Kvenlækningadeild 21A - Legudeild

Kvenlækningadeild 21A er í senn dag- og legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. Starfrækt er tilvísunarbráðamóttaka kvenna eftir kl: 16:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar og aðra almenna frídaga.

Staðsetning: Kvenlækningadeild 21A er á 1. hæð í A- og B álmu kvennadeildahússins
Deildin er opin alla daga, allan sólarhringinn.
Heimsóknartími deildarinnar er 18:00–20.00

Deildarstjóri: Hrund Magnúsdóttir hrundmag@landspitali.is
Yfirlæknir: Kristín Jónsdóttir kjonsd@landspitali.is
Símar:
Skiptiborð Landspítala 543 1000

Helstu aðgerðir sem framkvæmdar eru á deildinni eru keiluskurðir, kviðspeglanir, kviðskurðir, legnám, aðgerðir vegna blöðru- og endaþarmssigs, fóstureyðingar og útsköf.
Einnig eru framkvæmdir fleygskurðir á brjóstum, brottnám brjósta og uppbyggingar á brjóstum.
Á deildinni eru 24 rúm.

Konur sem greinst hafa með illkynja sjúkdóma í kvenlíffærum eiga greiðan aðgang að deildinni eftir aðgerð og einnig meðan á krabbameinslyfjameðferð stendur.