Almennar upplýsingar

Ávallt verður að vera læknisfræðileg ástæða fyrir röntgenrannsóknum og þær skal framkvæma á viðurkenndan hátt, þannig að geislun verði eins lítil og unnt er. Þá er sú hætta sem fylgir geisluninni réttlætanleg og tryggt er að ávinningur sjúklings er meiri en áhættan.

Geislaskammtar sjúklinga geta verið mjög breytilegir við sams konar röntgenrannsókn, bæði innbyrðis á milli sjúklinga og á milli einstakra röntgendeilda. Markmiðið er þó alls staðar það sama; að halda geisla skömmtum eins lágum og unnt er.

Tímapantanir og upplýsingar

Skipulögð þjónusta röntgendeilda LSH er á virkum dögum frá kl. 08:00 – 16:00.
Bráðaþjónusta er veitt allan sólarhringinn, alla daga ársins, samkvæmt beiðni læknis.

 

Afgreiðsla röntgendeilda er opin frá kl. 08:00 – 16:00 virka daga. Þá er tekið við tímapöntunum og niðurstöður rannsókna afgreiddar.

Eftir lokun afgreiðslu á virkum dögum, um helgar og á frídögum er hægt að ná sambandi við deildirnar í gegnum skiptiborð Landspítala í síma 543-1000 sem gefur samband við vakthafandi geislafræðing þeirrar deildar sem beðið er um.

Röntgendeild – Fossvogi 

3. hæð E-álma, aðalbygging
108 Reykjavík
Sími 543-8310
Fax 543-2247

Afgreiðsla deilarinnar er á miðjum gangi í E-álmu á 3. hæð. 

Megin hluti deildarinnar er staðsettur í E-álmu 3. hæð.
Tölvusneiðmyndir eru staðsettar á 2. hæð E-álmu og segulómun er í G-álmu á 3.hæð.

 

Röntgendeild – Hringbraut 

Jarðhæð A og B álmu gamla spítalans
101 Reykjavík
Sími 543-8000

Ísótópar eru á jarðhæð í G-álmu gamla spítalans.
Afgreiðsla er á báðum stöðum.

Niðurstöður rannsókna
fást hjá þeim lækni er pantaði rannsóknina. Einnig er hægt að fá svör hjá heimilislæknum, sem geta prentað þau út í Heilsugátt.

Starfsmenn röntgendeildar

Á röntgendeildum starfar sérmenntað fagfólk og sérþjálfaðir tæknimenn. Þetta eru sérfræðilæknar í myndgreiningu, aðstoðalæknar, geislafræðingar, sérhæfðir tæknimenn, læknaritarar og heilbrigðisritarar. Einnig fer fram á deildunum starfsþjálfun nemenda í læknisfræði og geislafræði í tengslum við nám þeirra.

Stjórnendur

Yfirlæknir sérgreinar: Pétur H. Hannesson

Yfirlæknar: 

 Deildarstjóri: Díana Óskarsdóttir

Aðstoðardeildarstjórar: Steinunn Erla Thorlacius 

Skrifstofustjóri: Steinunn Kristín Pétursdóttir

Læknaritari: S. Anna Óskarsdóttir  

Gæðastjóri: Alda Steingrímsdóttir

Hægt er að fá samband við stjórnendur í gegnum skiptiborð í síma 543 1000.