LLR starfsreglur og skipulagsskrá

Lífsýnasafn LSH í blóðmeinafræði, erfða- og sameindalæknisfræði, klínískri lífefnafræði og ónæmisfræði, LLR fékk starfsleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti þann 9. júlí 2007. Helstu upplýsingar í samræmi við lög um lífsýnasöfn nr.110/2000.

Skipulagsskrá LLR      Stjórn LLR

Ábyrgð á daglegum rekstri

Ábyrgðarmaður LLR ásamt öryggis- og gæðastjóra lífsýnasafna bera ábyrgð á daglegum rekstri tengdum lífsýnasöfnum þeirra deilda er falla undir LLR. Allir starfsmenn sem aðgang hafa að lífsýnum safnsins undirrita þagnarskyldu um störf sín.

Markmið

Helsta markmið með starfrækslu lífsýnasafns LLR er að varðveita og skrá í samræmi við lög og reglugerðir öll þjónustusýni og önnur lífsýni sem þurfa geymslu lengur en 5 ár.

Tegundir sýna

Lífsýnasafnið geymir ýmiss þjónustusýni er berast til deilda safnsins, þar á meðal blóðsýni, lifandi frumur og erfðaefni(DNA).  Safnið vistar einnig sýni úr vísindarannsóknum sem hafa tilskilin leyfi til lengri geymslu.

Hvaðan sýni berast

Í safnið berast þjónustusýni sem unnin eru á rannsóknarstofum stofnunarinnar.  Auk sýna frá sjúklingum stofnunarinnar berast sýni frá sjúklingum ýmissa heilsugæslustöðva og læknastofa og annarra sem stofnunin þjónar.

Aðgangur að sýnum úr safninu

Lífsýni sem aflað er í tengslum við meðferð skal ætíð vera til reiðu til þjónustu við lífsýnagjafa án sérstaks fyrirvara. Stjórn LLR setur upp og samþykkir vinnuferli um slíka notkun.
Í lögum um lífsýnasöfn nr. 110/2000 segir að lífsýnum sem tekin eru í þjónusturannsóknir fylgi ætlað samþykki fyrir frekari notkun og geymslu í lífsýnasafni. Mögulegt er að nýta lífsýnin í vísindalegum tilgangi, en þá aðeins að fengist hafi leyfi Persónuverndar og vísindasiðanefnda fyrir þeirri notkun.

Í skipulagsskrá LLR segir að beiðni um notkun þjónustusýna í vísindarannsókn skuli senda stjórn LLR ásamt rannsóknaráætlun verkefnisins. Áður en sýni eru afhent skal framvísa samþykktum frá Persónuvernd og viðkomandi vísindasiðanefnd fyrir verkefninu og vottorði frá Landlæknisembætti um samkeyrslu rannsóknarþýðis við úrsagnarskrá embættisins.
Sérfræðingar LSH geta tekið ákvörðun um að flytja lífsýni úr landi þegar viðbótarrannsókna er þörf til þjónustu við lífsýnagjafa.  Önnur sýni eru ekki flutt úr landi nema með lögformlegum leyfum vísindasiðanefnda og Persónuverndar.
Lífsýnisgjafi getur hvenær sem er  afturkallað ætlað samþykki sitt fyrir að lífsýni hans verði vistuð í lífsýnasafni til annarrar notkunar en beinnar þjónustu við hann sjálfan