Um kvenna- og barnasvið

kvennadeildir

 

Á
kvennadeildum er sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta fyrir konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og konur með almenna eða illkynja kvensjúkdóma.

Þjónustan er fjölbreytt og veitt á göngu-, dag- og legudeildum eftir atvikum. Þar er sérhæfð þjónusta við konur með sérstaka áhættuþætti á meðgöngu og náið samstarf við starfsfólk barnadeilda, fyrst og fremst vökudeild. Ráðgjöf við aðrar heilbrigðisstofnanir er snar þáttur í starfseminni enda er þessi eining sú langstærsta á landinu. .

Á Landspítala fæðast nú um það bil þrír af hverjum fjórum nýjum Íslendingum

Á Barnaspítala Hringsins er þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri á bráðamóttöku, dagdeild, göngudeild og legudeildum, þar á meðal nýburagjörgæslu eða vökudeild. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks veita margs konar sértæka þjónustu, m.a. við börn með sykursýki, krabbamein, hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, svefnvandamál, nýrnasjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma, ofnæmissjúkdóma, ónæmissjúkdóma og geðræn vandamál. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) við Dalbraut skiptist í göngudeild og legudeildir og sérhæfir sig í mati og meðferð á geðröskunum barna og unglinga ásamt kennslu, handleiðslu og rannsóknum á sviði geðheilbrigðisþjónustu barna. Auk þess veitir vettvangsteymi BUGL eftirfylgd eftir útskrift.

Aðalsérgreinar lækninga á kvenna- og barnasviði: Barna- og unglingageðlækningar, barnalækningar, barnaskurðlækningar, fæðingar- og kvensjúkdómalækningar.

Ráðstefnur kvenna- og barnasviðs:

Fjölskyldan og barnið 2016