Sýni og sýnatökur

Venjulegt sermi dugar fyrir langflestar ónæmismælingar.
Fyrir flestallar ónæmismælingar er best að nota serumsýni (heilblóð). Þetta á við um flestallar mælingar á immúnóglóbúlínum, sjálfsofnæmismótefnum, komplimentþáttum og ofnæmismótefnum (IgE). Yfirleitt dugar að taka 0,5 ml af sermi fyrir hverja einstaka mælingu.

Fyrir eftirfarandi mælingar er óskað eftir öðru sýni en sermi - Sjá nánar að neðan :

Komplimentþáttur C3d: 2 ml EDTA glas eða 1 ml EDTA plasma. Þar sem C3 getur auðveldlega brotnað niður við storknun blóðs, og þar með valdið in vitro aukningu á C3d, er nauðsynlegt að taka EDTA plasmasýni.

Cryoglogulin: 10 ml serumglas. Blóð dregið í hitað glas og glasinu haldið heitu sem næst 37°C þar til það kemst á rannsóknastofuna. Nánari sýnatökuleiðbeiningar um cryoglobulin má nálgast með því að smella hér. 2 ml EDTA glas. Allar mælingar á cyclosporin eru gerðar á heilblóði teknu í EDTA.

Deilitalning T-fruma (einkum fyrir HIV sjúklinga): 2 ml EDTA glas.

Hvítfrumuskann: 45-90 ml af blóði (fer eftir aðstæðum hverju sinni). Blóðið er tekið af starfsmanni ónæmisfræðideildar eða samkvæmt nánari fyrirmælum og alltaf í samráði við ónæmisfræðideildina.

Aðrar frumurannsóknir: Sjá lýsingu á einstökum mælingum í kaflanum "Rannsóknir".