Leit
Loka

Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G

Legudeild fyrir hjarta-, lungna- og augnskurðarsjúklinga

Deildarstjóri

Þórgunnur Jóhannsdóttir

Yfirlæknar

Hjarta- og lungnaskurðlækningar: Tómas Þór Kristjánsson

Augnlækningar: Gunnar Már Zoéga / Jóhann Ragnar Guðmundsson

Banner mynd fyrir  Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Heimsóknartími er kl. 16:30-19:30 virka daga og kl. 14:30-19:30 um helgar (sjá nánar hlekk hér fyrir neðan).

Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild - mynd

Hér erum við

Hringbraut - G álma, 2. hæð

Hagnýtar upplýsingar

Meginviðfangsefni hjarta-, lungna- og augnskurðdeildar 12G:

  • Hjartaskurðaðgerðir
  • Lungnaskurðaðgerðir
  • Skurðaðgerðir vegna holubringu
  • Áverkar á brjóstholi
  • Augnsjúkdómar, sýkingar og slys á augum

Legudeild með 14 rúmum. Starfsmenn eru tæplega 50 talsins í 39 stöðugildum, meðallegutími er um 5 dagar. 
Flestir sjúklingar sem leggjast inn á deildina koma frá bráðamóttöku, dagdeild skurðlækninga (innkallaðir), gjörgæsludeild eða vöknun.

Starfsfólk deildarinnar leggur áherslu á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra og að veita greinargóðar upplýsingar um sjúkdómsástand, rannsóknir, meðferð, hjúkrun og batahorfur.

  • Deildin er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Sjúklingar leggjast inn hvenær sem er sólarhringsins og útskrifað er alla daga. 
  • Sjúklingum er sinnt allan sólarhringinn allt eftir þörfum hvers og eins en mest er um að vera á morgnana. Þá er veitt aðstoð við persónulega umhirðu, genginn stofugangur og útskriftir undirbúnar. 
  • Landspítalaappið er smáforrit í boði Landspítala.  Appið er í stöðugri þróun og verið að innleiða það á spítalanum í nokkrum áföngum (2023).Hvatt er til þess að sækja ávallt nýjustu útgáfuna. Í appinu birtast upplýsingar er varða dvölina á spítalanum.
  • Vaktaskipti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru kl. 08:00, 15:15 og 23:00. Stöðumat deildar er kl. 8:30 og stofugangur kl. 8:35-9:30. Stofugangur frá öðrum sérgreinum er að öllu jöfnu genginn fyrir hádegi.
  • Heimsóknartími er kl. 16:30-19:30 virka daga og kl. 14:30-19:30 um helgar. Sjá hér reglur um heimsóknartíma á Landspítala.
  • Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð, fræðslu og ráðleggingum til sjúklinga. 
  • Félagsráðgjafar veita ráðgjöf varðandi réttindamál, búsetuúrræði og færni og heilsumat.
  • Sálfræðingar eru kallaðir til eftir þörfum fyrir sjúklinga og aðstandendur. 
  • Næringarráðgjafar veita fræðslu og ráðgjöf um mataræði.
  • Prestar og djáknar sinna sálgæslu sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks.  
  • Allir sjúklingar fá mat á deildinni nema þeir séu tímabundið fastandi vegna rannsókna, aðgerða eða sjúkdómsástands. Morgunverður er um kl. 08:30, hádegisverður um kl. 12:15, miðdegiskaffi um kl. 14:00, kvöldmatur kl. 17:30 og kvöldhressing um kl. 19:30.
  • Á ganginum er vatnskælivél. Í dagstofu er kæliskápur fyrir sjúklinga.
  • Farsíma má nota en vinsamlega hafið símann stilltan á hljóðlausa hringingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma.
  • Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi.
  • Sjúklingar geta fengið aðgang að Netinu gegnum gestanet spítalans.
  • Afþreyingartónlist er í útvarpinu á rás 3. Sjónvörp eru við hvert rúmstæði.
  • Kvennadeild Rauða kross Íslands rekur verslanir í anddyrum Landspítala.
  • Sjúklingar eru beðnir um að láta vita ef þeir hyggjast fara í verslunina eða af deildinni í öðrum erindagjörðum.
  • Hraðbanki er í anddyri í Kringlunnar (aðalinngangs) og sjálfsalar á nokkrum stöðum í húsinu.
 

Sjúkrahúsdvöl á aldrei að vera lengri en nauðsyn krefur og sjúklingar eiga að jafnaði að fá upplýsingar um útskriftardag innan sólarhrings frá innlögn.

  • Upplýsingar um ástæður innlagnar, meðferð og niðurstöður rannsókna
  • Upplýsingar um áframhaldandi eftirlit ef slíkt er fyrirhugað og hvert á að leita eftir niðurstöðum sem liggja ekki fyrir við útskrift
  • Upplýsingar um hættumerki sem þarf að vera vakandi fyrir eftir heimkomu og hvert á að leita ef vandamál koma upp eftir útskrift
  • Yfirlit yfir þau lyf sem á að taka, skammtastærðir og tímalengd ef við á. Lyfseðlar eru sendir rafrænt í lyfjagátt og er hægt að leysa út í hvaða apóteki sem er
  • Lyf og lyfjagjafir
  • Útskrift
  • Símaeftirfylgd fá allir sjúklingar sem tilheyra sérgrein hjarta og lungna, helst innan fjögurra daga
  • Endurkomur til hjarta- og lungnaskurðlækna og ef þarf endurkomur til fleiri sérgreina

Heimsóknartími á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G er kl. 16:30-19:30 virka daga og kl. 14:30-19:30 um helgar.

Sjá nánar í reglum um heimsóknartíma á Landspítala.

Landspítali er háskólasjúkrahús og þangað kemur ár hvert fjöldi nema í hinum ýmsu starfsgreinum til kennslu og þjálfunar. Nemendur fylgjast með og taka þátt í daglegri meðferð sjúklinga. Þeir eru alltaf á ábyrgð undir handleiðslu leiðbeinenda sinna.
Þá er unnið umfangsmikið vísindastarf á sjúkrahúsinu. Sjúklingar eru stundum beðnir um að taka þátt í slíkum verkefnum og eiga þeir þá rétt á ítarlegri upplýsingagjöf um tilgang og framkvæmd verkefnis. Hverjum og einum er heimilt að neita slíkri þátttöku eða hætta henni hvenær sem er án skýringa.
 

Allir sjúklingar eiga að fá armband með nafni og kennitölu.  Upplýsingar á armbandinu eru notaðar til staðfestingar þegar lyf eru gefin, við blóðgjafir og hvers kyns rannsóknir og aðgerðir.

Stundum þykir fólki nóg um hversu oft er til dæmi spurt um kennitölu, ofnæmi og lyfjanotkun en allt er þetta gert til að tryggja öryggi.  Best er ef sjúklingar eru vakandi fyrir þessum vinnureglum og minni á ef ekki er farið eftir þeim.

Hjálpaðu okkur að tryggja öryggi þitt.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?