Um aðgerðasvið


Á aðgerðarsviði eru Blóðbankinn, dauðhreinsun, gjörgæsludeildir, skurðstofur, speglanastofur, svæfingadeildir og vöknun. 
Blóðbankinn annast söfnun, vinnslu og afgreiðslu blóðhluta ásamt sérhæfðri ráðgjöf og verkefnum svo sem vefjaflokkunarþjónustu og stofnfrumuvinnslu. Blóðbankinn rekur einnig blóðbankaþjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. 

Á aðgerðasviði er haldið utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu. Það rekur 20 skurðstofur í fjórum húsum (Fossvogur, Hringbraut, Kvennadeild, Eiríksgata). Í tengslum við skurðstofur eru reknar svæfingadeildir, vöknun og dauðhreinsun. Umfangsmikið birgðahald fylgir skurðstofu- og speglunarstarfsemi. 

Gjörgæsludeildir í Fossvogi og við Hringbraut sinna öllum sjúklingum, eldri en 3 mánaða sem þarfnast gjörgæslumeðferðar, hvort heldur er vegna slysa, stórra skurðaðgerða eða alvarlegra veikinda.

Menntun heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir eru mikilvægir þættir í starfsemi háskólasjúkrahúss. Margar heilbrigðisstéttir sækja hluta af menntun sinni á aðgerðasviði, en nemendur í hjúkrunarfræði og læknisfræði eru þar fjölmennastir.

Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs er Alma D. Möller