Móttökudeildir

Á móttökudeildum er tekið á móti geðsjúkum sem þurfa á bráðainnlögn að halda. Innlagnir á deildirnar fara í gegnum bráðaþjónustu eða lækna deildanna. Meðferðin er fjölþætt og sniðin að þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir því sem unnt er á hverjum tíma. Lögð er áhersla á að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að veikindum og heilbrigði. Stefnt er að heildrænni þjónustu þar sem sjúklingur og fjölskylda hans eru upplýst um meðferðina og taka þátt í að efla heilbrigði sjúklinga eftir útskrift.