Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

  • Átröskun stafar af flóknu samspili erfðaþátta og umhverfisþátta.

 Breyting á geðslagi og hugsanaferli:

  • Pirringur eða mótþrói sem tengist máltíðum
  • Röng líkamsímynd
  • Vanlíðan
  • Upptekin af hitaeiningum
  • Hræðsla við að þyngjast

Breyting á virkni:

  • Forðast mat eða óeðlileg matarinntekt
  • Upptekin af matargerð
  • Framkölluð uppköst
  • Félagsleg einangrun
  • Ýkt líkamsþjálfun
  • Borðað í laumi
  • Breyting á hegðun í máltíðum

Líkamleg einkenni:

  • Þyngdaraukning eða þyngdartap
  • Blæðingatruflanir
  • Vökvaskortur
  • Kaldir útlimir
  • Svimi
  • Svefntruflanir
  • Sár í munni og/eða á hnúum
  • Átröskun er greind með því að taka viðtal við barn og aðstandendur
  • Auk þess er gerð líkamleg skoðun á barni
  • Einnig er oft tekið greiningarviðtal og spurningalistar lagðir fyrir

Meðferð er ákvörðuð eftir alvarleika einkenna og aldri barns.

Helstu meðferðarform eru:

  • Fjölskyldumeðferð
  • Viðtalsmeðferð og fræðsla fyrir foreldra ásamt því að fylgst er með líkamlegum einkennum barna
  • Stundum getur verið þörf á innlögn

Þegar einkenni eru væg og skerðing í lágmarki er margt hægt að gera til þess að bæta ástandið, til dæmis geta foreldrar:

  • Rætt um breytingu á líðan og hegðun
  • Fylgst með hegðun í kringum máltíðir 
  • Fylgst með þyngdaraukningu eða þyngdartapi 
  • Fylgst með hugsanlegum álagsþáttum í skóla og/eða vinahópi 
  • Fylgst með netnotkun með tilliti til átröskunarsíðna

Þegar einkenni aukast og skerðing hefur meiri áhrif á daglegt líf, er mikilvægt að leita sér aðstoðar.

Einkenni geta til dæmis verið:

  •  Þyngdartap
  • Ýkta líkamshreyfingu
  • Forðunarhegðun tengt máltíðum og/eða óeðlileg inntaka af mat

Aðilar sem hægt er að hafa samband við eru til dæmis:

  • Heilsugæslulæknir
  • Skólahjúkrunarfræðingur
  • Sálfræðingur
  •  Námsráðgjafi

Þessir aðilar taka að sér það hlutverk að meta hver næstu skref eru.

Þegar um er að ræða alvarleg einkenni, eins og töluvert þyngdartap, miklir erfiðleikar við að nærast, mikil líkamleg einkenni og félagsleg einangrun er nauðsynlegt að hafa samband við fagaðila sem fyrst.

Hægt er að hafa samband við: 

  • Heilsugæslulækni
  • Sérfræðilækni ef hann er til staðar
  • Bráðamóttöku barna
  • Bráðamóttöku BUGL
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?