Leit
Loka

Göngudeild skurðlækninga

Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu.

Deildarstjóri

Sólveig Sverrisdóttir

Banner mynd fyrir Göngudeild skurðlækninga

Hafðu samband

OPIÐ8-16

Göngudeild skurðlækninga - mynd

Hér erum við

Aðalbygging Fossvogur, 3. hæð – B álma.

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu.

Þar fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á vegum háls-, nef- og eyrnalækna, heila- og taugaskurðlækna, lýtalækna og æðaskurðlækninga.

Símanúmer: 543 1000

Í þessu númeri er leyst úr erindum sem varða:

 • Vottorð
 • Lyfseðla
 • Lyfjaendurnýjanir
 • Skilaboð til lækna
 • Upplýsingar um biðlista
 • Upplýsingar um tímapantanir

Ef erindið er annað er gefið samband við deildina.

Þjónustutími:
08:00-16:00 alla virka daga

Á innskriftarmiðstöð á göngudeild skurðlækninga B3 á Landspítala Fossvogi er tekið á móti sjúklingum sem eru á leið í áður fyrirhugaðar aðgerðir.

Þetta eru aðgerðir sem framkvæmdar eru á vegum bæklunarlækna, háls-, nef- og eyrnalækna, lýtalækna, æðaskurðlækna og heila- og taugaskurðlækna.

Hjúkrunarfræðingar taka á móti öllum sjúklingum og halda utan um innskriftir og undirbúning fyrir aðgerðina ásamt því að veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda um það sem er í vændum.

Þar gefa sjúklingar upp þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru og hjúkrunarfræðingar sjá um að samhæfa skoðun og undirbúning frá mismunandi sérgreinum eins og svæfingarlæknum, sjúkraþjálfum, deildarlæknum, iðjuþjálfum og fleirum.

Einnig eru framkvæmdar þær rannsóknir sem nauðsynlegar eru fyrir aðgerð eins og blóðprufur, röntgenmyndir og hjartalínurit ef það á við.

 

Göngudeild æðaskurðlækninga

 • Lilja Þyri Björnsdóttir - móttaka á mánudögum, kl. 9:00-13:00.
 • Elín H. Laxdal - móttaka á miðvikudögum, kl. 12:00-16:00.
 • Karl Logason - móttaka á mánudögum, kl. 10:00-12:00. 

Á göngudeildinni er aðallega hugað að sjúklingum með slagæðasjúkdóma.

 • Viðtal við sjúkling og hefðbundin líkamsskoðun
 • Rannsóknir á æðakerfinu; mældur þrýstingur í útlimum, ómskoðun og álagspróf á göngubretti eftir því sem við á    

Tilvísun frá lækni þarf til að bóka fyrsta tíma.

Senda má rafræna tilvísun eða beiðni um ráðgjöf á viðeigandi æðaskurðlækni gegnum Sögukerfi eða skriflega tilvísun í bréfpósti á skrifstofur æðaskurðlækna C11 á Landspítali Fossvogi.

 • Sjúklingar sem hafa verið hjá tilteknum lækni áður geta bókað tíma beint í síma 543 7390.    

Almennar fyrirspurnir: Hrönn H. Bachmann, læknaritari æðaskurðdeildar, hronnhb@landspitali.is eða í síma 543 7464.

 

 

Opið kl. 8:00-16:00 alla virka daga.

Sáramiðstöð Landspítala er á göngudeild skurðlækninga B3 í Fossvogi.

Sáramiðstöð er þverfagleg starfsemi með aðkomu æðaskurðlækninga, húðlækninga, lýtalækninga, innkirtlalækninga, smitsjúkdómalækninga, bæklunarlækninga, fótaaðgerðafræðings og hjúkrunarfræðinga.

Lögð er áhersla á greiningu og ráðgjöf við meðferð langvinnra sára. Að loknu mati á sáramiðstöð er ákveðið hvort þörf er á frekari meðferð eða eftirfylgd þar.

Tilvísun frá fagaðila þarf til að bóka tíma á sáramiðstöð.

Tilvísandi aðili getur t.d. verið læknir, hjúkrunarfræðingur, fótaaðgerðafræðingur.

Tilvísun til sáramiðstöðvar er að finna í Heilsugátt.

Beiðnum er sinnt eins fljótt og auðið er.

Gera má ráð fyrir bið í allt að þrjár vikur ef beiðni er ekki metin brýn.

Æðaflækjuteymi

Þjónustutími:  Móttaka á 6 til 8 vikna fresti, eftir samkomulagi.    

Æðaflækjuteymi Landspítala er þverfaglegt með aðkomu æðaskurðlækna, ífarandi röntgenlækna, lýtalækna, handarskurðlækna, háls-, nef- og eyrnaskurðlækna, barnabæklunarlækna auk annarra eftir því sem við á.  

Teymið skoðar myndrannsóknir fyrirfram og ræðir svo við og skoðar sjúkling saman.  T

eymið veitir ráð um meðferð, gerir beiðnir fyrir hjálpartæki ef við á og ákvarðar þörf fyrir eftirfylgd.

Tilvísun frá lækni þarf til að bóka tíma hjá æðaflækjuteymi og er tilvísun beint til umsjónarmanns teymisins sem er Eyrún Ó. Guðjónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur tölvupóstur á eyrunosk@landspitali.is

Senda má rafræna tilvísun eða beiðni um ráðgjöf gegnum Sögukerfi, eða senda skriflega tilvísun í bréfpósti á Æðaflækjuteymi, B3, Landspítali Fossvogi.  

 
 

Sjúklingafræðsla