Fjölskyldan

Í mörgum rannsóknum hafa foreldrar skýrt frá því að stuðningur frá fjölskyldu og vinum hafi verið gagnlegastur. Makinn er yfirleitt nefndur mikilvægasti stuðningsaðilinn. Á eftir honum koma systkini, frændfólk, góðir vinir, foreldrar annarra krabbameinsveikra barna, hjúkrunarfræðingar, læknar, prestar, stuðningshópar og fleiri.