Leit
Loka
NýraÉg vil gefa nýra

Það er gleðilegt að þú hafir íhugað og tekið þá ákvörðun að gefa annað nýrað þitt. Við á ígræðslugöngudeild 10E á Landspítala viljum gjarnan heyra frá þér.

Ígræðslugöngudeild

Fyrir sjúklinga með ígrætt nýra, lifur eða hjarta og nýragjafa

Banner mynd fyrir Ígræðslugöngudeild

Hafðu samband

OPIÐ08:00-16:00

Vegna bráðra vandamála utan hefðbundins vinnutíma hafa samband við vakthafandi nýrnalækni í 543 1000

Ígræðslugöngdeild - mynd

Hér erum við

Ígræðslugöngudeildin á er á almennri göngudeild 10E við Hringbraut, gengið inn í K-byggingu (gegnt nýja sjúkrahótelinu)

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Á ígræðslugöngudeild er þjónusta við fólk sem annars vegar þarf á ígræddu nýra að halda og hins vegar einstaklinga sem vilja gefa ættingja eða vini annað nýrað sitt. 

Staðsetning

Ígræðslugöngudeild Landspítala er staðsett á almennri göngudeild 10E í kjallara aðalbyggingar við Hringbraut.  Aðkoma á deildina er greiðust frá inngangi K-byggingar sem er gegnt nýja sjúkrahótelinu og þar við eru gjaldskyld bílastæði.

Hafa samband

 • Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur sinnir sjúklingum með ígrætt nýra, lifur eða hjarta ásamt nýragjöfum. Á dagvinnutíma geta sjúklingar haft samband við hana símleiðis ef upp koma spurningar eða vandamál.
  Tímapantanir eru í síma 543 2200
 • Ef bráð vandamál koma upp utan hefðbundins vinnutíma er hægt að hafa samband við vakthafandi nýrnalækni í gegnum símaþjónustu Landspítala í 543 1000.
 • Skrifstofustjóri nýrnalækninga
  -tekur við beiðnum um endurnýjun lyfseðla
  -útbýr vottorð og beiðnir í samstarfi við sérfræðilæknana
 • Hægt er að hafa samband við skrifstofu nýrnalækninga ef sjúklingar þurfa að ná sambandi við ákveðinn nýrnalækni á dagvinnutíma. 
 • Þeir sem hafa áhuga á að gefa nýra eða óska eftir upplýsingum um ígræðslur hafi samband við ígræðslugöngudeildina á dagvinnutíma í síma 825 3766 eða 825 5837 eða senda tölvupóst á transplant@landspitali.is

Á Landspítala starfar teymi sérfræðinga sem sinnir einstaklingum sem annars vegar þurfa á ígræddu nýra að halda og hins vegar einstaklingum sem vilja gefa ættingja eða vini annað nýrað sitt.  Íígræðsluteymi spítalans eru nýrnasérfræðingar, skurðlæknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, sálfræðingur og læknaritari. Teymið er einnig í góðu samstarfi við sérhæft starfsfólk Blóðbankans.

Um það bil níu ígræðsluaðgerðir eru á hverju ári á Landspítala.

Nýrnalæknar

Runólfur Pálsson yfirlæknir
Hrefna Guðmundsdóttir sérfræðilæknir
Margrét B. Andrésdóttir sérfræðilæknir
Margrét Árnadóttir sérfræðilæknir
Ólafur S. Indriðason sérfræðilæknir
Sunna Snædal sérfræðilæknir

Skurðlæknar

Jóhann Jónsson, yfirlæknir Inova Fairfax Hospital, VA, BAndaríkjunum
Eiríkur Jónsson yfirlæknir
Eiríkur Orri Guðmundsson sérfræðilæknir

Barnaígræðsluteymi

Inger María Sch Ágústsdóttir hjúkrunarfræðingur
Sindri Valdimarsson sérfræðilæknir
Viðar Örn Eðvarðsson sérfræðilæknir

Hjúkrunarfræðingur ígræðslugöngudeildar

Hildigunnur Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MPH
Sími 543 6320 eða 825 3766

Netfang: transplant@landspitali.is, hildigun@landspitali.is 

Skrifstofustjóri nýrnalækninga

Elísabet Lilja Haraldsdóttir læknaritari
Sími 543 6450
Netfang: elisaha@landspitali.is

Félagsráðgjafi ígræðslugöngudeildar

Anna Dóra Sigurðardóttir félagsráðgjafi
Sími 543 9514
Netfang: annadora@landspitali.is

Sálfræðingur ígræðslugöngudeildar:

Magnea Björg Jónsdóttir sálfræðingur
Netfang: magneabj@landspitali.is

 

Nýragjafar - spurningar og svör

Ef þú ert heilsuhraust/ur og á aldrinum 20–70 ára getur þú mögulega verið nýragjafi. Hægt er að gefa annað nýra sitt ef heilsan leyfir án þess að það skerði lífsgæði eða lífslíkur. Það er ómetanleg gjöf sem bætir lífsgæði þess sem þiggur.  

Við lífslok getur einstaklingur sem ákveður að gefa líffæri sín bjargað lífi margra einstaklinga sem eru á biðlistum eftir líffæri. Þannig geta jafnvel 8 einstaklingar þegið líffæragjöf frá einum líffæragjafa, en mikill skortur er á líffærum til ígræðslu um heim allann.

Nánari upplýsingar
Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur á ígræðslugöngudeild 10E á Landspítala Hringbraut á dagvinnutíma
- í  síma  543 6320 / 825 3766
- í tölvupósti hildigun@landspitali.is 

Á vef Embættis landlæknis er hægt að skrá sig sem líffæragjafa við andlát

 

Nýraþegar - Spurt og svarað

Þegar nýrnabilun er komin á lokastig, þarf að bregðast við því með skilunarmeðferð eða nýraígræðslu. Ígræðsla er fyrir flesta ákjósanlegur kostur sem oftast bætir heilsu og lífsgæði. Hægt er að fá nýra frá lifandi eða látnum einstakling. Það er betri valkostur að fá nýra frá lifandi einstaklingi og rannsóknir hafa sýnt að nýragjafir eru sáttir við að hafa gefið nýra, þeir eru heilsuhraustir eftir aðgerðina og væru tilbúnir að ganga í gegnum allt ferlið aftur ef þeir hefðu fleiri nýru að gefa.

Landspítali heldur námskeið, Nýrnaskóla, fyrir einstaklinga með langvinna nýrnabilun og fjölskyldur þeirra. Einstaklingar sem eru byrjaðir í meðferð vegna nýrnabilunar eru velkomnir á námskeiðið ásamt fjölskyldu sinni.

Á námskeiðum hittast þátttakendur í fimm skipti. Í boði eru fyrirlestrar og umræður með fagfólki og einstaklingum með langvinna nýrnabilun.

Námskeið veturinn 2017-2018 
 • 21. febrúar-21. mars 2018, kl. 17:00-19:00

Námskeiðið vorið 2014 - upptökur á Youtube.

Á námskeiðunum er fjallað um eftirfarandi:

 • Hvað gera nýrun og hvað gerist þegar þau bila?
 • Meðferð í boði; kostir og gallar
 • Næring
 • Hreyfing
 • Að lifa með langvinnan sjúkdóm
 • Félagsleg réttindi
 • Félag nýrnasjúkra.

Skráning og frekari upplýsingar

Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun langveikra á Landspítala, veitir Nýrnaskólanum forstöðu og gefur allar nánari upplýsingar.

Fræðslubæklingar  
Blóðskilun

Kviðskilun

Sjúklingafræðsla