Leit
Loka

 

 

Insúlíndæla

Insúlíndæla skammtar stöðugan grunnskammt, basal, allan sólarhringinn.

Bolus, máltíðarskammtur er gefinn fyrir hverja máltíð. Samspil Basal og Bolus líkir eftir heilbrigðu brisi eins og hægt er.

Insúlínið fer um plastslöngu til líkamans, um plastlegg sem er lagður á 2 daga fresti.

Með insúlíndælu er auðvelt að gefa sér margar insúlínsgjafir á dag.

Hægt er að geyma dæluna í buxnavasa, brjóstahaldara, eða buxnastreng.

Þegar farið er í sund, eða erfiðar æfingar stundaðar, þá er dælan aftengd, þó aldrei lengur en 2 klst.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?