Legudeildir

Á öldrunarlækningadeildirnar koma sjúklingar sem eiga við aldurstengdan heilsufarsvanda að stríða ásamt færnitapi og félagslegum vanda. Ennfremur koma sjúklingar til mats og endurhæfingar, eftir að bráðavanda hefur verið bægt frá á öðrum deildum LSH en aðrir koma úr heimahúsi til rannsókna og endurhæfingar.

Miðstöð almennra öldrunarlækninga er á Landakoti. Þar leggjast inn sjúklingar til mats og endurhæfingar. Markmið deildanna er að veita öldruðum, sem þjást af margs konar langvinnum sjúkdómum, greiningu, meðferð og endurhæfingu.