Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

Þetta eru veirur sem valda bráðum sýkingum í meltingarvegi manna.

Veikindi af völdum þessara veira eru algengí samfélaginu.

Einkennin eru oftast mild og ganga í langflestum tilfellum sjálfkrafa yfir.

Veiran er mjög smitandi og er algengasta orsök fjöldasýkinga í meltingarvegi.

Veiran dreifist aðallega með snertingu en getur líka borist með andrúmslofti.

Smitefnið berst aðallega með saur og uppköstum en getur einnig borist með mat eða menguðu drykkjarvatni.

  • Þar sem veiran smitast aðallega við snertingu er handþvottur áhrifaríkasta leiðin til að hindra dreifingu hennar
  • Einnig er mjög gott að bera spritt á hendurnar eftir þvottinn
  • Gætið þess að hendur séu orðnar þurrar áður en sprittið er sett á
  • Nuddið sprittinu vel inn í húðina og leyfið því að þorna
Á spítalanum er tekið saursýni og það tekur yfirleitt einn sólarhring að fá niðurstöður.

Hvenær?
Einstaklingar með niðurgang fara strax í einangrun þar til orsökin liggur fyrir.

Ef Noroveirusýking er staðfest heldur einangrunin áfram.

Einangrunin felur í sér einbýli með sér klósetti.

Hve lengi?
Einangrunin varir að öllu jöfnu þar til einstaklingurinn hefur verið einkennalaus í 2 sólarhringa.

Aldraðir og þeir sem eru með veiklað ónæmiskerfi eru undantekning frá þessu þar sem þeir geta borið veiruna í sér lengur.

Allir sem koma inn á stofu til sjúklinga með niðurgang eiga að vera í langerma sloppi og með hanska.

Ef sjúklingur er með uppköst þarf að nota grímur (maska).

Þetta er gert til að sporna við dreifingu smits.

Ekki er mælst með því að aldraðir, börn eða einstaklingar með veiklað ónæmiskerfi fari inn á stofuna.


Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á 1 - 3 sólarhringum án nokkurrar meðferðar.

Í einstaka tilfellum þarf meðferð vegna einkenna, svo sem þurrks, verkja, ógleði og veiklaðrar húðar við endaþarm.

Niðurgangur er mjög ertandi fyrir húðina og því þarf að vera vel vakandi fyrir verkjum og sviða við endaþarm.

Oft er notaður áburður með Zinki til að verja húðina, en hann hrindir frá raka og ver húðina um leið.

Þér er velkomið að hafa samband við deildina ef eitthvað kemur upp á eftir að heim er komið.

Útgefandi:
Landspítali- Háskólasjúkrahús
Lyflækningasvið I
Lyflækningadeild A7
Ágúst 2006 – 1. Útgáfa

Höfundur og ábyrgðarmaður:

Berglind Guðrún Chu, Hjúkrunarfræðingur 

Fagleg ráðgjöf:

Stefanía Arnardóttir, Deildarstjóri 

Már Kristjánsson, Yfirlæknir Smitsjúkdómadeildar LSH

Sigríður Antonsdóttir Deildarstjóri Sýkingavaradeildar

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?