Skurðaðgerð

 

Skurðaðgerð

Skurðaðgerð

Tilgangur skurðaðgerðar er að fjarlægja æxli, annað hvort í heilu lagi eða að hluta til, eða að taka sýni úr æxlinu. Aðgerðin og niðurstaða sýnatöku geta skipt sköpum við val á áframhaldandi meðferð. Í vissum tilvikum getur verið betra að byrja með lyfja- eða geislameðferð áður en æxlið er tekið með skurðaðgerð. Ef aðeins tekst að fjarlægja æxlið að hluta með aðgerð getur lyfja- og/eða geislameðferð samt borið árangur.


 

Unnið af Sigrúnu Þóroddsdóttur, hjúkrunarfræðingi á Barnaspítala Hringsins árið 2002. Yfirfarið í janúar 2013