Leit
Loka

Öldrunarlækningadeild K2

Deildarstjóri

Jóhanna Friðriksdóttir

johannaf@landspitali.is
Yfirlæknir

Jón Eyjólfur Jónsson, sérfræðingur í öldrunarlækningum.

Banner mynd fyrir  Öldrunarlækningadeild K2

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga.

Heimsóknartími: Virka daga kl. 15:00-19:30 og kl. 14:30-19:30 um helgar.

Öldrunarlækningadeild B - K2 - mynd

Hér erum við

Landakot 2. hæð

Hagnýtar upplýsingar

Aðsetur: á 2. hæð á Landakoti 

Símanúmer:
543 9690

Heimsóknartími: Virka daga er heimsóknartími kl. 15:00-19:30 og kl. 14:30-19:30 um helgar.

Hjúkrunardeildarstjóri er Jóhanna Friðriksdóttir johannaf@landspitali.is

Læknir er: Jón Eyjólfur Jónsson, sérfræðingur í öldrunarlækningum

K-2/Öldrunarlækningadeild B ( á 2. hæð á Landakoti ). 

  • Deildin er ætluð sjúklingum sem þurfa á frekari endurhæfingu og/eða læknismeðferð að halda eftir bráð veikindi. Deildin þjónar flestum bráðadeildum spítalans.
  • Öldrunarlæknar á Landspítala eru ráðgefandi um hvort þetta úrræði eigi við.
  • Flestir sjúklinganna búa við fjölþættan heilsufarsvanda og eru farnir að tapa færni og eða eru með einhver félagsleg vandamál sem þarf að leysa.
  • Á deildinni starfar teymi starfsfólks úr mörgum fagstéttum. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, næringarráðgjafi og félagsráðgjafi. Auk þess sem leitað er til fleiri stoðstétta þegar það á við, t.d. talmeinafræðinga, sálfræðinga og presta.
  • Ef þörf er á frekari rannsóknum, t.d. myndgreiningu/röntgenmynd/sneiðmynd, eru sjúklingar sendir í slíkar rannsóknir. Læknar Landakots leita ráðgjafar frá öðrum sérfræðingum á Landspítala eftir þörfum.
  • Meðallegutími er um 4-6 vikur. Stundum styttri eða lengri, allt eftir eðli veikinda.
  • Þar sem flestir sjúklingar á K-2 eru með fleiri en einn undirliggjandi sjúkdóm, kemur fyrir að þeir veikjast aftur eftir komu á deildina. Það getur haft áhrif á framvindu endurhæfingar og seinkað útskrift.
  • Sjúklingar eru hvattir til að vera á fótum eins og þeir treysta sér til, borða í matsal og klæðast eigin fötum.
  • Gert er ráð fyrir að sjúklingar taki þátt í sjúkra- og iðjuþjálfun eftir getu.
  • Markmiðið er að útskrifa sjúklinga heim eftir dvölina á K-2 með viðeigandi þjónustu.
  • Ef sjúklingar geta ekki útskrifast heim sökum heilsubrests og/eða færniskerðingar, þrátt fyrir endurhæfingu og meðferð á deildinni, er unnið að því, í samvinnu við sjúkling og fjölskyldu hans, að gera færni- og heilsumat sem jafnframt er umsókn um hjúkrunarheimili.
  • Ef sjúklingur fær umsókn á hjúkrunarheimili samþykkta, velur hann sér hjúkrunarheimili sem hann vill dvelja á. Mælt er með að sjúklingur velji a.m.k. 3 heimili.
  • Landspítali er með biðpláss á L-3 á Landakoti og einnig er biðdeild á Vífilsstöðum. Vífilsstaðir eru reknir af Heilsuvernd.
  • Önnur biðpláss eru á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi (sem tekið var í notkun 2022 og þar er aðstaða mjög góð) og á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi, sem er EDEN vottað heimili, www.edeniceland.org. Þá eru stundum í boði biðpláss á hjúkrunarheimilum í Reykjavík, pláss sem áður voru nýtt fyrir hvíldarinnlagnir.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?