Fræðsla og forvarnir

Aldrei er sú vísa of oft kveðin að fræðsla og forvarnir geti komið í veg fyrir slys og heilsuvá af ýmsum toga. Fræðsla og forvarnir miða að því að koma í veg fyrir sjúkdóma eða heilsufarsvanda og draga úr fylgikvillum þeirra. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks er mikil í þeim efnum og viljum við á bráðasviði Landspítalans leggja okkar að mörkum til þeirrar umræðu.

Með fræðslu og forvörnum handa skjólstæðingum okkar er betur hægt að miða að því að verja heilsu einstaklinga og koma í veg fyrir að lífsgæði þeirra skerðist með einhverjum hætti.

Hér höfum við tekið saman helstu bæklinga sem gætu nýst þeim sem til okkar leita eftir þjónustu. Þeim er skipt eftir eðli áverka eða sjúkdóms.