Leit
Loka
KvennadeildirRS-veira - Sýkingarhætta

Vegna sýkingarhættu af RS-veiru eru allar heimsóknir barna yngri en 12 ára bannaðar á vökudeild, fæðingarvakt, meðgöngu- og sængurlegudeild og göngudeild mæðraverndar. Aðrar heimsóknir er takmarkaðar

Kvennadeildir

Á kvennadeildum er veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta fyrir konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og konur með vandamál vegna almennra og illkynja kvensjúkdóma

Banner mynd fyrir  Kvennadeildir

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Kvennadeildir  - mynd

Hér erum við

Hringbraut- Kvennadeildir A-,B- og C álma

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Á kvennadeildum er veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta fyrir konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og konur með vandamál vegna almennra og illkynja kvensjúkdóma.

Veitt er víðtæk ráðgjöf til heilbrigðisstofnana og til almennings.

Grunn- og framhaldsmenntun og rannsóknar- og vísindastarf um heilbrigði kvenna er mikilvægur hluti af starfseminni.

Framhaldsnám í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum ásamt ljósmæðranámi er ríkur þáttur í daglegu starfi kvennadeilda.

Megin starfsemin er við Hringbraut en læknar eru einnig, samkvæmt sérstökum samningum, í hlutastarfi við krabbameinsskoðun í leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, kvensjúkdómaþjónustu hjá öldrunardeildum á Landspítala og við skoðanir í Barnahúsi.

Kvennadeildir eru í húsi númer 2 á Landspítalalóð, aðkoma frá Barónsstíg.

Húsið skiptist í A, B og C álmu. Klínísk starfsemi fer aðallega fram í A og B álmu en skrifstofur og kennsluaðstaða er í C álmu, gamla Ljósmæðraskólanum.

Sjúklingafræðsla