Leit
Loka
Heila, tauga og bæklunarskurðdeild Göngudeild skurðlækninga

Er á 3. hæð í B álmu

Heila, tauga og bæklunarskurðdeild

Þjónusta við sjúklinga eftir aðgerð á heila, mænu og taugum. Þjónusta við sjúklinga með stoðkerfisvandamál og eftir liðskiptaaðgerðir.

Deildarstjóri

Dröfn Ágústsdóttir

drofna@landspitali.is
Yfirlæknir

Aron Björnsson og Yngvi Ólafsson

aronb@landspitali.is, yngviola@landspitali.is

Banner mynd fyrir Heila, tauga og bæklunarskurðdeild

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga.

Heila, tauga og bæklunarskurðdeild - mynd

Hér erum við

Fossvogur, aðalbygging 6. hæð – B álma

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Meginviðfangsefni

 • Þjónusta við sjúklinga eftir aðgerð á heila, mænu og taugum 
 • Þjónusta við sjúklinga með stoðkerfisvandamál og eftir liðskiptaaðgerðir

Sjúklingar sem leggjast inn á deildina koma frá bráðadeild,dagdeild skurðlækninga eða gjörgæsludeild. 

Starfsfólk deildarinnar leggur áherslu á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra og að veita greinargóðar upplýsingar um sjúkdómsástand, rannsóknir, meðferð, hjúkrun og batahorfur. 

Öryggi sjúklinga 

Allir sjúklingar eiga að fá armband með nafni og kennitölu.

Upplýsingar á armbandinu eru notaðar til staðfestingar þegar lyf eru gefin, við blóðgjafir og hvers kyns rannsóknir og aðgerðir.

Stundum þykir fólki nóg um hversu oft er til dæmi spurt um kennitölu, ofnæmi og lyfjanotkun en allt er þetta gert til að tryggja öryggi.

Best er ef sjúklingar eru vakandi fyrir þessum vinnureglum og minni á ef ekki er farið eftir þeim.

Hjálpaðu okkur að tryggja öryggi þitt

 

Deildin er opin allan sólarhringinn allan ársins hring.

Sjúklingar leggjast inn hvenær sem er sólarhringsins og útskrifað er alla daga

Sjúklingum er sinnt allan sólarhringinn allt eftir þörfum hvers og eins en mest er um að vera á morgnana.

Þá er veitt aðstoð við persónulega umhirðu, genginn stofugangur og útskriftir undirbúnar

 • Vaktaskipti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru kl. 8.00, 15.30 og 23.00
 • Stofugangur er frá 9.00-11.00
 • Heimsóknartímar eru eftir samkomulagi en yfirleitt ekki fyrir hádegi eða eftir kl. 20

Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð, fræðslu og ráðleggingum til sjúklinga.

Félagsráðgjafar veita ráðgjöf varðandi réttindamál, búsetuúrræði og færni og heilsumat.

Sálfræðingar eru kallaðir til eftir þörfum fyrir sjúklinga og aðstandendur.

Næringarráðgjafar veita fræðslu og ráðgjöf um mataræði.

Prestar og djáknar sinna sálgæslu sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks.

Allir sjúklingar fá mat á deildinni nema þeir séu tímabundið fastandi vegna rannsókna, aðgerða eða sjúkdómsástands.

 • Morgunverður er borinn fram um kl. 8:30
 • Hádegisverður um kl. 12:00
 • Miðdegiskaffi um 14:30
 • Kvöldmatur kl. 17:30
 • Kvöldkaffi um 19:30

Á ganginum er vatnskælivél.

 • Blóm eru ekki leyfð vegna ofnæmis
 • Farsíma má nota en vinsamlega hafið símann stilltan á hljólausa stillingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma

Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi.

Kvennadeild Rauða kross Íslands verslanir í anddyrum Landspítala.

Sjúklingar eru beðnir um að láta vita ef þeir hyggjast fara í verslunina, eða af deildinni í öðrum erindagjörðum.

 • Hraðbanki er í anddyri í Kringlu og sjálfsalar eru á nokkrum stöðum í húsinu
 • Guðsþjónustur eru flesta sunnudaga kl.10:00 á Landspítala Fossvogi, stigapalli á 4. hæð. Þær eru auglýstar sérstaklega

Sjúkrahúsdvöl á aldrei að vera lengri en nauðsyn krefur og sjúklingar eiga að jafnaði að fá upplýsingar um útskrift innan sólarhrings frá innlögn.

Við útskrift á sjúklingur rétt á að fá:

 • Upplýsingar um ástæður innlagnar, meðferð og niðurstöður rannsókna
 • Upplýsingar um áframhaldandi eftirlit ef slíkt er fyrirhugað og hvert á að leita eftir niðurstöðum sem liggja ekki fyrir við útskrift
 • Upplýsingar um hættumerki sem þarf að vera vakandi fyrir eftir heimkomu og hvert á að leita ef vandamál koma upp eftir útskrift
 • Yfirlit yfir þau lyf sem á að taka, skammtastærðir og tímalengd ef við á. Lyfseðlar eru sendir rafrænt í lyfjagátt og er hægt að leysa út í hvaða apóteki sem er

 

Sjúklingafræðsla