Leit
Loka

Legudeild BUGL

Tímabundin innlögn barna og unglinga af biðlistsa eða vegna bráðatilfella

Deildarstjóri

Vilborg G. Guðnadóttir

vilborgu@landspitali.is
Yfirlæknir

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir

gbryndis@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Legudeild BUGL

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Legudeild BUGL  - mynd

Hér erum við

Dalbraut 12, 105 Reykjavík

Legudeild - kynning

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Legudeildin er ætluð börnum og unglingum upp að 18 ára aldri sem þurfa á tímabundinni innlögn að halda vegna geðræns vanda þegar þjónusta í nærumhverfi fjölskyldu, á sérfræðistofnunum eða á göngudeild BUGL nægir ekki.

Helsti vandi þeirra sem leggjast inn eru sjálfsvígshugsanir og tilraunir til sjálfsvígs, alvarleg og hamlandi einkenni þunglyndis og kvíða, alvarleg skólahöfnun, einkenni og grunur um geðrof og sveiflusjúkdómar.

Unglingar í efri bekkjum grunnskóla og eldri eru fjölmennasti hópurinn sem leggst inn á deildina.

Börn og unglingar leggjast inn af biðlista og brátt.

Biðlistainnlagnir eru af innri biðlista þar sem teymi á göngudeild sækir um innlögn.  Aðrir geta ekki sótt um innlögn á legudeild.

Bráðainnlagnir eru ýmist í gegnum bráðateymi göngudeildar eða vakthafandi sérfræðilækni með viðkomu á bráðamóttöku barna við Hringbraut eða á bráðaamóttöku í Fossvogi.

 

 

  • Formlegur heimsóknartími er virka daga á milli kl. 19:00 og 20:00
  • Heimsóknartími um helgar er eftir samkomulagi
  • Nánasta fjölskylda getur heimsótt barnið og dvalið hjá því hvenær sem er

Sjúklingafræðsla

Tengdar deildir og þjónusta