Um flæðisvið

Á flæðisviði er fléttað saman ólíkri starfsemi þar sem rauði þráðurinn er flæði sjúklinga. Þar er móttaka bráðveikra og slasaðra, endurhæfing, þjónusta við aldraða sjúklinga, sjúklingahótel, lyfjaþjónusta og flæðisdeild. Meginhlutverk flæðisviðs er að tryggja samfellu í móttöku sjúklinga, meðferð þeirra og afdrifum með áherslu á öryggi og og skilvirkt flæði; auka lífsgæði og sjálfsbjörg með öflugri endurhæfingar- og öldrunarþjónustu og tryggja örugga og skilvirka lyfjaþjónustu í allri starfsemi spítalans.

Bráðaþjónusta er veitt í Fossvogi. Legu- og dagdeild endurhæfingar er staðsett á Grensási en sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar hafa starfsstöðvar í flestum húsum Landspítala. Öldrunarþjónustan er staðsett á Landakoti en einnig á bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi og hjúkrunardeild á Vífilsstöðum. Sjúklingahótel er í Ármúla 9 í Reykjavík. Það er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúklingatrygging Íslands. Lyfjaþjónusta er veitt af sjúkrahúsapóteki Landspítala, sem hefur starfsstöðvar á Hringbraut og í Fossvogi. Flæðisdeild hefur yfirsýn yfir komur og útskriftir á spítalanum á hverjum tíma og er framkvæmdastjórn til ráðgjafar um þau úrræði sem beita þarf hverju sinni til að tryggja eðlilegt og nauðsynlegt flæði sjúklinga.

Menntun heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir eru mikilvægir þættir í starfsemi háskólasjúkrahúss. Margar heilbrigðisstéttir og aðrar stéttir sækja hluta af menntun sinni á flæðisviði.

Framkvæmdastjóri flæðisviðs er Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir