Meinafræðideild

Meinafræðideild er á Landspítalalóð, húsi 8 og 9 v/Barónsstíg, 101 Reykjavík
Sameindameinafræði er á Landspítalalóð, húsi 9 v/Barónsstíg, 101 Reykjavík

 Almenn afgreiðsla 543 8066 
 Upplýsingar um niðurstöður rannsókna 543 8359 
 Réttarkrufningar/dánarvottorð vegna réttarkrufninga/faðernismál 543 8355/8358 
 Sameindameinafræði 543 8031 
 Sérfræðilæknir á vakt  824 5246
 Lífeindafræðingur á vakt - vefur I 824 5231 
 Lífeindafræðingur á vakt - vefur II 824 5232 


Almennur afgreiðslutími: Virkir dagar frá kl. 8:00-16:00.
Utan afgreiðslutíma er sérfræðingur og lífeindafræðingur á vakt.
Upplýsingar um vakthafandi eru hjá símavakt LSH í síma 543 1000

Nauðsynlegt er að hafa samband við lífeindafræðing eða lækni ef senda þarf fersk sýni utan venjulegs afgreiðslutíma.
Yfirlæknir meinafræðideildar
Jón Gunnlaugur Jónasson 

Yfirnáttúrufræðingur, sameindameinafræði 
Rósa Björk Barkardóttir 

Yfirlífeindafræðingar 
Sigrún Kristjánsdóttir 
Fjóla Haraldsdóttir

Skrifstofustjóri ritaramiðstöð / réttarlæknisfræði 
J. Ágústa Arnold 

Meinafræðideild framkvæmir sjúkdómsgreiningar á grundvelli vefjasýna. Rannsóknastofan tekur við sýnum frá Landspítala og flestum öðrum sjúkrahúsum landsins auk sýna sem tekin eru af heilsugæslulæknum og mörgum sérfræðilæknum.

Á deildinni eru rannsökuð u.þ.b. tólf þúsund vefjasýni á ári. Sýnin eru fjölbreytileg. Mikill hluti þeirra eru lítil sýni sem tekin eru til sjúkdómsgreiningar en sem dæmi um slík sýni eru þau sem tekin eru við speglanir á meltingarvegi og húðsýni. Líffæri sem fjarlægð eru við skurðaðgerðir eru skoðuð á deildinni. Sjúklegar breytingar eru greindar og umfang þeirra. Sem dæmi um slík sýni eru brjóst sem fjarlægð eru að hluta eða í heild vegna æxlis. Slík sýni eru send fersk á rannsóknastofu deildarinnar, hluti af æxlinu fjarlægður og frystur til mögulegra sérrannsókna, annar hluti æxlisins tekinn til greiningar æxlis, en í því felst m.a. tegundagreining, mat á gráðu þess, mat á hormónaviðtökum í æxlisfrumum, mat á stærð æxlis og umfangi í sýni og hvort það er nálægt skurðbrúnum.

Við mat á útbreiðslu sjúkdómsins eru oft teknir eitlar úr holhönd (varðeitlar) og er hægt að greina hvort meinvörp eru í þeim meðan sjúklingurinn er í aðgerð og er það gert með frystiskurðartækni.

Flest sýni eru hert í formalíni, sem stöðvar efnaskipti í vefnum. Úr stærri sýnum og líffærum eru teknar sneiðar sem steyptar eru í parafínkubba. Úr þessum kubbum eru síðan skornar þunnar sneiðar sem færðar eru á gler og litaðar. Minni sýni eru steypt í heild sinni í parafínkubba. Glerin með lituðum sneiðum úr sýnunum eru skoðuð í smásjá af læknum með sérfræðimenntun í meinafræði. Ferlið frá því að sýni berst til stofunnar þar til greining liggur fyrir tekur oftast 1-4 daga. Sumar sérrannsóknir taka lengri tíma.

Annað meginverkefni Rannsóknastofunnar eru krufningar. Þeim er skipt í réttarkrufningar og sjúkrahúskrufningar. Í sumum tilvikum eru þeir sem deyja innan sjúkrahúss krufðir. Tilgangur með þeim krufningum er einkum að kanna nánar eðli og umfang sjúkdóms eða sjúkdóma, sérstaklega ef sjúkdómsgangurinn er á einhvern hátt óvenjulegur.

Réttarkrufningar eru framkvæmdar að beiðni lögreglu einkum þegar um voveifleg mannslát eða skyndidauða er að ræða (sjá nánar upplýsingar um réttarmeinafræði). Sjá einnig dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 3/2005 um hvaða andlát þarf að tilkynna til lögreglu: http://www.landlaeknir.is/?PageID=227