Leit
Loka

Göngudeild innkirtla og efnaskipta

Veitir sérhæfða þjónustu fyrir alla landsmenn en einnig almenna þjónustu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Deildarstjóri

Erna Jóna Sigmundsdóttir

Yfirlæknir

Steinunn Arnardóttir

Banner mynd fyrir  Göngudeild innkirtla og efnaskipta

Hafðu samband

OPIÐ08:00-16:00

Innkirtladeild  - mynd

Hér erum við

Eiríksstaðir, Eiríksgötu 5.

Sjá á korti

Göngudeild innkirtla er opin alla virka daga frá 08:00-16:00

ATH! Símsvörun ritara á göngudeild innkirtla er opin frá kl. 09:00-14:00 alla virka daga.

Utan þess tíma er hægt að hafa samband í síma 543 1000 ef erindið getur ekki beðið. Við minnum á að best er að hafa samband við göngudeildina í gegnum Heilsuveru. Utan dagvinnutíma (16:00-08:00) er mögulegt að ná í vakthafandi innkirtlalækni gegnum skiptiborð Landspítala s. 543 1000. Í neyð: Bráðamóttakan í Fossvogi eða Neyðarlínan 112.

Allar beiðnir um tímabókanir, lyfjaendurnýjanir og skilaboð hafa nú verið flutt í heilsuveru og í síma 543-1000. Ekki verður því hægt að bóka tíma, endurnýja lyfseðla og senda skilaboð í gegnum heimasíðu innkirtladeildar.

Allir landsmenn hafa aðgang að Heilsuveru en þurfa að vera með rafræn skilríki.

Allar frekari upplýsingar má finna á:


Á innkirtladeild starfa fjölmargir faghópar að málefnum fólks meðinnkirtlasjúkdóma. Á Landspítala Fossvogi er göngudeildir innkirtlasjúkdóma og efnaskipta og göngudeild sykursýki, legudeild og rannsókn en starfsfólk deildarinnar sinnir einnig ráðgjöf og kennslu innan og utan Landspítala. 

Innkirtlasjúkdómar eru fjölmargir og sumir mjög algengir. Þeir verða í stuttu máli til við raskanir á hormónastarfsemi líkamans og í víðum skilningi má segja að raskanir á hormónum og efnaskiptum líkamans sé undirrót allra sjúkdóma.

Hormón eru efni sem stýra starfsemi líkamans og eru búin til í kirtlum inni ílíkamanum (innkirtlar). Hormónin ferðast milli líffæra með blóðinu.

Algengustu sjúkdómarnir í þessum flokki eru offita, sykursýki,skjaldkirtilssjúkdómar og beinþynning en aðrir eru meðal annars heiladinguls- og nýrnahettusjúkdómar, vissar tegundir háþrýstings og fleiri. 

 

Handleiðsla og teymisvinna

Landspítali er háskólasjúkrahús sem ber að veita sérhæfða þjónustu fyrir alla landsmenn en einnig almenna þjónustu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.  Spítalinn gegnir mjög mikilvægu og lögbundnu menntunarhlutverki fyrir allar heilbrigðisstéttir.  Þó læra megi margt af bókum er bein handleiðsla nauðsynleg og gildir það um alla; læknanema, lækna í sérnámi og sérfræðinga í öðrum fögum og stéttum eins og t.d. hjúkrunarfræðinga og heimilislækna.  Starfsemi innkirtladeildarr tekur mið af ofantöldu og byggir á teymishugtakinu þar sem margar fagstéttir koma að málum hvers og eins.  Þetta þýðir nána samvinnu við umönnun skjólstæðinganna.

Stundum getur verið best að heimsækja okkur en þess á milli heimilislækninn og sumir þurfa reyndar ekki reglubundið eftirlit á sérhæfðri göngudeild. Þú mátt því búast við því að ungir læknar og aðrar stéttir í námi séu við störf á deildinni.  Þetta kennsluhlutverk þýðir líka að sérfræðingarnir á deildinni verða að vera vel að sér og það leiðir væntanlega af sér bestu og nýjustu meðferðina fyrir þig. Þetta er einmitt eðli háskólasjúkrahúss eins og Landspítala.

Þótt viðkunnanlegt sé að hitta alltaf sama lækninn (hann þekkir okkur jú best allra) þá sjá betur augu en auga og samráð og jafningjamat eru mjög mikilvæg að viðhafa til að tryggja gæði þjónustunnar.  Það má þess vegna gera ráð fyrir því að hitta ekki alltaf sama lækni (eða hjúkrunarfræðing) þegar komið er þó svo verði oftast.  Því má treysta að læknirinn þinn veit hver staðan er hjá þér og að við förum sem teymi reglulega yfir öll mál svo tryggja megi samfellu og bestu meðferð.

Deildarstjóri

Gerður Beta Jóhannsdóttir

Læknar

Arna Guðmundsdóttir
Bolli Þórsson
Guðni Arnar Guðnason
Rafn Benediktsson
Sigríður Bára Fjalldal
Steinunn Arnardóttir

Hjúkrunarfræðingar

Bryndís Gestsdóttir
Erna Jóna Sigmundsdóttir
Kristín Linnet Einarsdóttir
Ólöf Dröfn Sigurbjörnsdóttir
Erla Kristófersdóttir 

Næringarfræðingur

Óla Kallý Magnúsdóttir

Atferlisfræðingur

Bára Denný Ívarsdóttir

Sjúkraliði

Margrét Ragnarsdóttir 

Fótaaðgerðarfræðingar

Scott Gribbon
Edda Selma Márusdóttir
 

Geislafræðingar

Unnur Björnsdóttir

Beinþéttnimælingar 

 Asefash Berhanu Ayana 

Móttökuritari

 Bryndís Hulda Kristinsdóttir

Skrifstofustjóri/sjúkraliði

Lilja Ólafsdóttir

Viðtal á göngudeild sykursýki

1. Blóðprufur/þvagsýni

  • Blóðprufur eru teknar á rannsóknardeild á 1. hæð á Landspítala Fossvogi,  á göngudeild 10 E á Hringbraut. sjá nánari upplýsingar um blóðsýnatökur.
  • Láttu vita að þú sért að fara í viðtal á göngudeild sykursýki en greitt er fyrir prufur um leið á rannsóknardeild
  • Ef sjúklingur á að koma í blóðprufur og skila þvagsýni fyrir viðtal er æskilegast að sjúklingur komi nokkrum dögum fyrir tíma á göngudeild
  • Þvagprufum (miðbuna morgunþvags) skal einnig skilað á rannsóknardeild einu sinni á ári eða skv. fyrirmælum læknis

2. Greiðsla fyrir göngudeildargjald 

3. Mælingar í mótttöku göngudeildar

  • Við komu á göngudeild mælir sjúkraliði blóðþrýsting, hæð, þyngd og mittismál

4. Viðtal við lækni

  • Gæðaferli Landspítala byggir á því að betur sjá augu en auga
  • Vegna vinnufyrirkomulags lækna á deild má gera má ráð fyrir að þú hittir ekki alltaf sama lækni þegar þú kemur. Við reynum alltaf að tryggja bestu þjónustu sem völ er á og samfellu í meðferð.  Búast má við því að ungir læknar og aðrar stéttir í námi séu við störf á deildinni

5. Afbókun - forföll. Sjúklingur kemst ekki í viðtal

  • Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega í síma 543 6331.

6. Hafðu með þér blóðsykurmælingar og blóðþrýstingsmælingar

  • Það er mikilvægt að sjúklingur taki alltaf með sér sykursýkisdagbókina/eða upplýsingar úr blóðsykursmæli, þar sem skráðar eru upplýsingar um blóðsykursmælingar og blóðþrýsing

 7. Undirbúðu þig fyrir viðtalið. Gott að skrifa niður spurningar og hafa með.

Hugmyndir að umræðuefni:

-Reykingar/reykleysisnámskeið
-Blóðsykurfall
-Lyfjameðferð
-Of hár blóðsykur
-Næring
-Veikindi
-Hreyfing
-Sálfræðiaðstoð/félagsráðgjafaþjónusta
-Þyngdarstjórnun
-Ráðgjöf fyrir þungun
-Fylgikvillar
-Skoðun hjá tannlækni
-Kynlíf
-Skoðun augnlæknis
-Skimun hjá fótaaðgerðarfræðingi/skimunarstjóra

Sjúklingaráðin 10

Staðsetning: Eiríksstaðir - Göngudeildir, Eiríksgötu 5, 1. hæð 

ATH: Eingöngu er tekið við nýjum sjúklingum eftir tilvísun frá lækni.

Sykursýki, diabetes, þýðir að blóðsykur er hækkaður miðað við eðlileg gildi.  Þetta er sjúkdómur sem upp kemur vegna lélegrar virkni og/eða framleiðslu insúlíns í líkamanum. Insúlín er hormón sem er nauðsynlegt til að sykur komist úr blóðinu og inn í frumur líkamans og nýtist þar sem orka.  Ef virkni og/eða framleiðsla insúlíns er léleg nýtast kolvetni úr fæðunni ekki sem skyldi og blóðsykur hækkar.
Meðferð við hækkuðum blóðsykri er mismunandi frá einum einstaklingi til annars.

Eftirfarandi eiga að vera í eftirliti á göngudeild:

  • Sykursýki tegund 1
  • Sykursýki tegund 2 með svæsna fylgikvilla eða í mikilli hættu á fylgikvillum:
    • Virkt fótasár eða saga um fótasár/vandamál
    • Svæsinn augnkvilli
    • Svæsinn taugakvilli
    • Nýrnakvilli
  • Sjúklingar með sykursýki 2 sem:

            - erfiðlega gengur að ná markmiðum
            - eru á flókinni og fjölþættri lyfjameðferð
            - eru á flókinni insúlínmeðferð

Afgreiðsla deilarinnar Eiríksgötu 5, 1. hæð..

Tölvusneiðmyndir

Segulómun


Tímapantanir aðeins með tilvísunum frá lækni.

  • Ávallt verður að vera læknisfræðileg ástæða fyrir röntgenrannsóknum og þær skal framkvæma á viðurkenndan hátt, þannig að geislun verði
    eins lítil og unnt er
  • Þá er sú hætta sem fylgir geisluninni réttlætanleg og tryggt er að ávinningur sjúklings er meiri en áhættan


Bein er lifandi vefur sem er í stöðugri umsetningu, þ.e. eyðist og nýmyndast. Það eru fyrst og fremst tvær tegundir frumna sem koma að þessu ferli: osteoblastar sem mynda bein og osteclastar sem eyða beini.

Þessi hringrás á sér stað alla ævi og hvort ferlið um sig er ríkjandi á mismunandi æviskeiðum.

Þessi ferli eru undir stjórn hormóna og fleiri þátta svo sem næringu og líkamlegu álagi.

Jafnvægið getur raskast vegna sjúkdóma og með aldrinum verða ákveðnar breytingar þannig að beineyðing verður ríkjandi hjá báðum kynjum. Ýmis lyf geta einnig haft mikilsverð áhrif í átt til beinþynningar.

Fræðslusíða um beingisnun og beinþynningu.

Félagsráðgjöf

 

Klínísk vinna félagsráðgjafa á sjúkrahúsi felst fyrst og fremst í því að:

  • Efla persónulega styrkleika einstaklings með sérhæfðri meðferðarvinnu í einstaklings- fjölskyldu- eða hópmeðferð
  • Efla sjálfsstyrk og tilfinningatengsl

Aðstæður eru kannaðar eftir þörfum, samfélagslegra úrlausna leitað.

Aðstoð er veitt við umsóknir um félagsleg réttindi og er það liður í að framfylgja endurhæfingaráætlun og bæta meðferðarheldni.

Undirbúningur útskriftar er veigamikill þáttur í þjónustu félagsráðgjafa.

Leitað er að þjónustuúrræðum sem eru í boði fyrir sjúkling hvort sem hann er að útskrifast heim til sín eða á stofnun. Samstarf við aðrar stofnanir er veita slíka þjónustu er mikið.

Handleiðsla, kennsla og rannsóknir er einnig hlutverk félagsráðgjafa á Landspítala.

Í myndbandinu eru leiðbeiningar um hvernig nota á insúlínpenna.

https://vimeo.com/366249110

Í myndbandinu eru leiðbeiningar um notkun og skammtastærðir á Victoza og Ozempic pennum.

https://vimeo.com/366249280

Neyðarsprautu skal nota við alvarlegu blóðsykurfalli þegar viðkomandi missir meðvitund og/eða er í krampa. Í þessu myndbandi eru leiðbeiningar um notkun neyðarsprautu.

https://vimeo.com/366249202

Í þessu myndbandi er farið yfir þau atriði sem skipta máli við góða blóðsykurstjórn en góð blóðsykurstjórn er nauðsynleg fyrir einstaklinga með sykursýki. Ef blóðsykurstjórn er haldið innan viðmiðunarmarka þá fylgir því betri líðan og bætt lífsgæði.

 https://vimeo.com/366249047

 

Í myndbandinu er leiðbeiningar um hvernig mæla á blóðsykur með stungubyssu og notkun á strimlum.

 

https://vimeo.com/366248938

Sýna allt

Betri blóðsykurstjórn með notkun sykurskanna (Freestyle Libre)

Stök blóðsykursmæling eins og sú sem er framkvæmd með hefðbundnum hætti getur aðeins sagt þér hvernig blóðsykurinn er á því augnabliki. Slík mæling segir ekkert um hvernig blóðsykur hefur sveiflast undanfarnar klukkustundir, hvort blóðsykur er stöðugur, hækkandi eða lækkandi. Sykurnemi mælir sykur í millifrumuvökva (vökvinn milli frumanna í húðinni) með einnar mínútu millibili. Hann geymir einnig gögn síðustu átta klukkustunda. Með þessu getur þú séð hvernig blóðsykurinn hefur verið undanfarnar klukkustundir. Auk þess getur sykurnemi gefið til kynna hvort blóðsykur er að breytast hratt og þá getur þú sem notandi brugðist fyrr við.

Leiðbeiningar um notkun stungulyfsins Victoza. Hægt er að setja íslenskan texta í settings.

Vefsíða með fræðsluefni um Fótamein

Algengar spurningar og svör um sykursýki

Í ávöxtum er ávaxtasykur, sem getur hækkað blóðsykur sé þeirra neytt í miklu magni, en einnig mjög mikið af mikilvægum næringarefnum. Trefjainnihald ávaxta dregur úr blóðsykurhækkun og því er sjálfsagt að borða ávexti daglega. Ágætt er að miða við að borða ekki meira en einn ávaxtaskammt í hverri máltíð. Einn skammtur getur t.d. verið lítið epli, lítil appelsína, hálfur banani, 10 vínber eða lítil pera. Í hreinum vaxtasöfum og -hristingum er hins vegar mikið magn ávaxtasykurs sem meltist auðveldlega og hækkar blóðsykur hratt. Því er æskilegt að halda neyslu á ávaxtasöfum og -hristingum í lágmarki. Einnig er ágætt að hafa í huga að þurrkaðir ávextir innihalda jafn mikinn ávaxtasykur og ávöxturinn ferskur. Því er mikilvægt að huga að skammtastærðum á þurrkuðum ávöxtum. Fyrir einstaklinga með sykursýki af tegund 1er mikilvægt að reikna með kolvetnunum í ávöxtum og ávaxtasöfum þegar insúlínmagn máltíða er áætlað.
Mataræði sem fólki með sykursýki er ráðlagt er í stórum dráttum það sama og fólki er almennt ráðlagt, það er að segja hollur og fjölbreyttur matur sem stuðlar að því að við fáum þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Trefjaríkur matur mettar vel, getur átt þátt í að koma á betri blóðsykurstjórn og lækkað styrk kólesteróls í blóði. Það er því ráðlagt er að velja trefjaríkan mat umfram aðra kolvetnisgjafa. Sem dæmi um trefjaríkan mat eru baunir, linsur, grænmeti, ávextir, gróft korn og grófar kornvörur, s.s. gróft brauð. Takmarka ber hins vegar neyslu á unnum matvörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri og öðrum fínunnum kolvetnum og/eða salti. Sem dæmi má nefna gosdrykki, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndibita og unnar kjötvörur.

Um 80% af viðbættum sykri í fæði Íslendinga koma úr gos- og svaladrykkjum, sælgæti, kökum, kexi og ís, þar af tæpur helmingur úr gos- og svaladrykkjum. Vörur sem innihalda mikið af viðbættum sykri veita oftast lítið af nauðsynlegum næringarefnum og öðrum hollefnum en geta hækkað blóðsykur hratt, sérstaklega drykkirnir. Því er rétt að gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís og drekka lítið eða helst ekkert af sykruðum gos- og svaladrykkjum. Fátt bendir til þess að sætuefni, s.s. stevia, aspartam, asesúlfam-K, xylitol o.fl. hafi áhrif á blóðsykur og ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi þeirra ef þeirra er neytt innan ákveðinna marka. Neysla þessara efna ætti þó að vera hófleg. Ekki er ráðlagt að neyta sælgætis sem er sérstaklega markaðssett fyrir einstaklinga með sykursýki þar sem slíkar vörur innihalda oft fitu af lélegum gæðum og/eða sætuefni í stað sykurs.

Ef þú ert með sykursýki af tegund 1 er æskilegt að tileinka sér kolvetnatalningu til að áætla insúlínskammta með máltíðum. 

Það er allt í lagi að borða brauð í hóflegu magni en það er mikilvægt hvernig brauð er valið. Almennt er mælt með því að velja brauð og aðrar kornvörur úr heilkornum en þessar vörur eru gjarnan merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Sem dæmi um notkun er að nota heilkorn í bakstur eða grauta, t.d. rúg, bygg, heilhveiti, grófmalað spelt eða hafra og nota bygg, hýðishrísgrjón og heilkornapasta sem meðlæti í stað fínunninna vara. Því minna unnið sem kornið er því minni áhrif hefur neysla þess á blóðsykur.

Kolvetnatalning snýst um að meta magn kolvetna í máltíðinni sem ætlunin er að neyta. Magn kolvetna segir svo til um það magn insúlíns sem líkaminn þarfnast með máltíðinni til að halda blóðsykri innan marka. Kolvetnatalning er því góð leið til að meta insúlínþörf fyrir einstaklinga með tegund 1 sykursýki sem og aðra sem þurfa að nota insúlín með máltíðum.

 

Pennameðferð

Að koma í veg fyrir blóðsykursföll að næturlagiBlóðsykurföll næturlagi eru óæskileg af nokkrum ástæðum:

-Það er erfiðara átta sig á þeim en á daginn

-Ef þau eru algeng geta einkenni  þeirra minnkað og loks horfið.

-Þau geta orsakað blóðsykurhækkun undir morgun og eftir morgunmatinn.

Þú getur í raun ekki útilokað blóðsykurfall nema með því að vakna og mæla blóðsykurinn kl. 3:00 í nokkur skipti.  Blóðsykurinn getur verið eðlilegur þegar þú vaknar morgni þrátt fyrir hann hafi verið lágur um nóttina. Gagnlegt er athuga þetta af og til.

Hvað veldur blóðsykurfalli næturlagi? Algengustu orsakir:

-Of stórir skammtar grunninsúlíns.

-Líkamsrækt um daginn án þess bæta sér upp kolvetni eða minnka grunninsúlín.

-Áfengi. Alkóhól stöðvar framleiðslu glúkósa í lifrinnisem alla jafna viðheldur blóðsykri næturlagi.

Hvernig er hægt bregðast við?

Ef þú lækkar alltaf í blóðsykri næturlagi þarftu minnka næturgrunninn. Til byrja með væri gott minnka skammtinn um 10%. Þetta þýðir ef þú notar 20 einingar venjulega ættirðu minnka skammtinn niður í 18 einingar. Gefðu nýjum  skammtastærðum nokkra daga áður en þú breytir aftur og breyttu aðeins einu í einu

Eftir æfingar gætir þú einnig þurft minnka  kvöldskammt af langvirku insúlíniÁgætt er miða við minnka grunninn um 20-30%  sem þýðir fyrir 20 einingar sem notaðar eru venjulega færir þú niður í  14-16 einingar.

Ef þú neytir áfengis  getur verið nauðsynlegt minnka grunninn kvöldi og  borða eitthvað sem inniheldur kolvetni áður en þú sofnar

Að ná markmiðum í sykurstjórn á morgnana 

hefja daginn með háan blóðsykur gerir það verkum erfiðara verður markmiðum sínum en ef sykurinn er í lagi. Ef  fyrsta markmið er koma í veg fyrir blóðsykurföll næturlagi ætti annað markmið vera gott blóðsykurgildi morgni.

Hvað orsakar háan blóðsykur morgni?

Bláa línan í myndinni hér ofan er dæmi um einhvern sem fer sofa með of háan blóðsykur (um 10 mmól/L) og vaknar svipaður. Í þessu tilviki þarf skoða hvað var gefið með máltíðinni (bolus) kvöldið áður. Grunninsúínið  virðist vera rétt því sykurinn helst jafn yfir nóttina þrátt fyrir sykurinn óþarflega hár.

Rauða línan er dæmi um of lítið grunninsúlín. Blóðsykur er fínn þegar viðkomandi sofnar en hækkar um nóttina.

Dögunarfyrirbæri  (e. dawn phenonmenon)  er ástand þar sem blóðsykur hækkar verulega á milli klukkan 03:00 og  07:00. Þetta hefur mismikil áhrif á einstaklinga en það stafar af hækkun hormóna á morgnana (kortisól og vaxtarhormón) sem minnkar næmi líkamans fyrir áhrifum insúlíns.

Lausnir

1. Mikilvægt er ganga úr skugga um blóðsykur í lagi fyrir svefninn.

2. Ef blóðsykur er í lagi fyrir svefninn en of hár þegar vaknað er gæti þurft auka við grunninsúlínið eða skipta  yfir í enn langvirkara grunninsúlín

3. Dögunarfyrirbærið getur reynst erfitt meðhöndla með pennameðferð og ef raunin er gæti insúlíndæla verið betri kostur.  

Að stilla grunninsúlínFlestir þurfa um það bil 50% af heildarskammti sólarhringsins sem grunninsúlín og 50% með máltíðum.

Eldri insúlín (Lantus og Levemir) eru í mörgum tilfellum hætt virka áður en 24 tímar eru liðnir og er því nauðsynlegt fyrir suma vera á tvískiptum skömmtum. Tresiba og Toujeo eru nýrri insúlín sem virka mun lengur og er því óþarfi skipta þeim í tvær gjafir

Hvernig get ég ákvarðað hvort grunnskammtur er réttur?

Besta leiðin til ákvarða grunn er fasta eða borða máltíðir án kolvetna. Með því fasta þarf ekkert máltíðarinsúlín. Í dæminu hér fyrir ofan hefur einstaklingurinn borðað kolvetnalausa máltíð morgni.

Svarta línan sýnir hvað gerist ef grunninsúlín  er rétt ákvarðað - blóðsykur er jafn.

Rauða línan sýnir hvað gerist ef of mikið grunninsúlín er notað  - blóðsykur lækkar.

Bláa línan sýnir hvað gerist ef of lítið grunninsúlín er notað  - blóðsykur hækkar.

Þú getur einnig fastað eða borðað kolvetnalausar máltíðir um hádegi, kaffitíma og kvöldmat til sjá hvernig blóðsykur hagar sér á þessm tímum sólarhringsins. Hægt er gera þessar tilraunir á nokkrum dögum til þess fastan verði ekki of löng í einu.

Hvaða breytingar er hægt gera?

Ef blóðsykur lækkar eftir kolvetnalausa máltíð eða á meðan  á föstu stendur þarf minnka grunninsúlín.
Ef blóðsykur hækkar eftir kolvetnalausa máltíð eða á meðan á föstu stendur þarf auka grunninsúlín.
Ef skipta þarf skömmtum grunninsúlíns í tvær gjafir á sólarhring gæti hjálpað skipta um og insúlín með lengri virkni.
Þegar farið er í líkamsrækt verður taka tillit til þess varðandi insúlíngjafir því meiri hætta er á blóðsykurföllum eftir æfingu.

Að gefa réttan skammt með máltíðumBesta leiðin til stilla saman máltíð og insúlínskammt er telja kolvetni.  Við leggjum ríka áherslu á þú kynnir þér og lærir kolvetnatalningu ef þú hefur ekki tileinkað þér hana þegar. Hægt er aðstoð við kolvetnatalningu hjá næringarfræðingi á göngudeild sykursýki.

stilla skammtahvaða þættir eru mikilvægir?


-
Með tímanum öðlast fólk reynslu í meta kolvetnainnihald matvæla sem það borðar oftast. Í þessu sambandi gildir máltækið æfingin skapar meistarann. Hjálpleg smáforrit í farsíma eru til dæmis Carbs and Cals og MyFitnessPal.

-Kolvetnahlutfall (hve mikið insúlín þarf með  máltíðum) er mjög mismunandi milli einstaklinga og reyndar hjá sama einstaklingi á mismunandi tímum sólarhringsins. Gróft mat á kolvetnahlutfalli er finna í viðauka aftast í þessu hefti. Þetta hlutfall getur einnig breyst eftir því sem tíminn líður og er því mikilvægt fara yfir stillingar öðru hvoru.

-Tímasetning máltíðarinsúlíns getur verið mikilvæg en  vikið er því í skrefi  5.

Er ég gefa réttan skammt?


-
Það fyrsta sem þarf gera er ganga úr skugga um grunninsúlín rétt (þrep 3).

Mældu blóðsykur fyrir máltíð og tveimur klukkustundum eftir borðað er.

-Ef blóðsykur er hærri en 10 mmól/L tveimur tímum eftir máltíð þarf skoða kolvetnahlutfall og gefa meira insúlín með máltíðinni. Tveimur tímum eftir máltíð ætti blóðsykur vera orðinn svipaður og áður en borðað var.  

-Ef blóðsykur er hár tveimur tímum eftir máltíð en lækkar svo niður fyrir markmið 4 til 5 tímum síðar getur það verið merki um máltíðarinsúlínið gefið of seint þ.e lengri tími þurfi líða frá insúlíngjöf þar til borðað er

Að tímasetja insúlíngjafir réttÞrátt fyrir að insúlín eins og Novorapid, Humalog og Apidra séu hraðvirk, getur tekið um 30 mínútur fyrir þau að byrja að virka. Þetta getur þýtt að kolvetnaríkar máltíðir geta hækkað blóðsykur mikið áður en insúlínið fer að virka sé það ekki gefið í tíma.  Á hinn bóginn geta máltíðir sem innihalda mikið af fitu (pizzur og annar skyndibiti ) tafið hækkun blóðsykurs en leitt til þess að blóðsykur getur hækkað löngu eftir máltíðina.

Tímasetning getur einnig skipt verulegu máli þegar grunninsúlínið er gefiðLantus og Levemir geta verið hætt virka áður en 24 klukkustundir eru liðnar en þá hækkar blóðsykur undir morgun og er of hár þegar vaknað er. Þá er skynsamlegt skipta skammtinum upp í tvö skipti á dag eða skipta yfir á nýrri grunninsúlín.

Tímasetningar

Eins og sést hér getur verið varasamt gera breytingar byggðar á einni mælingu. Ef blóðsykur hefði eingöngu verið mældur fyrir hádegismatinn hefði verið hægt draga þá ályktun morgunskammturinn væri of stór. Hér gæti þurft minna insúlín en lykilatriðið þarna er tímasetja insúlíngjöfina með morgunmatnum betur til dæmis 15-20 mín áður en borðað er.

Með síðbúna toppinn sem kemur fyrir áhrif kolvetna- og fituríkrar fæðu gæti viðkomandi haldið of lítill skammtur hafi verið gefinn með hádegismatnumHér er því varasamt hækka insúlínskammtinn byggðan á gildinu fyrir kvöldmatinn. Betra er horfa á tímasetningar og gefa sér jafnvel lítinn skammt af máltíðarinsúlíni klukkan 15 til koma í veg fyrir toppinn um 17. Máltíðarinsúlín sem gefið er kl 12 er búið kl. 16 og getur því ekki hjálpað með toppinn kl 17. 

Að velja réttan leiðréttingarstuðul og ofnota hann ekkiLeiðréttingarstuðull (eða insúlín næmi) er mikilvægur þáttur til stjórna blóðsykrinum. Helsti ávinningur þess mæla blóðsykur með reglulegu millibili er geta leiðrétt of háan sykur fyrir máltíðir og í stöku tilfellum milli mála. Ef alltaf þarf leiðrétta á svipuðum tíma sólarhringsins ætti reyna leita skýringa á af hverju það þarf frekar en treysta á leiðréttingar. Einnig getur verið erfitt átta sig á mynstri í blóðsykri og því getur verið gagnlegt hætta leiðrétta ef stendur til komast rót vandans sem getur verið of lítið grunninsúlín eða rangur leiðréttingarstuðull.

Leiðréttingarstuðull er mismunandi milli einstaklinga en hann er einnig breytilegur á mismunandi tímum sólarhrings hjá sama einstaklingnum. Gott er miða við   leiðrétta niður í 7 mmól/L og er það gert í dæminu hér neðan.

Hver er minn leiðréttingarstuðull?


Einföld leið til meta leiðréttinguna er:

100 / (heildarnotkun insúlíns á dag (Grunninsúlín og máltíðarinsúlín))

Ef viðkomandi notar um það bil 25 einingar af máltíðarinsúlíni og 25 einingar af grunninsúlíni er heildarnotkunin 50 einingar.

Leiðréttingarstuðull væri því 100/50 = 2

Það þýðir 1 eining insúlíns myndi lækka blóðsykurinn um 2 mmól/L.


Ef blóðsykur er t.a.m. 13mmól/L í hádeginu ætti viðkomandi gefa sér 3 einingar auk máltíðarleiðréttingar til   lækka blóðsykur niður í 7 mmól/L

Hafa þarf í huga insúlínviðnám er mismikið á ólíkum tímum sólarhringsins. Yfirleitt þarf heldur meira insúlín á morgnana því þá er viðnám meira og minna á kvöldin og eftir hreyfingu því þá er viðnámið minna.


Ef vart verður við sykurföll í kjölfar leiðréttinga getur þurft endurskoða þetta hlutfall þannig hver eining jafngildi lækkun upp á 2,5 mmól/L en ef sykur helst áfram hár gæti þurft breyta í átt því hver insúlíneining lækki um 1,5 mmól/L.  

Að meðhöndla blóðsykurföllTil þess koma í veg fyrir blóðsykurföll (undir 3,5 mmól/L) þarf mæla blóðsykur reglulega og gefa viðeigandi insúlínskammta. Hins vegar er ekki óvenjulegt  finna fyrir vægum sykurföllum stöku sinnum en þau er mikilvægt meðhöndla eins fljótt og kostur er.


Ef blóðsykurföll verða alltaf um svipað leyti sólarhringsins er mikilvægt reyna koma í veg fyrir þau. Þau skref sem hafa verið rædd þegar ættu geta varpað ljósi á helstu orsakir blóðsykurfalla.

Hver er besta leiðin til meðhöndla blóðsykurfall?

Besta leiðin til meðhöndla lágan blóðsykur er borða 15-20 g af skjótvirkum kolvetnum til dæmis glúkósatöflur eða banana. Æskilegt er bíða í 15-20 mínútur til þess vita hvort einkennin líði  hjá. Ef ekki, gæti verið gott sér eina brauðsneið til viðbótar. Tilhneigingin er ofleiðrétta lágan blóðsykur og þess vegna er mikilvægt mæla sig eftir um klukkustund til tryggja blóðsykurinn hafi ekki rokið upp úr öllu valdi

Eftir blóðsykurfall

Erfitt getur reynst stjórna blóðsykrinum  eftir blóðsykurfall eins og sést á myndinni hér ofan. Gæta verður því hætta á öðru sykurfalli er meiri sólarhringinn á eftir því fyrstaÁstæðan er líkaminn reynir leiðrétta sykurinn sjálfur. Það gerir hann með því nýta sér forða í vöðvum og lifur. Ef annað sykurfall verður er hætt við forðinn í seinna skiptið lítill. Ágætt er líkja þessu saman við vinda blauta tusku –  í fyrstu kemur svolítið vatn en þegar við vindum í annað sinn er hætt við vatnið búiðMikilvægt er hafa gætur á blóðsykrinum í allt sólarhring eftir blóðsykurfall.

Glúkósatöflur

Í apótekum fást nokkrar tegundir af glúkósatöflum með mismunandi kolvetnainnihaldi. Það er því best kynna sér hve mikið hver tafla inniheldur til borða hvorki og mikið lítið af þeim.

Að stilla insúlíngjafir að hreyfinguÞjálfun er mikilvægur þáttur í góðri sykurstjórn. Hún veitir vellíðan  og viðheldur heilbrigði. Þeir sem æfa reka sig hinsvegar á hætta á blóðsykurföllum eykst en við því er hægt bregðast og því engin ástæða til hræðast æfingar. Margir hafa náð frábærum árangri þrátt fyrir sykursýki af tegund 1. Það getur tekið margar tilraunir insúlínskömmtum, tímasetningum og kolvetnamagni  fyrir æfingar réttum en vegna þess hve misjöfn við erum er ekki hægt segja ein leið virki best.

Undirbúningur

Best er vera á bilinu 5 - 10 mmól/L fyrir æfingu.

Ef æfingin er styttri en 45 mínútur:

- Borðaðu 20 - 30 g af kolvetnum ef blóðsykur er lægri en 7 mmól/L.

- Borðaðu 10 - 20 g af kolvetnum ef blóðsykur er á milli 7 og 10 mmól/L.

-Ef blóðsykur er á bilinu 10 til 13 mmól/L þarf engin auka kolvetni.

-Ef blóðsykur er hærri en 13 mmól/L ætti íhuga fresta æfingu þar til blóðsykur byrjar lækka því hætta er á ketónablóðsýringu (e. ketoacidosis).

Ef æfingin er lengri en 45 mínútur þarf  draga úr máltíðarinsúlíni um 30-50% fyrir æfingu.

Auk þess gæti þurft draga úr grunni um allt 50%. Minnkun insúlíns í tengslum við hreyfingu er mjög persónubundin og eru leiðbeiningarnar hér ofan eingöngu til viðmiðunar.

Hér er lykilatriði prófa sig áfram því engir tveir eru eins.

Á meðan æfingu stendur

Það fer eftir lengd æfingar og hversu erfið hún er hve mikið þarf borða af kolvetnum á meðan á æfingu stendur.  (Sjá viðauka 3 til sérstakar ráðleggingar um auka kolvetni).

Eftir æfingu

Grunninsúlín getur þurft lækka um 10-20% nóttina eftir æfingu. Þetta er auðveldara gera ef þú ert á tveimur skömmtum af grunninsúlíni á sólarhringNauðsynlegt getur verið viðbótar kolvetni fyrir nóttina til líkaminn geti fyllt á birgðir í vöðvum og lifur án þess þú fáir blóðsykurfall um nóttina.

Að fara yfir mynstur í blóðsykurmælingumReglulegar mælingar tengjast betri blóðsykurstjórn. er hægt hlaða gögnum niður úr flestum blóðsykurmælum en auk þess eru til síritar sem auðvelda lífið enn frekar. Notendur insúlíndæla eru hvattir til setja upp CARELINK aðgang þar sem á einfaldan hátt er hægt sækja mælingar úr sykurnema og blóðsykurmæli. Þegar búið er hlaða niður er hægt skoða það mynstur sem kemur upp eins og á myndunum hér ofan og gera breytingar ef þarf. Ef þetta er gert með reglulegu millibili til dæmis vikulega verður auðveldara gera smávægilegar breytingar og bera saman mismunandi niðurstöður til sjá hverju breytingar skila. Þessi gögn er hægt senda til göngudeildar eða þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem þú hefur getað leitað til hingað til vegna sykursýkinnar.

 

 

 

 

Dælumeðferð

Að koma í veg fyrir blóðsykurföll að næturlagiBlóðsykurföll næturlagi eru óæskileg af nokkrum ástæðum

-Það er erfiðara átta sig á þeim en á daginn.

-Ef þau eru algeng geta einkenni þeirra minnkað og loks horfið.

-Þau geta orsakað blóðsykurhækkun undir morgun og eftir morgunmatinn.

Þú getur í raun ekki útilokað blóðsykurfall nema með því að vakna og mæla blóðsykurinn kl 03:00 í nokkur skipti.  Blóðsykurinn getur verið eðlilegur þegar þú vaknar morgni þrátt fyrir hann hafi verið lágur um nóttina. Gagnlegt er athuga þetta af og til.

Hvað veldur blóðsykurfalli næturlagi? Algengustu orsakir:

-Of stórir skammtar af grunninsúlíni (basal)

-Líkamsrækt um daginn án þess bæta sér upp kolvetni eða nota tímabundinn grunn í dælu.

-Áfengi. Alkóhólið í áfengum drykkjum stöðvar framleiðslu glúkósa í lifrinnisem alla jafna viðheldur blóðsykri næturlagi.

Hvernig er hægt bregðast við?

Ef þú lækkar alltaf í blóðsykri næturlagi þarftu ef til vill minnka næturgrunninn af insúlíni. Til byrja með væri gott minnka insúlíngjöf um 10%. Þetta þýðir ef þú notar 1 einingu á klukkustund ættirðu lækka grunnin niður í 0,9 einingar á klukkustund. Gefðu nýrri stillingu alltaf nokkra daga áður en þú breytir aftur.

Eftir æfingar gætir þú þurft setja inn tímabundinn grunn. Ágætt er byrja á minnka grunninn um 20-30% . Athugið það tekur 1 -1,5 klukkustund fyrir breytingar á grunni skila sér.

Ef þú neytir áfengis  er gagnlegt nota tímabundinn grunn og borða eitthvað sem inniheldur kolvetni áður en þú sofnar.


Að ná markmiðum í sykurstjórn á morgnana hefja daginn með háan blóðsykur gerir það verkum erfiðara er markmiðum sínum en ef sykurinn í lagi morgni. Ef  fyrsta markmið er koma í veg fyrir blóðsykurföll næturlagi ætti annað markmið vera gott blóðsykurgildi morgni.

Hvað orsakar háan blóðsykur morgni?

Bláa línan í myndinni hér ofan er dæmi um einhvern sem fer sofa með of háan blóðsykur (um 10 mmól/L) og vaknar svipaður. Í þessu tilviki þarf skoða hvað var gefið með máltíðinni (bolus) kvöldið áður. Grunninsúlín virðist vera rétt stillt því sykurinn helst jafn yfir nóttina þrátt fyrir sykurinn óþarflega hár.

Rauða línan er dæmi um of lítið grunninsúlín. Blóðsykur er fínn þegar viðkomandi sofnar en hækkar um nóttina.

Dögunarfyrirbæri (e. dawn phenonmenon)  er ástand þar sem blóðsykur hækkar verulega á milli klukkan 03:00 og 07:00. Þetta hefur mismikil áhrif á einstaklinga en það stafar af hækkun hormóna á morgnana (kortisól og vaxtarhormón) sem meðal annars minnkar næmi líkamans fyrir áhrifum insúlíns.

Lausnir:

1. Mikilvægt er ganga úr skugga um að blóðsykur í lagi fyrir svefninn.

2. Ef blóðsykur er í lagi fyrir svefninn en of hár þegar vaknað er gæti þurft auka grunn næturlagi um 10-20%.

3. Dögunarfyrirbærið laga með því auka grunninsúlín klukkan 03:00. Ágætt er byrja á 10% hækkun á þessum tímapunkti.

Að stilla grunninsúlín (basal)Þumalfingursregla er að flestir þurfa um 40-50% af insúlíni í grunn (basal) og 50-60% sem máltíðarinsúlin (bolus). Ef grunninsúlínskammtur er stærri en þetta gæti þurft að gera breytingar. Þetta er mikilvægt þar sem of mikið grunninsúlín getur aukið matarlyst og átt þátt í þyngdaraukningu. Of stór grunnskammtur getur líka aukið hættu á blóðsykurföllum.

Hvernig get ég ákvarðað hvort grunnskammtur er réttur?
Besta leiðin til að prófa þetta er að fasta eða borða máltíð án kolvetna. Með því að fasta þarf ekkert máltíðarinsúlín. Í dæminu hér fyrir ofan hefur einstaklingurinn borðað kolvetnalausa máltíð í morgunmat.

Svarta línan sýnir hvað gerist ef grunninsúlín stillingar eru réttar - Blóðsykur er jafn.
Rauða línan sýnir hvað gerist ef of mikið grunninsúlín er notað - Blóðsykur lækkar.
Bláa línan sýnir hvað gerist ef of lítið grunninsúlín er notað - Blóðsykur hækkar.

Þú getur einnig fastað eða borðað kolvetnalausar máltíðir um hádegi, kaffitíma og kvöldmat til að sjá hvernig blóðsykur hagar sér á þessum tímum sólarhringsins. Hægt er að gera þessar tilraunir á nokkrum dögum til þess að fastan verði ekki of löng í einu.


Hvaða breytingar er hægt að gera?
Ef blóðsykur fellur eftir máltíð án kolvetna (eða ef þú ert fastandi) ætti að prófa að lækka grunninsúlínskammt um 10% til að byrja með.

Ef blóðsykur hækkar eftir máltíð án kolvetna (eða ef þú ert fastandi) ætti að prófa að auka grunninsúlínskammt um 10% til að byrja með. 

Tímabundinn grunnur
Með dælunni er hægt að stilla inn tímabundinn grunn. Þetta getur verið gagnlegt í tengslum við hreyfingu, veikindi, streitu og hjá sumum konum fyrir blæðingar. Hægt er að stilla inn mismunandi grunnmynstur fyrir vinnudaga og helgar til að halda sem jöfnustum blóðsykri. Verulegur munur getur verið á insúlínþörf eftir því hvort um er að ræða virka daga eða helgar. 

Sjá viðauka 1 en þar eru hugmyndir að kolvetnalausum máltíðum.

Tímabundið markmið (e. temporary target)
Í nýjustu gerð insúlíndæla er gervigreind. Grunnurinn tekur stöðugum breytingum því nýjar upplýsingar berast til dælunnar frá sykurnemanum á 5. mínútna fresti. Þetta kerfi vinnur stöðugt að því að finna bestu lausn varðandi sykurstjórn.

Þó er hægt að velja tímabundið markmið en með því hægt að hækka það gildi sem dælan reynir að ná í 8,3 mmól/l í stað 6,7 mmól/l. Þetta er gott að gera áður en farið á æfingu af einhverju tagi.

Við veikindi á þessi dæla að geta mætt aukinni insúlínþörf án inngrips frá einstaklingum sjálfum

 

Að gefa réttan skammt með máltíðum (bolus)Besta leiðin til stilla saman máltíð og insúlínskammt er að telja kolvetni. Við leggjum ríka áherslu á að þú kynnir þér og lærir kolvetnatalningu ef þú hefur ekki tileinkað þér hana nú þegar. Hægt er að fá aðstoð við kolvetnatalningu hjá næringarfræðingi á innkirtladeild.


Að stilla skammta – hvaða þættir eru mikilvægir?

-Með tímanum öðlast fólk reynslu í að meta kolvetnainnihald matvæla sem það borðar oftast. Í þessu sambandi gildir máltækið æfingin skapar meistarann. Hjálpleg smáforrit í farsíma eru til dæmis Carbs and Cals og MyFitnessPal.

-Kolvetnahlutfall (hve mikið insúlín þarf með máltíðum) er mjög mismunandi milli einstaklinga og reyndar hjá sama einstaklingi á mismunandi tímum sólarhringsins. Gróft mat á kolvetnahlutfalli er að finna í viðauka aftast í þessu hefti. Þetta hlutfall getur einnig breyst eftir því sem tíminn líður og er því mikilvægt að fara yfir stillingar öðru hvoru.

-Tímasetning máltíðarinsúlíns getur verið mikilvæg en aftur er vikið að því í skrefi 5.


Er ég að gefa réttan skammt?
-Það fyrsta sem þarf að gera er að ganga úr skugga um að grunninsúlín sé rétt (þrep 3). Mældu blóðsykur fyrir máltíð og tveimur klukkustundum eftir að borðað er.

-Ef blóðsykur er hærri en 10 mmól/L tveimur tímum eftir máltíðina getur þurft að breyta kolvetnahlutfallinu og gefa þar af leiðandi meira insúlín. Tveimur tímum eftir máltíð ætti blóðsykur aftur að vera orðin svipaður og áður en borðað var.
 
-Ef blóðsykur er lægri 2 tímum eftir máltíðina en hann var fyrir hana getur verið nauðsynlegt að breyta hlutfallinu og minnka insúlínskammtinn þar með. Þú gætir byrjað á að breyta hlutfallinu í smáum skrefum.

Dæmi: Ef hlutfallið er 1:15 (einingar/grömm kolvetna) og blóðsykur er of hár eftir máltíð gætir þú breytt hlutfallinu í 1:12.

Ef blóðsykur er hár eftir tvo tíma en lækkar svo næstu 4-5 klukkustundir getur það þýtt að skoða þurfi tímasetningu máltíðarinsúlínsins það er að máltíðarinsúlínið þurfi að gefa enn fyrr (20-30 mín fyrir máltíð).

Að tímasetja máltíðarinsúlín og velja skammtaform

Þrátt fyrir að insúlín eins og Novorapid, Humalog og Apidra séu hraðvirk, getur tekið þau um 30 mínútur að byrja að virka jafnvel þótt þau séu gefin með dælu. Þetta getur þýtt að kolvetnaríkar máltíðir geta hækkað blóðsykur mikið áður en insúlínið fer að virka sé það ekki gefið í tíma. Á hinn bóginn geta máltíðir sem innihalda mikið af fitu (pizzur og annar skyndibiti) tafið hækkun blóðsykurs en leitt til þess að blóðsykur getur hækkað löngu eftir máltíðina. Fiasp er nýjasta hraðvirka insúlínið. Yfirleitt ætti að nægja að gefa það 0-5 mín fyrir máltíð. Um fitu- og kolvetnaríkar máltíðir gildir þó það sama. Sykurinn getur farið af stað löngu eftir að borðað er.

Tímasetning máltíðarinsúlíns

Þegar blóðsykur er mældur 2 klukkustundum eftir máltíð, og aftur fyrir næstu máltíð, gefur það góða vísbendingu um hvort máltíðarleiðréttingin hafi virkað eins og til var ætlast. Það er gagnlegt að huga að því hvernig máltíðin sem við ætlum að borða er samsett.

 Í dæminu hér að ofan hefur blóðsykur hækkað hratt eftir kolvetnaríkan morgunverð og afleiðingin er mikil hækkun. Á línuritinu sést líka hvernig blóðsykur hækkar seint að deginum eftir fituríkan hádegisverð. Það gerist vegna þess að fitan tefur fyrir frásogi kolvetna.

Með því að mæla blóðsykur eingöngu rétt fyrir hádegið í tilfelli sem þessu, væri ályktunin ef til vill sú að þú ættir að gefa minna insúlín með morgunmatnum, sem væri ekki rétt. Ef máltíð ar skammtur inn væri gefinn fyrr er líklegt að sykurinn hefði ekki hækkað strax eftir morgunmatinn. Því getur tímasetningin verið alveg jafn mikilvæg og réttur skammtur af insúlíni.

Á sama hátt með því að mæla blóðsykur bara fyrir kvöldmatinn gætirðu dregið þá ályktun að þú þyrftir meira insúlín með hádegismatnum en það myndi líklega leiða til blóðsykurfalls seinni partinn. Þarna gegnir tímasetning lykilhlutverki líka.


Mismunandi skammtaform máltíðarinsúlíns

Insúlíndælur geta skammtað insúlín með máltíðum á mismunandi hátt. Allt í einu, hluta strax og hluta á lengri tíma og svo framvegis. Meta þarf hvað er rétt í hvert skipti. Skynsamlegt getur reynst að skipta máltíðarinsúlíni upp og gefa það á lengri tíma einkum ef um fituríkar máltíðir er að ræða.

Í nýjustu gerð insúlíndæla eins og stuttlega hefur verið fjallað um hér að ofan gildir þetta þó ekki. Ekki er hægt að skipta skömmtum upp yfir lengri tímabil því reikniforritið í dælunni á að ráða við minniháttar flökt af völdum máltíða.

Það skiptir samt máli að halda áfram að fylgjast vel með einkum ef máltíðir eru fitu og kolvetnaríkar því blóðsykurhækkunin getur komið eftir 2-3 tíma og þá ræður dælan ekki við hækkunina. Þá er nauðsynlegt að gefa sér leiðréttingu.

Að velja réttan leiðréttingarstuðul og ofnota hann ekkiLeiðréttingarstuðull (eða insúlín næmi) er mikilvægur þáttur til stjórna blóðsykrinum. Helsti ávinningur þess mæla blóðsykur með reglulegu millibili er geta leiðrétt of háan sykur fyrir máltíðir og í stöku tilfellum milli mála. Ef alltaf þarf leiðrétta á svipuðum tíma sólarhringsins ætti reyna leita skýringa á af hverju það þarf frekar en treysta á leiðréttingar. Einnig getur verið erfitt átta sig á mynstri í blóðsykri og því getur verið gagnlegt hætta leiðrétta ef stendur til komast rót vandans sem getur verið of lítið grunninsúlín eða rangur leiðréttingarstuðull.


Hver er minn leiðréttingarstuðull?


Einföld leið til meta leiðréttinguna er:


 100 / (
heildarnotkun insúlíns á dag (Grunninsúlín og máltíðarinsúlín))


Ef viðkomandi notar um það bil 25 einingar af máltíðarinsúlíni (bolus) og 25 einingar af grunninsúlíni (basal) er heildarnotkunin 50 einingar.


Leiðréttingarstuðull væri því 100/50 = 2

Það þýðir 1 eining insúlíns myndi lækka blóðsykurinn um 2 mmól/L.


Ef blóðsykur er t.a.m. 13mmól/L í hádeginu ætti viðkomandi gefa sér 3 einingar auk máltíðarleiðréttingar til   lækka blóðsykur niður í 7 mmól/L


Ef vart verður við sykurföll í kjölfar leiðréttinga getur þurft breyta þessum stillingum þannig hver eining jafngildi lækkun upp á 2,5 mmól/L en ef sykur helst áfram hár gæti þurft breyta í átt því hver insúlíneining lækki um 1,5 mmól/L en þannig gæfi dælan meira insúlín.

Notkun Bolus Wizard gerir dælunni kleift taka tillit til þess hve mikið virkt insúlín er enn til staðar í líkamanum en það hjálpar mjög þegar ákvarða á leiðréttingarskammtinn.

Til þess koma í veg fyrir blóðsykurföll (undir 3,5 mmól/L) þarf mæla blóðsykur reglulega og gefa viðeigandi insúlínskammta. Hins vegar er ekki óvenjulegt finna fyrir vægum sykurföllum stöku sinnum en þau er mikilvægt meðhöndla eins fljótt og kostur er.Að meðhöndla blóðsykurföll


Ef blóðsykurföll verða alltaf um svipað leyti sólarhringsins er mikilvægt reyna koma í veg fyrir þau. Þau skref sem hafa verið rædd þegar ættu geta varpað ljósi á helstu orsakir blóðsykurfalla.


Hver er besta leiðin til meðhöndla blóðsykursfall?

Besta leiðin til meðhöndla lágan blóðsykur er borða 15-20 g af skjótvirkum kolvetnum til dæmis glúkósatöflur eða banana. Æskilegt er bíða í 15-20 mínútur til þess vita hvort einkennin líði hjá. Ef ekki, gæti verið gott sér eina brauðsneið til viðbótar. Tilhneigingin er ofleiðrétta lágan blóðsykur og þess vegna er mikilvægt mæla sig eftir um klukkustund til tryggja blóðsykurinn hafi ekki rokið upp úr öllu valdi.

Eftir blóðsykurfall

Erfitt getur reynst stjórna blóðsykrinum  eftir blóðsykurfall eins og sést á myndinni hér ofan og gæta verður því hætta á öðru sykurfalli er meiri sólarhringinn á eftir því fyrstaÁstæðan fyrir því, hætta á öðru sykurfalli er meiri, er líkaminn reynir leiðrétta sykurinn sjálfur. Það gerir hann með því nýta sér forða í vöðvum og lifur. Ef annað sykurfall verður er hætt við því forðinn lítill. Ágætt er líkja þessu saman við vinda blauta tusku –  í fyrstu kemur svolítið vatn en þegar við vindum í annað sinn er hætt við vatnið búiðMikilvægt er hafa gætur á blóðsykrinum í allt sólarhring eftir blóðsykurfall.

Glúkósatöflur

Í apótekum fást nokkrar tegundir af glúkósatöflum með mismunandi kolvetnainnihaldi. Það er því best kynna sér hve mikið hver tafla inniheldur til borða hvorki og mikið lítið af þeim

Að stilla insúlíngjafir og hreyfinguÞjálfun er afar mikilvægur þáttur í góðri sykurstjórn. Hún veitir vellíðan og viðheldur heilbrigði. Þeir sem æfa reka sig hinsvegar á hætta á blóðsykurföllum eykst en við því er hægt bregðast og engin ástæða til hræðast æfingar. Margir hafa náð frábærum árangri þrátt fyrir sykursýki af tegund 1. Það getur tekið margar tilraunir insúlínskömmtum, tímasetningum og kolvetnamagni  fyrir æfingar réttum en vegna þess hve misjöfn við erum er ekki hægt segja einleið virki best.

Undirbúningur

Best er vera á bilinu 5 - 10 mmól/L fyrir æfingu.

Ef æfingin er styttri en 45 mínútur:

- Borðaðu 20 - 30 g af kolvetnum ef blóðsykur er lægri en 7 mmól/L.

- Borðaðu 10 - 20 g af kolvetnum ef blóðsykur er á milli 7 og 10 mmól/L.

Ef blóðsykur er á bilinu 10 til 13 mmól/L þarf engin auka kolvetni.

Ef blóðsykur er hærri en 13 mmól/L ætti íhuga fresta hreyfingu þar til blóðsykur byrjar lækka vegna aukinnar hættu á ketónablóðsýringu (e. ketoacidosis).

Ef æfingin er lengri en 45 mínútur þarf  lækka grunn- og máltíðarinsúlín um 30-50% fyrir æfinguna.

Hér er lykilatriði prófa sig áfram því engir tveir eru eins.

Ef þú dregur úr grunninsúlíni (temporary basal) er best draga úr því 1 - 2 klukkustundum fyrir æfingu.

Á meðan á æfingu stendur

Það fer eftir lengd æfingar og hversu erfið hún er hve mikið þarf borða af kolvetnum á meðan á æfingunni stendur.  (Sjá viðauka 3 til sérstakar ráðleggingar um auka kolvetni).

Eftir æfingu

Grunninsúlín getur þurft lækka um 20-30% nóttina eftir æfingu. Nauðsynlegt getur verið sér viðbótar kolvetni fyrir nóttina til líkaminn geti fyllt á birgðir í vöðvum og lifur án þess þú fáir blóðsykurfall um nóttina.

Að fara yfir mynstur í blóðsykurmælingumMeð reglulegum mælingum næst betri stjórn á blóðsykri. er hægt hlaða gögnum úr flestum blóðsykurmælum inní tölvu eða snjalltæki en auk þess eru til síritar sem auðvelda lífið enn frekar. Notendur insúlíndæla eru hvattir til setja upp CARELINK aðgang þar sem á einfaldan hátt er hægt sækja mælingar úr sykurnema og blóðsykurmæli. Síðan er hægt skoða það mynstur sem kemur upp eins og á myndunum hér ofan, og gera breytingar ef þarf. Ef þetta er gert með reglulegu millibili, til dæmis vikulega , verður auðveldara gera smávægilegar breytingar og bera saman mismunandi niðurstöður til sjá hverju breytingar skila. Þessi gögn er hægt senda til göngudeildar eða þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem þú hefur getað leitað til vegna sykursýkinnar.

 

 

Áhrif sykursýki á augað

Sykursýki getur haft margvísleg áhrif á augað. Alvarlegasti augnsjúkdómurinn sem sykursýki orsakar tengist sjónhimnunni og þá sérstaklega æðunum sem liggja um hana. Breytingar sem verða á augnbotnum vegna sykursýki eru flokkaðar í þrjú stig: Almennar breytingar, breytingar á gula blettinum og nýæðamyndun. Önnur einkenni vegna sykursýki getur verið tímabundið óskýr sjón sem getur komið fram hvenær sem er ef blóðsykur hækkar um of. Tímabundið óskýr sjón stafar af vökvasöfnun í augasteini vegna skyndilegrar hækkunar á blóðsykri. Þessi breyting á sjón hverfur án meðferðar fljótlega eftir að tekist hefur að ná stjórn á blóðsykrinum. 

Skýmyndun á augasteini veldur því að sjónin verður óskýr vegna þess að ljós kemst illa gegnum matta linsuna inn að augnbotni. Þetta er mjög algengur augnsjúkdómur sem kemur fram og ágerist eftir því sem fólk eldist. Þeir sem eru með sykursýki eru oftast yngri þegar þeir þróa með sér skýmyndun á augasteini en þeir sem ekki eru með sykursýki. Meðferð við skýmyndun á augasteini er augasteinsskipti þar sem skýjaða linsan er fjarlægð og í staðinn sett sílíkonlinsa sem hjálpar auganu að ná fókus.
Ef blóðsykurstjórn er ásættanleg minnkar hættan á sjóntapi. Þetta eru þeir meginþættir sem nokkuð auðveldlega er hægt að hafa áhrif á til að lágmarka sjóntap af völdum sykursýki.

Mikilvægi augnskoðana

Mikilvægt er að fara reglulega í augnskoðun svo hægt sé að fylgjast með breytingum á sjónhimnu og öðrum hlutum augans. Þó einstaklingur sé með sykursýki þarf það ekki endilega að þýða að viðkomandi verði fyrir sjóntapi . Ef blóðsykur- og blóðþrýstistjórn er góð eru minni líkur á augnvandamálum. Oftast er hægt að koma í veg fyrir verulegt sjóntap af völdum sykursýki ef farið er reglulega í augnskoðun og viðeigandi læknisaðgerðir framkvæmdar þegar á þarf að halda.

Frekari upplýsingar um augnsjúkdóma tengda sykursýki (pdf)

Að stilla insúlíngjafir að hreyfingu  Blóðsykurstjórn hjá einstaklingum með sykursýki tegund 1 - pennameðferðÞjálfun er mikilvægur þáttur í góðri sykurstjórn. Hún veitir vellíðan  og viðheldur heilbrigði. Þeir sem æfa reka sig hinsvegar á hætta á blóðsykurföllum eykst en við því er hægt bregðast og því engin ástæða til hræðast æfingar. Margir hafa náð frábærum árangri þrátt fyrir sykursýki af tegund 1. Það getur tekið margar tilraunir insúlínskömmtum, tímasetningum og kolvetnamagni  fyrir æfingar réttum en vegna þess hve misjöfn við erum er ekki hægt segja ein leið virki best.

Undirbúningur

Best er vera á bilinu 5 - 10 mmól/L fyrir æfingu.

Ef æfingin er styttri en 45 mínútur:

- Borðaðu 20 - 30 g af kolvetnum ef blóðsykur er lægri en 7 mmól/L.

- Borðaðu 10 - 20 g af kolvetnum ef blóðsykur er á milli 7 og 10 mmól/L.

-Ef blóðsykur er á bilinu 10 til 13 mmól/L þarf engin auka kolvetni.

-Ef blóðsykur er hærri en 13 mmól/L ætti íhuga fresta æfingu þar til blóðsykur byrjar lækka því hætta er á ketónablóðsýringu (e. ketoacidosis).

Ef æfingin er lengri en 45 mínútur þarf  draga úr máltíðarinsúlíni um 30-50% fyrir æfingu.

Auk þess gæti þurft draga úr grunni um allt 50%. Minnkun insúlíns í tengslum við hreyfingu er mjög persónubundin og eru leiðbeiningarnar hér ofan eingöngu til viðmiðunar.

Hér er lykilatriði prófa sig áfram því engir tveir eru eins.

Á meðan æfingu stendur

Það fer eftir lengd æfingar og hversu erfið hún er hve mikið þarf borða af kolvetnum á meðan á æfingu stendur.  (Sjá viðauka 3 til sérstakar ráðleggingar um auka kolvetni).

Eftir æfingu

Grunninsúlín getur þurft lækka um 10-20% nóttina eftir æfingu. Þetta er auðveldara gera ef þú ert á tveimur skömmtum af grunninsúlíni á sólarhringNauðsynlegt getur verið viðbótar kolvetni fyrir nóttina til líkaminn geti fyllt á birgðir í vöðvum og lifur án þess þú fáir blóðsykurfall um nóttina.

Ráðleggingar fyrir einstaklinga með sykursýki eru þær sömu og fyrir heilbrigða einstaklinga. Gert er ráð fyrir þolþjálfun í 150 mínútur á viku og styrktarþjálfun tvisvar í viku þar að auki. Best er að skipta þolþjálfuninni niður á 5 daga, 30 mínútur í hvert skipti.
Dagana þar sem æft er þarf að minnka insúlíngjafir. Það er gert með því að draga úr skammti um morgun þ.e. Lantus, Levemir eða Tresiba. Ekki gefa stuttvirkt insúlín ef styttra en 3 tímar eru í æfinguna nema sykurinn sé mjög hár (yfir 15 mmól/l). Enginn einstaklingur er eins og því er ekki hægt að segja með vissu hve mikið þarf að minnka skammtinn. Til að byrja með væri hægt að prófa að minnka langvirka insúlínið um 30% og jafnvel upp í 50% ef æfingin er af mikilli ákefð. Hægt er að hafa samband við göngudeildina ef þetta er vandamál sem kemur niður á íþróttaiðkun.
Mikilvægt er að hafa í handfarangri vottorð frá lækni þar sem fram kemur að þú sért með sykursýki og hvernig hún er meðhöndluð - insúlín, töflur, fæði. Við vopnaleit þarf að gera grein fyrir ástæðu þess að insúlín, GlucaGen, sprautur, nálar, blóðhnífar og insúlíndæla eru í handfarangri.
Þeir sem nota insúlín ættu að ganga á ferðalögum með áletrað MedicAlert armband eða hálsmen .
Hafðu alltaf á þér upplýsingar þar sem fram kemur nafn, aðsetur t.d hótel og sími. Hafðu einnig upplýsingar um aðila s.s. ferðafélaga sem hægt er að hafa samband við ef eitthvað kemur upp á. Ef þú ert ein/n á ferð t.d. í flugi er ráðlegt að láta flugliða vita að þú hafir sykursýki (tegund I). Ef þú ferðast með öðrum láttu að minnsta kosti einn aðila vita að þú hafir sykursýki og alltaf skal upplýsa fararstjóra um sykursýkina og hvernig skuli brugðist við bráðatilvikum

Mundu eftir Tryggingum og kynntu þér upplýsingar um ferðir innan og utan EES hlekkur
Lyf Öll lyf eiga að vera í handfarangri ásamt nálum, blóðsykurmæli og fylgihlutum hans
Þeir sem eru með tegund 2 sykursýki og nota langvirkt insúlín, en ekki hrað- virkt insúlín, ættu að ræða við meðferðaraðila hvort ástæða sé til að hafa það meðferðis sem viðbótarlyf í séstökum tilfellum.

Ferðalög og sykursýki (pdf) þar er einnig að finna Gátlista yfir atriði sem þarf að hafa í huga 

Líkaminn verður smám saman næmari fyrir insúlíni á meðgöngunni. Búast má við að insúlínþörf tvöfaldist og jafnvel þrefaldast á meðgöngu. Fyrstu vikur meðgöngu dregur úr insúlínþörf hjá öllum verðandi mæðrum. Því eru auknar líkur á blóðsykurföllum hjá konum með sykursýki tegund 1. Mikilvægt er að mæla sig reglulega og jafnvel oftar en venjulega. Á öðrum þriðjungi meðgöngu eykst insúlínþörf líkamans og enn meiri aukning getur verið á þriðja þriðjungi meðgöngunnar. Því er afar mikilvægt að þú fylgir þeirri aukningu eftir með því að auka við insúlígjafir þínar og ítarlegu eftirliti á blóðsykurgildum þínum.


Ef þú ert með sykursýki tegund 1 er mikilvægt að draga strax úr insúlíngjöfum eftir fæðingu. Insúlínþörf getur verið um helmingur þess insúlíns sem kona hefur þurft við lok meðgöngu eða jafnvel minna magn en fyrir þungun. Ef þú ert með meðgöngusykursýki sem er meðhöndluð með insúlíni, hættir þú insúlíngjöf í fæðingu í samráði við ljósmóður/lækni.


Ekki setjast undir stýri nema þú hafir mælt blóðsykur og meðhöndlað lágan blóðsykur.

Blóðsykur, matur og hreyfing
Í dag fæða flestar konur með sykursýki heilbrigð börn. Góð blóðsykurstjórnun á meðgöngu er forsenda þess að þú og barnið þitt hafi það sem best. Ef blóðsykurstjórnun er ábótavant eru meiri líkur á því að börn mæðra með sykursýki hafi meðfædda missmíð eða fæðist of þung. Ef blóðsykurstjórnun á meðgöngu er góð dregur það verulega úr líkum á slíkum vandamálum. Hár eða lágur blóðsykur stöku sinnum skaðar ekki barnið. Kjörblóðsykurgildi eru á bilinu 4-6 mmol/L fyrir máltíð og undir 7,8 mmol/L um 1 klst. eftir máltíð. Markmiðið er að langtímablóðsykur, HbA1c, sé undir 6,5%. Hollur matur, reglulegar máltíðir, rétt magn af insúlíni og regluleg hreyfing hjálpar þér að ná markmiðum þínum.

Lágur blóðsykur
Mikilvægt er að mæla blóðsykur oftar þegar verið er að breyta skömmtum á insúlíni. Einkenni lágs blóðsykurs geta verið minni og öðru vísi en fyrir þungun og því er æskilegt að mæla blóðsykur og bregðast við lágum tölum á mælinum. Hafðu ætíð þrúgusykur og Glucagon penna við hendina. Mikilvægt er að einstaklingar í þínu nánasta umhverfi séu upplýstir um sjúkdóminn og þekki einkenni blóðsykursfalls og kunni fyrstu viðbrögð við blóðsykurfalli. Mældu alltaf blóðsykur áður en þú sest undir stýri.

Eftirlit á meðgöngu

Á meðgöngunni er boðið upp á eftirlit í áhættumæðravernd á Landspítalanum. Þar hittir þú sykursýkiteymi sem samanstendur af innkirtlalækni,
fæðingalækni og ljósmóður sem hefur sérþekkingu á sykursýki. Þér stendur til boða næringarráðgjöf og önnur stoðþjónusta í samráði við þína ljósmóður. Við fyrstu komu færðu áætlun um mæðravernd út meðgönguna. Mælt er með að þú farir í augnskoðun við fyrsta tækifæri ef meira en 12 mánuðir eru frá síðustu skoðun. Mælt er með augnskoðun tvisvar á meðgöngunni í samráði við augnlækni

Eftirlit með ómskoðun

Ómskoðun stendur þér til boða gegn gjaldi við 8 vikur til að meta meðgöngulengd og lífvænleika fósturs. Einnig er boðin ómskoðun við 12 vikna meðgöngu til að meta nánar fósturútlit. Hægt er að fara í blóðprufu samhliða ómun við 12 vikna meðgöngu og gera samþætt líkindamat m.t.t ákveðinna litningagalla. Þú færð upplýsingar um þessa skoðun hjá ljósmóður. Við 20 vikna meðgöngu mælum við með ómskoðun til að meta byggingu fósturs, staðsetningu fylgju og legvatnsmagn. Einnig mælum við með fósturhjartaómskoðun hjá barnalækni á sama tíma. Þessi ómskoðun er ykkur að
kostnaðarlausu.

Ómskoðun stendur til boða:

8 vikur – mat á meðgöngulengd og lífvænleika
12 vikur – mat á fósturútliti og samþætt líkindamat – gegn gjaldi.
20 vikur – Mat á byggingu fósturs, fylgjustaðsetningu og legvatnsmagni. Boðið upp á hjataómun hjá barnahjartalækni. Boðið upp á ómskoðun á 2ja-4ra vikna fresti frá
28 vikna meðgöngu til að meta fósturvöxt og legvatnsmagn.


Einnig er boðið upp á eftirlit með fóstri með fósturhjartsláttarsírita tvisvar í viku frá 36. viku meðgöngu

Ef engin önnur frávik eru frá eðlilegu barneignaferli máttu búast við að fæða á hefðbundinn hátt við sem næst fulla meðgöngu. Við mælum með að þú fæðir á Fæðingarvakt Landspítalans. Þegar fæðing er komin af stað er mælt með að þú sért fastandi, settur er upp æðaleggur og þú færð sykurlausn og insúlín í æð. Verkir sem fylgja fæðingu valda oft ógleði og uppköstum með tilheyrandi erfiðleikum við sykurstjórnun auk þess sem betra er að hafa tóman maga ef inngripa er þörf í fæðingunni. Blóðsykur er mældur á klukkustundar fresti og dreypi breytt samkvæmt niðurstöðum. Haldið er áfram með dreypi þar til þú getur farið að borða eftir fæðinguna. Blóðsykurstjórnun er einnig mikilvæg fyrir nýburann. Orka flyst í gegnum fylgju frá móður til barnsins sem svarar aukinni orku með aukinni insúlínseytingu. Því eru auknar líkur á blóðsykurfalli hjá nýbura móður sem er með háan blóðsykur í fæðingu. Við hvetjum þig til að leggja barnið á brjóst eins fljótt og hægt er eftir fæðinguna til að draga úr líkum á blóðsykurfalli hjá nýburanum. Mögulega þarf nýfædda barnið þitt að dvelja á vökudeild til frekaraeftirlits t.d. ef blóðsykur barnsins er lágur.

Þér stendur til boða að dvelja á Meðgöngu- og sængurlegudeild eftir fæðinguna í nokkra daga. Eftir fæðinguna er mikilvægt að þú dragir úr insúlíngjöfum í samráði við innkirtlalækni. Insúlínþörf þín getur verið um helmingur þess insúlíns sem þú þurftir við lok meðgöngu eða jafnvel minna magn en þú gafst þér fyrir þungun. Þegar mjólkurframleiðsla er komin í gang getur verið að þú þurfir að draga enn frekar úr insúlíngjöfum til að koma í veg fyrir blóðsykurföll. Mikilvægt er að undirbúa brjóstagjöf þannig að þú hafir þrúgusykur eða safa til að grípa í ef blóðsykur fellur. Við mælum með að þú haldir blóðsykurgildum þínum örlítið hærri en vanalega á meðan þú ert með barn á brjósti til að forðast sykurföll.

Eftirlit eftir fæðingu

Þegar þú útskrifast frá Meðgöngu- og sængurkvennadeild tekur ungbarnaeftirlit heilsugæslunnar við eftirlit barnsins. Þú ferð í þitt reglulega eftirlit á Göngudeild sykursjúkra, eins og fyrir meðgönguna. Við bjóðum þér að koma í eftirskoðun til ljósmóður/læknis u.þ.b.6-8 vikum eftir fæðingu. Þá færð þú tækifæri til að ræða undirbúning fyrir frekari barneignir í framtíðinni, ræða um getnaðarvarnir og fá svör við spurningum vegna meðgöngunnar sem var að ljúka. Einnig er hægt að taka leghálsstrok vegna krabbameinsleitar. Þú nærð í okkur í síma 543 3253 virka daga milli kl. 08-12 og 13-16

Hvað er meðgöngusykursýki?
Sykursýki sem greinist á meðgöngu er kölluð meðgöngusykursýki. Insúlín er hormón sem er framleitt í brisi og er eitt helsta verkefni þess að nýta orkuna úr fæðunni sem við borðum. Insúlín hvetur frumur til að taka upp sykur (glúkósa) þar sem honum er breytt í orku. Insúlínþörf eykst til muna á meðgöngunni. Þegar kona er með meðgöngusykursýki framleiðir líkaminn ekki nóg af insúlíni til að mæta aukinni insúlínþörf á meðgöngu eða líkaminn nýtir ekki það insúlín sem er til staðar. Orkan/sykurinn kemst þá ekki inn í frumurnar og blóðsykur hækkar. Ástand svipar um margt til sykursýki af tegund 2 og eru áhættuþættir svipaðir. Áhættuþættir fyrir meðgöngusykursýki eru; móðir eldri en 40 ára, offita (LÞS> 30 kg/m²), áður greinst með meðgöngusykursýki, áður fætt þungbura (> 4500g), skert sykurþol fyrir þungun, ættarsaga um sykursýki í fyrsta ættlið og kynþáttur annar en hvítur.

Hvaða áhrif hefur meðgöngusykursýki á móður og barn?
Sykur og önnur næringarefni flyjast til fóstursins um fylgjuna. Ef meðgöngusykursýki er ógreind og/eða ómeðhöndluð vex barnið óeðlilega mikið vegna of mikils framboðs af sykri og öðrum næringarefnum. Eftir fæðinguna getur blóðsykur barnsins lækkað hratt. Slök blóðsykurstjórnun getur auk þess leitt til ýmissa sjúkdóma í nýburum. Lungnaþroski barna er verri og eru börnin þá í aukinni hættu að fá sýkingar. Gagnsemi meðferðar fyrir móður og barn er ótvíræð. Verðandi mæður sem fá meðferð meðgöngusykursýki fá síður meðgöngueitrun og meðgönguháþrýsting en konur með ómeðhöndlaða meðgöngusykursýki. Börn þeirra fá síður axlaklemmu og tíðni fæðinga með keisaraskurði er lægri en meðal ómeðhöndlaðra. Meðhöndlun meðgöngu-sykursýki leiðir til þess að mæðurnar þyngjast minna og börnin verða ekki eins þung við fæðingu. Alvarlegir fylgikvillar barna eru algengari ef móðir er ómeðhöndluð s.s., burðarmálsdauði, axlaklemma, beinbrot og taugaskaði. Börn kvenna sem eru með ómeðhöndlaða meðgöngusykursýki eru líklegri til þess að eiga við offitu að stríða síðar á ævinni og að greinast með sykursýki af tegund 2.

Meðferð
Markmið með meðferð við meðgöngusykursýki er að halda blóðsykri í jafnvægi. Æskilegt er að fastandi blóðsykur sé < 5,8 mmól/L og einni klukkustund eftir máltíð sé blóðsykur < 7,8 mmól/L. Blóðsykurmælingar
gefa til kynna hversu mikil áhrif máltíðir hafa á blóðsykurinn. Fyrsta meðferð við meðgöngusykursýki er fólgin í góðri næringarinntöku og líkamlegri hreyfingu. Dugi það ekki til getur verið þörf á insúlínmeðferð á meðgöngu.

  • Þú færð lánaðan blóðsykurmæli
  • Þú lærir að mæla þig fastandi að morgni og einni klukkustund eftir máltíð: Morgunmat, hádegismat og kvöldmat.
  • Þér og maka þínum stendur til boða sérhæfð fræðsla og ráðleggingar um góða næringu og hreyfingu
  • Þú færð kennslu og fræðslu um notkun insúlíns á meðgöngu

Þyngdaraukning móður með meðgöngusykursýki er háð þyngd móður fyrir þungun.

Hæfileg þyngdaraukning á meðgöngu móður sem gengur með einbura:
Vannærðar (LÞS ≤ 18,5): þyngdaraukning 12,5 - 18 kg
Kjörþyngd (LÞS 18,5-25): þyngdaraukning 11,5 - 16 kg Ofþyngd (LÞS ≥ 25-30): þyngdaraukning 7 - 11,5 kg
Offita (LÞS ≥ 30): þyngdaraukning ≤ 6 kg

Hæfileg þyngdaraukning móður sem gengur með tvíbura:
Vannærðar (LÞS ≤ 18,5): þyngdaraukning áætluð meiri en konu í kjörþyngd
Kjörþyngd (LÞS 18,5-25): þyngdaraukning 16,8 - 24,5 kg
Ofþyngd (LÞS ≥ 25-30): þyngdaraukning 14 - 23 kg
Offita (LÞS ≥ 30): þyngdaraukning um 11 kg

 

Eftirlit með móður
Ef verðandi móðir með greinda meðgöngusykursýki hefur ekki verið á insúlíni á meðgöngu er fylgst með blóðsykri hennar á 2-4 klukkustunda fresti í fæðingunni. Eftir fæðingu hverfa þau hormón sem valda insúlínmótstöðu og ekki er þörf á frekari mælingum á blóðsykri móður. Ef verðandi móðir hefur verið á insúlínmeðferð á meðgöngunni er fylgst náið með blóðsykri í fæðingunni. Mælt er með að verðandi móðir sé fastandi þegar fæðing er komin vel af stað og fær hún þá sykurlausn og insúlín í æð í fæðingunni ef þarf. Eftir fæðinguna er meðferð með insúlíni hætt. Fylgst er með blóðsykri móður í 1-2 daga eftir fæðingu, fastandi og einni klukkustund eftir morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Mæður sem greinst hafa með meðgöngusykursýki eru hvattar til þess að láta fylgjast með blóðsykurgildum sínum a.m.k einu sinni á ári vegna aukinnar hættu á sykursýki tegund 2 síðar á lífsleiðinni.

Eftirlit með barni
Stefnt er að því að börn mæðra með sykursýki dvelji hjá mæðrum sínum eftir fæðingu svo fremi sem þau þarfnist ekki meðferðar sem krefst innlagnar á nýburagjörgæslu (Vökudeild). Mælt er með að þau útskrifist ekki frá sjúkrahúsinu fyrr en a.m.k. sólarhring eftir fæðingu. Mikilvægt er að hefja brjóstagjöf eftir fæðingu eins fljótt og mögulegt er til að draga úr líkum á lágum blóðsykri hjá nýburanum. Ef barn fellur í blóðsykri getur reynst nauðsynlegt að gefa barni þurrmjólk Hafi móðir ekki verið á insúlíni er fylgst með blóðsykri barns í sólahring en hafi móðir þurft insúlín getur verið æskilegt að mæla barn lengur til að fylgja eftir hvernig nýburinn ræður við eigin blóðsykurstjórnun.

Líf eftir meðgöngusykursýki
Það er mikilvægt að viðhalda góðum matarvenjum og hreyfingu. Blóðsykur fer í flestum tilvikum í eðlilegt horf eftir fæðingu. Mælt er með að þú látir fylgjast með blóðsykurgildum þínum árlega hjá heimilislækni vegna hættunnar á að þróa sykursýki síðar á lífsleiðinni. Þú getur haft mikil áhrif á þróun sjúkdóms með góðum og heilbrigðum lífsstíl.

Mikilvægi góðrar næringar og sykursýki
Gott mataræði er ávallt mikilvægt og sérstaklega á meðgöngu. Fjölbreytni og hollusta í fæðuvali getur verið lykillinn af góðri útkomu fyrir móður og barn. Það skiptir máli að borða reglulega, mátulega stórar og fjölbreyttar máltíðir með góðum/hægvirkum kolvetnum.


Upplýsingar um mataræði finnur þú í bæklingnum Meðgöngusykursýki -Hvað á ég að borða sem gefin er út af Landspítalanum.

 

 

 

Skipulag máltíða
Við minnum á að góð næring er mikilvæg á meðgöngu eins og endranær. Stórar máltíðir hækka blóðsykur jafnvel þó að næringarinnihald fæðunnar sé gott. Því er mikilvægt að borða oftar og minna í einu til að draga úr sveiflum í blóðsykri. Þannig er hægt að draga úr líkum á háum “toppum” í blóðsykri. Mikilvægast er að borða reglulega yfir daginn. Þannig dregur þú úr líkunum á að blóðsykurinn verði of lágur milli mála. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir einstaklinga sem eru á insúlínmeðferð við sykursýki. Ekki er hætta á of lágum blóðsykri hjá einstaklingum sem stjórna sykursýki eingöngu með mataræði, þá þarf að gæta þess að blóðsykur verði ekki of hár. Gættu þess að borða fjölbreytt og hollt fæði.

 

 

 

 

 

 

Samkvæmt Alþjóðasamtökum um beinþynningu (International Osteoporosis Foundation) er áhætta á beinbrotum vegna beinþynningar aukin bæði hjá einstaklingum með sykursýki af tegund 1 og tegund 2. Þannig er fólk með tegund 1 í 6,5 falt meiri áhættu að hljóta mjaðmarbrot en heilbrigðir jafnaldrar við 65 aldur. Í tegund 2 er þessi áhætta við 65 ára aldur 2,5 föld meiri en hjá heilbrigðum.

Margir samverkandi þættir verða til þess að áhætta fólks með sykursýki er meiri.  

  • báðum tegundum virðist endurnýjun beinsins vera hægari, efniseiginleikar beinsins og bygging þess breytist. Seinna atriðið hefur einkum verið tengt skemmdum í smá- og hár-æðum sem sjá beininu fyrir næringu úr blóðrásinni.
  • Því lengur sem einstaklingur hefur haft sykursýki þeim mun meiri hætta er á fylgikvillum eins og beinþynningu.
  • Engar ráðleggingar eru til um hvenær ætti að hefja beinverndandi meðferð hjá einstaklingum með sykursýki og það er því alltaf mat þíns læknis hvort og hvenær ætti að vísa í beinþéttnimælingu. Ef þú hefur hins vegar brotnað ákveðnum brotum sem oftar má rekja til beinþynningar er skynsamlegt að gera beinþéttnimælingu
  • Beinþéttnimæling er sársaukalaus mæling sem tekur um hálfa klukkustund. Beinþéttni í lærleggshálsi og mjóbaki er mæld en einnig er spurt um aðra áhættuþætti. Sérfræðilæknir eða heimilislæknir túlkar niðurstöður mælinga og ákveður hvort hefja á frekari beinverndandi meðferð eða ekki.
  • Allir ættu að passa upp á kalk og D-vítamín búskap. Miðað er við 800 mg af kalki á dag og 1000 alþjóðaeiningar af D-vítamíni (1000 IU).

Myndbönd um sykursýki

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?