Matstæki

 • ACIS (Assessment of Communication and Interaction Skills) metur samskipti og boðskipti fólks og er gögnum safnað með óformlegu áhorfi. Matstækið skiptist í líkamleg boð, tengsl og upplýsingaskipti.
 • AMPS (Assessment of Motor and Process Skills) er staðlað matstæki sem metur samtímis færni við iðju og framkvæmdaþætti er varða hreyfingu og verkferli, með tilliti til sjálfstæðis, öryggis, skilvirkni og áreynslu
 • A-ONE (Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation) er staðlað matstæki sem notað er til að meta samtímis færni við eigin umsjá, þ.e. að klæðast, sinna persónulegu hreinlæti, fara um á dvalarstað, borða og hafa tjáskipti og einkenni sem tengjast röskun á taugaatferli
 • A-Two (Kitchen Task Observation) stöðluð aðferð til að meta getu skjólstæðings til að laga létta máltíð (súpu) og leggja á borð
 • Áhugalistinn er matstæki sem er gátlisti um tómstundaiðju skjólstæðinga. Skjólstæðingur gerir grein fyrir áhugamálum sínum í fortíð, nútíð og framtíð. Hjálpar skjólstæðingnum við að finna nýjar tómstundir, t.d. eftir sjúkdóma/áföll og/eða ýta undir tómstundaiðju.
 • Box and block er staðlað próf sem metur grófhreyfingar handa, fingra og handleggja; fjöldi kubba/ 60 sek
 • COPM (Canadian Occupational Performance Measurement): matstæki þar sem skjólstæðingur greinir frá iðjuvanda tengt eigin umsjá, störfum og tómstundum. Skjólstæðingur forgangsraðar mikilvægi athafna og velur sér 5 athafnir sem hann vill auka færni sína við. Viðkomandi gefur sér stig frá 1-10 annars vegar fyrir frammistöðu og hins vegar ánægju við athafnirnar
 • Cape/Pac (Children Assessment of Participation and Enjoyment) er matstæki sem meturog kortleggur þátttöku og ánægju einstaklinga á daglegum athöfnum fyrir utan skólastofuna. Metin er fjölbreytni, ánægja,tíðni og umfang athafnanna sem einstaklingurinn tekur þátt yfir fjögurra mánaða tímabil. PAC (Preferences for Activities of Children) metur áhuga fyrir ýmsum athöfnum. Listarnir eru ætlaðir einstaklingum á aldrinum 6-21 árs og hægt er að nota þau saman eða í sitt hvoru lagi.
 • Dynamometer er staðlað próf sem metur gripstyrk í pundum
 • ESI (Evaluation of Social Interaction) er staðlað matstæki metur gæði félagslegra samskipta
 • Framkvæmdagreining er nákvæm greining á iðjuvanda sem byggist á áhorfi.
 • Gaumstolspróf - ýmis verkefni.
 • Iðjuhjólið er matstæki sem veitir yfirsýn yfir daglega iðju (eigin umsjá, störf og tómstundaiðju) skjólstæðings yfir sólarhring
 • Iðjusaga er notuð til að fá heildarsýn á lífssögu einstaklinga
 • Klukkupróf – metur m.a. rýmdarskynjun, stýritruflun og úrvinnslu upplýsinga.
 • LOTCA (Lowenstein Occupational Therapy Cognitive Assessment) –einkennamiðað matstæki sem metur vitsmunastarfsemi, hæfni og takmarkanir einstaklinga með einkenni eftir heilablóðfall eða heilaskaða af völdum slyss.
 • Mat á færni við akstur er gátlisti sem notaður er til að meta færni einstaklinga við akstur í þéttbýli
 • MMSE (The Mini Mental State Examination)– mat/skimun á vitrænni getu.
 • Modified Barthel Index mat á færni við athafnir daglegs lífs, s.s. klæðnað, snyrtingu og böðun
 • MOHOST (Model of Human Occupation Screening Tool): er skimunarmatstæki sem mælir þátttöku einstaklinga í iðju. Matstækið metur m.a. áhugahvöt, mat á eigin getu, mynstur iðju, tjáningu án orða og kröfur um iðju. Niðurstöður skimunar leiðbeina um íhlutun sem ætlað er að efla þátttöku við iðju. Einnig mælir matstækið árangur/útkomu og skoðar breytingar sem verða á þátttöku við iðju milli fyrirlagna þess
 • MSQ (Mental Status Questionnaire) er mat til skimunar á heilastarfsemi hjá öldruðum. Prófið reynir fyrst og fremst á áttun og minni
 • OCAIRS (Occupational Circumstances Assessment Interview and Rating Scale) er matstæki sem metur þá þætti sem ýmist draga úr eða ýta undir iðju skjólstæðinga
 • OSA (Occupational Self Assessment = mat á egin færni) er matstæki sem hefur þann tilgang að fá fram mat skjólstæðings á eigin færni við iðju og upplifun hans á umhverfi sínu. Skjólstæðingur forgangsraðar og setur sér markmið í samráði við iðjuþjálfa.
 • Pinch mælir er staðlað próf sem mælir fingrastyrk í pundum
 • Purdue Pegboard er staðlað próf sem metur grófhreyfingar handa, fingra og handleggja auk fingrafimi; fjöldi pinna/ 30 sek)
 • Sensory Profile: er matslisti sem nýtist til að fá mynd af skynúrvinnslu fólks. Viðkomandi metur eigin hegðun sem og viðbrögð við skynáreitum sem eru hluti af daglegum aðstæðum. Matstækið er staðalbundið og viðmið eru bandarísk. Matshlutar eru bragð og lykt, hreyfing, sjón, snerting, virknistig og heyrn
 • Sollerman er staðlað matstæki sem ætlað er til að meta handarfærni og byggir á sjö af átta algengustu handargripunum sem notuð eru í daglegu lífi
 • WEIS (The Work Environment Impact Scale) er matstæki sem hefur það markmið að meta áhrif af vinnustað á frammistöðu einstaklingsins, ánægju og vellíðan.
 • WRI (Viðtal um starfshlutverk / Worker Role Interview) er matstæki þar sem markmiðið er að fá mynd af þeim þáttum sem hafa áhrif á möguleika starfsmanns til að snúa aftur til vinnu eftir veikindi eða slys