Meðgöngu- og sængurlegudeild 22A

 ATH: Vegna sýkingarhættu RS-veiru eru allar heimsóknir barna yngri en 12 ára bannaðar á Vökudeild, Fæðingarvakt, Meðgöngu- og sængurlegudeild og Göngudeild mæðraverndar. Jafnframt er óskað eftir að heimsóknir annarra séu takmarkaðar.


Eftir eðlilega fæðingu býðst foreldrum að dvelja á meðgöngu- og sængurlegudeild í allt að sólarhring og þiggja síðan heimaþjónustu frá ljósmóður fyrstu vikuna.
Eftir fæðingu með keisaraskurði býðst foreldrum að dvelja í allt að 48 klst. á deildinni og þiggja síðan heimaþjónustu frá ljósmóður.
Ef konur og börn þurfa sérhæfða þjónustu í sængurlegu getur sjúkrahúsdvölin verið lengri. 

Á deildinni dvelja jafnframt konur sem þurfa náið eftirlit á meðgöngu og í kjölfar missis á meðgöngu. 
Í sængurlegunni er lögð áhersla á hvíld, tengslamyndun og farsælt upphaf brjóstagjafar og næringu nýburans. Starfsfólk deildarinnar veitir faglega þjónustu og stuðning með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi. 

Maki/aðstandandi má dvelja á deildinni í sængurlegu eftir að barn er fætt og meðan húsrúm leyfir. Dvalargjald er samkvæmt gjaldskrá Landspítalans og felur í sér sængurföt, morgunverð eða létta máltíð.

Staðsetning:  Á 2. og 3. hæð kvennadeildabyggingar.

Sími:  543 1000
Vakt: 543 3220

Heimsóknir eru eingöngu fyrir nánustu ættingja. Barnshafandi konur, sængurkonur og nýfædd börn eru viðkvæm fyrir sýkingum. Sýnið tillitssemi og frestið heimsóknum ef þið eruð með kvef eða flensu. Athugið að reglur um heimsóknir geta breyst tímabundið vegna umgangspesta.

  • Konur sem eiga börn á vökudeild dvelja yfirleitt á 3. hæð (inngangur um Barnaspítala).
  • Aðrar sængurkonur og konur sem eru inniliggjandi á meðgöngu dvelja á 2. hæð (inngangur í Kvennadeildarhúsi).

Heimsóknartími  er frá kl. 16:00-19:30.

Deildarstjóri:  Hilda Friðfinnsdóttir, hildafri@landspitali.is
Yfirlæknir: Hildur Harðardóttir, hhard@landspitali.is