Segavarnir

Hjá segavörnum er veitt þjónusta til sjúklinga sem eru í blóðþynningarmeðferð. Hún felst í blóðtöku, mælingu og skömmtun blóðþynningarlyfja. Stjórnun blóðþynningarmeðferðar er viðamikið starf sem mæðir mest á lífeindafræðingum og hjúkrunarfræðingum.

Sjúklingar á blóðþynningu þurfa að vera í reglulegu eftirliti hjá heimilislækni eða öðrum sérfræðingi því meðferðin er ekki hættulaus.

Staðsetning

Skrifstofur segavarna eru á 1. hæð K-byggingar við Hringbraut.  Storkurannsóknarstofur eru bæði við Hringbraut og í Fossvogi.

Við Hringbraut fer blóðsýnataka fram á almennri göngudeild 10E. Göngudeildin er í kjallara E-álmunnar. Einfaldast er að fara um inngang K-byggingar, sem er glerhýsi við hliðina á Kringlunni (gengið niður útitröppur). 

Í Fossvogi fer blóðsýnataka fram á rannsóknarstofunni í kjallara. Neðri inngangur og til vinstri frá vaktstöð í kjallara.

 

Símanúmer

Ávallt er velkomið að hringja og fá upplýsingar um töfluskammt, INR-gildi og hvenær næst skuli mæla og skammta.
Mælst er til þess að fólk hringi sjálft eftir skammti sínum:

Þeir sem hringja eftir skammti sama dag og þeir fara í blóðprufur á höfuðborgarsvæðinu geta hringt frá kl. 15:00 þann dag. Veittar eru upplýsingar í síma segavarna, 543 5019, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00 – 16:30 og á föstudögum frá kl. 08:00 – 16:00

Starfsmenn segavarna hringja í síðasta lagi daginn eftir skömmtun til þeirra sem ekki hafa fengið upplýsingar um töfluskammt .

Beinir símar hjá hjúkrunarfræðingum Segavarna er 543 5005, 543 5023 og 543 5028. 
Tölvupóstfangið er segavarnir@landspitali.is