Iðjuþjálfun geðendurhæfing

Iðjuþjálfun Hringbraut 

 • Sími: 543 4451
 • Bráðaþjónusta, 4-6 vikur
 • Áhersla lögð á mat, greiningu og tengingu út í samfélagið
 • Einstaklings- og hópmeðferð, ráðgjöf og eftirfylgni
 • Iðjuþjálfar á Hringbraut þjónusta einnig dagdeild Hvítabandi

Sjá staðsetningu iðjuþjálfunar við Hringbraut > (númer 3 á korti)

Iðjuþjálfun á Kleppi og Laugarási

Sími: 543 4252

 • Endurhæfing 3 mánuðir eða lengur.
 • Áhersla lögð á endurhæfingu, tengingu út í samfélagið.
 • Einstaklings og hópameðferð, ráðgjöf og eftirfylgni
 • Endurhæfingin hefst alla jafna í kjölfar íhlutunar á bráðasviði Hringbrautar. 

Staðsetning iðjuþjálfunar á Kleppi á korti >
Staðsetning iðjuþjálfunar á Laugarási á korti >


Yfiriðjuþjálfi á geðsviði 
Auður Hafsteinsdóttir, s. 543 4004 og 825 3582


Iðjuþjálfar í geðendurhæfingu starfa einnig við:
 • Barna- og unglingageðdeild (BUGL), sími: 543 4300
 • Samfélagsgeðteymi LSH, sími: 543 4643
 • Vettvangsgeðteymi LSH, sími: 543 4252
Iðjuþjálfun er einstaklingsmiðað ferli þar sem leitast er við að auka færni og þátttöku einstaklinga í að takast á við daglegt líf innan sem utan spítalans. Litið er á einstaklinginn í hans eigin umhverfi og honum kennt að nýta sínar sterku hliðar. Einstaklingum eru sköpuð tækifæri til að takast á við verkefni daglegs lífs sem vekja áhuga, eru þeim mikilvæg, geta veitt gleði og aukið sjálfstraust. Einnig er unnið með færni við athafnir daglegs lífs sem umhverfi/samfélag gerir kröfur um að sé fyrir hendi. 

Í iðjuþjálfun er notuð margskonar iðja sem tengist daglegu lífi á heimili, í vinnu eða við leik og tómstundir. Iðjan er þannig nýtt til að ýta undir eins sjálfstætt og innihaldsríkt líf einstaklinga sem aðstæður leyfa hverju sinni. 

Einstaklingur setur sér endurhæfingarmarkmið í samvinnu við iðjuþjálfa sem síðan er unnið eftir. Lögð er áhersla á að finna jafnvægi á milli iðju og hvíldar. Boðið er upp á einstaklings- og hópmeðferð. Í hópmeðferð er einnig unnið með sálfélagslega þætti s.s. samskipti, sjálfstyrkingu og tjáningu.

Starf iðjuþjálfa er fólgið í þjálfun, viðtölum, fræðslu, ráðgjöf og eftirfylgni til sjúklinga og aðstandenda. Þjónusta iðjuþjálfa beinist að því að efla sjálfstæði, styrkja sjálfsmynd og bæta lífsgæði geðsjúkra. 

Markmið iðjuþjálfunar er að efla og viðhalda færni í daglegu lífi. Unnið er að því að virkja og viðhalda líkamlegri-og andlegri færni.


Iðjuþjálfar í geðendurhæfingu styðjast við hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins (MOHO), Valdeflingar (Empowerment) og Reynslunáms (Experiential learning).

Iðjuþjálfar á geðsviði LSH styðjast við yfirlitstöflu í þjónustu sinni sem sem byggist á hugmyndafræði MOHO, Íhlutunarleiðum OTIPM og þjónustuyfirlitstöflu lsh. 

MOHO (líkanið um iðju mannsins) er þannig sálfélagslegt líkan sem heyrir undir Jöfnunarlíkan sem sértækt fræðilíkan. Þá er Jöfnunarlíkanið, fræðslulíkanið, leiknilíkanið og lagfæringarlíkanið notað til að skýra íhlutunarleiðir okkar enn frekar. sjá mynd hér neðan:

Felst í mati, greiningu, ráðgjöf, endurhæfingu og eftirfylgni. Endurhæfing og gerð endurhæfingaráætlunar er skipulögð í samvinnu við einstaklinginn. Mikilvægt er að þeir einstaklingar sem sækja iðjuþjálfun hafi fyrst og fremst vilja til að sækja þjónustu svo að hún skili tilætluðum árangri.

Ef samvinna næst ekki og viðkomandi er ekki tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að nýta þjónustu iðjuþjálfa er ekki ástæða fyrir því að viðkomandi sé í iðjuþjálfun að svo stöddu.
Iðjuþjálfar hefja þjónustuferli sitt á því að fá upplýsingar frá skjólstæðingi sem leiða til þess að þeir fái mynd af iðju hans. Í því felst að gera sér grein fyrir iðjusögu hans í grófum dráttum, reynslu, daglegu lífi og störfum, áhugamálum, gildum og þörfum. Skjólstæðingur gerir grein fyrir þeim iðjuvanda sem hann upplifir í sínu daglega lífi og hvað það er sem hann kýs að sinna og setur sér markmið í samvinnu við iðjuþjálfa.

Í sumum tilfellum eiga skjólstæðinga erfitt með að gera grein fyrir iðjuvanda sínum að sökum veikinda þegar þjónusta iðjuþjálfa hefst. Markmiðið getur þá oft á tíðum verið að mæta reglulega í iðjuþjálfun og sinna þeim verkefnum sem lögð eru fyrir. Fyrir marga getur það markmið verið nógu krefjandi til að byrja með en þegar einstaklingar eru farnir að ná tökum á því eru markmiðin endurmetin með frekari þjálfun í huga.

Mat iðjuþjálfa geta verið framkvæmd með mismunandi matstækjum:

 • ACIS (Assessment of Communication and Interaction Skills) 
 • AMPS (Assessment of Motor and Process Skills)
 • A-ONE (Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation)
 • Áhugalistinn 
 • Barthel (The Barthel Index of Activities of Daily Living)
 • COPM (Canadian Occupational Performance Measurement)
 • ESI (Evaluation of Social Interaction)
 • Framkvæmdagreining
 • Heimilisathugun
 • Iðjuhjólið 
 • Iðjusaga 
 • Mat á færni við akstur
 • MMSE (Mini Mental State Examination)
 • MOHOST (Model of Human Occupation Screening Tool)
 • OCAIRS (Occupational Circumstances Assessment Interview and Rating Scale): 
 • OSA (Occupational Self Assessment)
 • Sensory Profile 
 • WEIS(The Work Environment Impact Scale)
 • WRI (Worker Role Interview)

 

Íhlutun eru allar þær aðgerðir sem hafa þann tilgang að koma af stað/stuðla að breytingu á framkvæmd iðju. Íhlutun sem iðjuþjálfar á geðsviði veita er skjólstæðingsmiðuð og því afar fjölbreytt. Samkvæmt þjónustuferli MOHO fellur íhlutunin í flestum tilvikum undir virkni við iðju (gjörðir, hugsanir og tilfinningar). Íhlutun getur farið fram bæði sem einstaklingsþjálfun, hópþjálfun eða sem ráðgjöf, stuðningur, upplýsingar og eftirfylgd.

Einstaklingsþjálfun:

 • Hentar þeim sem þurfa á auknum stuðning að halda. 
 • Getur farið fram til dæmis á deildinni, útí bæ og / eða í heimahúsi.

Hópþjálfun: 

 • Hentar þeim sem þurfa aukna þjálfun í félagslegum samskiptum.
 • Einstaklingar vinna saman í hóp. 
 • Hóparnir hafa markmið og vinna þátttakendur í sameiningu að þeim.
 • Hver þátttakandi setur sér einnig einstaklingsmarkmið í samvinnu við iðjuþjálfa sem unnið er að í hópþjálfuninni.

Eftirfylgni, stuðningur, upplýsingar og ráðgjöf:

 • Hentar þeim sem þurfa frekari íhlutun í tengslum við útskriftarferlið. 
 • Jafnvægi og þátttöku í daglegu lífi.
 • Tengingu við ýmis úrræði í samfélaginu og nærumhverfi einstaklingsins.
Útkoma er sú breyting á iðju eða heilsu sem er afleiðing af íhlutun. Færni skjólstæðings er endurmetin eftir að íhlutun hefur átt sér stað og íhlutunaráætlun aðlöguð eftir þörfum og vilja skjólstæðings. Við útskrift getur verið þörf fyrir eftirfylgd iðjuþjálfa t.d. áframhaldandi þjálfunar á öðrum stöðum.
Iðjuþjálfar á legu- og göngudeild meta þörf fyrir iðjuþjálfun í samvinnu við aðra teymismeðlimi á hverri deild fyrir sig. 

Beiðni um iðjuþjálfun berast frá legu- og göngudeildum geðsviðs rafrænt í Sögukerfi LSH frá geðlæknum og fagfólki geðsviðs og/eða munnlega á teymisfundum/ planfundum.