Krabbamein hjá börnum og unglingum

Á Íslandi greinast 10-12 börn undir 18 ára aldri með krabbamein árlega og er það svipað hlutfall og annars staðar á Vesturlöndum. Ef frá eru talin slys þá er krabbamein algengasta dánarorsök barna á Vesturlöndum. Algengustu krabbamein hjá börnum eru hvítblæði og heilaæxli en þessar tvær tegundir ná yfir rúmlega helming allra krabbameinstilfella hjá börnum. Aðrar krabbameinstegundir sem finnast hjá börnum eru t.d. eitlaæxli, beinæxli og fósturvefsæxli.

Meðhöndlun krabbameins hjá börnum og unglingum felst fyrst og fremst í lyfjameðferð, skurðaðgerðum og geislameðferð. Hægt er að meðhöndla með þessum aðferðum hverri fyrir sig eða saman. Algengast er að nota lyfjameðferð.

 

Unnið af Sigrúnu Þóroddsdóttur og Önnu Ólafíu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingum á Barnaspítala Hringsins árið 2002. Yfirfarið 2013.