Neyðarþjónusta

Bráðamóttaka Landspítala Fossvogi er sú stærsta í landinu og sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra. Komur eru um 100 þúsund árlega sem svarar til þess að þangað leiti nærri þriðji hver Íslendingur. Starfsfólkið sinnir einnig neyðarþjónustu utan spítala.


Bráðamóttaka skiptist í tvær deildir

  • Bráðadeild á G2 er opin fyrir móttöku bráðavandamála allan sólarhringinn. Þar er móttaka fórnarlamba vegna kynferðisofbeldis, upplýsingamiðstöð um eitranir, áfallahjálp ásamt utanspítalaþjónustu.
  • Bráða- og göngudeild á G3 er opin frá kl. 08:00 til 23:00 alla daga. Þar er tekið á móti sjúklingum sem eru minna veikir eða með áverka eftir slys. Þar er einnig göngudeild bæklunarlækna og bráðalækna.