Leit
Loka

Göngudeild þvagfæra

Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónustu við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu.

Deildarstjóri

Hrafnhildur Baldursdóttir

Yfirlæknir

Eiríkur Jónsson

Banner mynd fyrir Göngudeild þvagfæra

Hafðu samband

OPIÐ8-16

8-12 á föstudögum

Göngudeild þvagfæra - mynd

Hér erum við

Aðalbygging Hringbraut, 1 hæð – A álma

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónustu við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu.

Þar fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á sjúkdómum í þvagfærum s.s. nýrnasteinbrjótsmeðferð og þvaglekaráðgjöf.

Deildin er opin:

 • kl. 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga 
 • kl. 8:00-12:00 á föstudögum

Steinbrjótstæknin felst í því að hljóðhöggbylgjum er safnað saman í lítinn punkt þar sem steinn er og sundrast hann við það án þess að beita þurfi opinni skurðaðgerð. 

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan lýsir Guðjón Haraldsson, sérfræðilæknir á þvagfæraskurðdeild, steinbrotstækninni og segir frá steinbrotstækinu sem var tekið í notkun á Landspítala sumarið 2017. 

Það leysti annað eldra af hólmi.

Nýrnasteinar verða til í nýrum þegar sölt falla út í þvagi og mynda steina.

Líkaminn losar sig oftast við nýrnasteina með þvaginu en sumir steinar eru það stórir að þeir festast í nýra eða þvagleiðara og valda þá einkennum.

Helstu einkenni nýrnasteina

 • Slæmir verkir sem oftast eru í síðunni en leiða oft niður í nára
 • Aukin þvagþörf og stundum sviði eða verkur við þvaglát
 • Blóð í þvagi
 • Hiti
 • Ógleði eða uppköst

Greining

Ráðlagt er að leita læknis ef einkenna verður vart.

Nýrnasteinar eru greindir með upplýsingum um sjúkdómseinkenni, líkamsskoðun, blóðsýni og stundum þarf að taka röntgen- eða sneiðmynd.

Meðferð

Meðferð fer eftir einkennum, staðsetningu og tegund nýrnasteina.

a. Verkjameðferð: Smærri steinar ganga oftast niður af sjálfu sér og skiljast út með þvagi. Þá nægir oft verkjameðferð á bráðamóttöku.
b. Nýrnasteinbrjótur: Höggbylgjur eru sendar á nýrnasteina í þeim tilgangi að brjóta þá í steinsalla sem síðan skilst út með þvagi.
c. Speglun í þvagleiðara: Aðgerð er gerð í svæfingu. Farið er með speglunartæki upp þvagrás, inn í þvagblöðru og áfram upp þvagleiðara þar til nýrnasteinn er fundinn. Þar
er „körfu“ smeygt utan um steininn og hann brotinn og/eða fjarlægður. Stundum er nauðsynlegt að setja leiðara tímabundið milli nýra og þvagblöðru til að tryggja öruggt flæði þvags úr nýranu.
d. Skurðaðgerð: Ef steinar eru stórir getur reynst óhjákvæmilegt að fjarlægja þá með skurðaðgerð og veitir þvagfæraskurðlæknir þá upplýsingar um þá aðgerð sem kemur til greina.

Útskrift

Verkir

Yfirleitt fylgja talsverðir verkir því þegar nýrnasteinn gengur niður. Læknir sendir rafrænan lyfseðil í apótek fyrir verkjalyfjum.

 • Oft eru einnig gefin lyf sem auðvelda steinum að ganga niður
 • Taka þarf verkjalyf samkvæmt ráðleggingum
 • Flestir minni steinar skila sér niður á innan við 2–3 vikum

Matur og drykkur

 • Nægileg vökvadrykkja og hæfileg hreyfing hjálpar til við að nýrnasteinar gangi niður
 • Gott er að miða við að drekka 2-2,5 lítra á sólarhring og drekka jafnt og þétt yfir daginn
 • Ef slæm verkjaköst koma er mælt með að drekka minni vökva meðan kastið gengur yfir

Þvaglát

Sem mælikvarði á að nægilega mikið sé drukkið af vökva er gott að miða við að litur á þvaginu sé ljós. Í verkjaköstum og þegar steinn gengur niður má búast við að þvaglát séu tíðari.

Ef þvag verður illa lyktandi eða gruggugt, getur það verið vísbending um þvagfærasýkingu og þarf þá að leita læknis.

Eftirlit

 • Við útskrift af bráðamóttöku er send beiðni til göngudeildar þvagfæra 11A um eftirfylgd
 • Haft verður samband frá deildinni innan viku og upplýsingar veittar um framhaldið

Hafa þarf samband við bráðamóttöku ef:

 • Verkir minnka ekki við töku verkjalyfja
 • Hiti er hærri en 38°C
 • Sviði er við þvaglát eða illa lyktandi þvag

Símanúmer
Bráðamóttaka í Fossvogi 543 2000
Göngudeild þvagfæra 11A á Hringbraut 543 7100

 

 

 

Þeir sem hafa fengið nýrnastein eru í aukinni hættu á að mynda nýja slíka steina seinna.

Æskilegt er því að huga að mataræði og lífsháttum til að minnka líkur á steinamyndun.

Reynt er að meta áhættuna á frekari steinamyndun, til dæmis út frá blóðprufum, fyrri steinasögu og ættarsögu.

Þeir sem taldir eru líklegir til að mynda steina aftur eru oft sendir í frekari rannsóknir til að meta hvort hægt sé að minnka áhættuna með lyfjum eða öðrum aðgerðum.

Æskilegt er að fá stein frá þeim til að rannsaka. Þá fæst svar við því um hvers konar stein er að ræða og auðveldara er að leiðbeina um meðferð.

Til að ná nýrnasteini er til dæmis hægt að pissa gegnum kaffifilter og skila síðan steini á göngudeild þvagfæra.

Algengasta tegund nýrnasteina eru svokallaðir „kalksteinar” og líkur á nýrri myndun slíkra steina eru ekki mjög miklar.

Ekki er þörf á sértækri meðferð, en hægt er að minnka áhættuna með einföldum breytingum á lífsháttum.

Drekka nóg af vökva

 • Gott er að miða við að drekka 2-2,5 lítra af vökva á dag
 • Drekka jafnt og þétt yfir daginn
 • Fylgjast með þvaglátum og lit á þvagi
 • Þvagið ætti að vera ljóst
 • Gott er að mæla vökvamagnið sem drukkið er af og til og sjá til þess að það sé nægilega mikið
 • Í miklum hita eða við erfiða líkamsrækt þarf að drekka meiri vökva en venjulega

Mataræði

 • Borða fjölbreyttan mat
 • Minnka saltneyslu (ekki meira en 3-5 grömm á dag)
 • Sýna hófsemi í próteinneyslu
 • Forðast ofþyngd

Steinbrotstækið

Sjúklingafræðsla