Nemar og starfsþjálfun

Á deildinni fer fram mikil kennsla og verkleg þjálfun nema. Flestir eru nemarnir frá Háskóla Íslands, læknadeild og hjúkrunarfræðideild, en einnig er veitt kennsla og verkleg þjálfun til nema í heilbrigðisfræðum við Háskólann á Akureyri, nema við Háskólann í Reykjavík, sjúkraflutningsmana (EMT-b, EMT-I, neyðarflutningsnám), stýrimanna- og vélskólanema og annarra. Einnig er alltaf eitthvað um erlenda nema.

Fjöldi nema er talsverður og eru kennsluplássin umsetin, enda er deildin sú eina sinnar tegundar á landinu. Það má áætla að um 300-400 nemar komi á deildina á ári hverju og staldri við frá einum degi og upp í 6 vikur.