Kynlíf & sjúkdómar

Kynlíf & sjúkdómar

Langvinnir sjúkdómar og meðferð svo sem skurðaðgerð, geislameðferð og ýmis lyf geta haft neikvæð áhrif á kynlíf.

Vefsíðan Kynlíf og sjúkdómar inniheldur ýmsan fróðleik fyrir sjúklinga um kynlífstengd málefni. 

Á vefsíðunni er einnig hægt að senda inn beiðni um tímabókun í kynlífsráðgjöf. Sjúklingar sem eru inniliggjandi eða í meðferð á göngudeild geta sent inn beiðni.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og starfandi klínískur kynfræðingur á Landspítala ritstýrir sjúklingafræðsluvefnum Kynlíf og sjúkdómar. Hún sinnir einnig sérhæfðri kynlífsráðgjafaþjónustu fyrir sjúklinga og kemur að starfsþróun fyrir starfsfólk spítalans um kynlífstengd málefni.

Netfang: jonaijon@lsh.is