar upplýsingar
Allir reikningar vegna kaupa Landspítala á vöru og þjónustu skulu vera sendir með rafrænum hætti í gegnum skeytamiðlun. Reikning skal gefa út samkvæmt gildandi tækniforskrift Staðlaráðs fyrir rafrænan reikning, TS-236 sem er samhæfð evrópska staðlinum CEN EN-16931 og PEPPOL BIS. Eldri tækniforskrift NES er fallin úr gildi
Pappírsreikningar sem eru útgefnir munu verða endursendir og kallað eftir rafrænum reikningum.
Ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst.
Greiðsluseðill eða innheimtukrafa er ekki reikningur.
Aðilum sem eru án bókhaldskerfis er bent á að á markaði eru ýmis bókhaldskerfi sem rekstraraðilar geta nýtt sér til að gefa út rafræna reikninga og halda utan um sitt bókhald. Einnig býður Fjársýslan upp á einfalda skráningarsíðu þar sem hægt er að skrá reikning og senda til ríkisstofnunar. https://skuffan.is/gattir/fjs
- Lýsing á vöru eða veittri þjónustu
- Númer pöntunar, kostnaðar viðfangsnúmer eða verknúmer+verkþáttur.
- Bankareikninga, svo hægt sé að greiða með millifærslu.
- Uppfylli reikningurinn ekki skilyrði áskilur Landspítalinn rétt á að endursenda hann.
Gjaldfrestur er almennt líðandi mánuður plús 30 dagar frá afhendingu vöru/þjónustu. Þó að lágmarki 25 dögum frá afhendingu reiknings hjá skeytamiðlara.
Landspítali greiðir reikninga með millifærslu.
Kreditreikningar þurfa að berast rafrænt í gegnum skeytamiðlara og tilgreina þarf á kreditreikningum eftirfarandi:
- Ástæða leiðréttinga
- Númer áður útgefins reiknings
- Ef númer reiknings liggur ekki fyrir t.d. vegna vöruskila þá þarf að koma fram eitthvað af eftirtöldu; kostnaðar viðfangsnúmer, pöntunarnúmer eða verknúmer+verkþáttur.
Reglur Landspítala byggja á viðskiptaskilmálum ríkisins.