Fræðsla og vísindi

Starfsmenn deildarinnar taka þátt í kennslu og þjálfun háskólanema í grunn- og framhaldsnámi, þjálfun starfsmanna og stjórnenda á deildinni sem og símenntunarstarfi fyrir ýmsar starfsstéttir.

Ábyrgðaraðili kennslunnar er: Prófessor Karl G Kristinsson  (S: 543 5665; netfang: karl@landspitali.is)

Helstu áherslur í rannsóknum

Í rannsóknum er lögð áhersla á fá stór verkefni sem nýta sérstöðu Íslands, en sú sérstaða býður upp á einstaka möguleika til rannsókna á faraldsfræði og sameindafaraldsfræði sýkinga. Rannsóknir hafa einkum beinst að sameindafaraldsfræði sýklalyfjaónæmis, pneumókokkasýkinga, methisillín ónæmra S. aureus (MÓSA), streptókokkasýkinga, Campylobacter og Chlamydia trachomatis.

Stærstu verkefnin sem unnið er að eru sameindafaraldsfræði pneumókokka, sameindafaraldsfræði streptókokka af flokki A og flokki B, sameindafaraldsfræði methisillín ónæmra S. aureus (MÓSA) og rannsókn á erfðum tiltekinna smitsjúkdóma í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Framskyggn rannsókn á iðrasýkingum á Íslandi. Rannsókn á faraldsfræði breiðvirkra beta-laktamasa í Enterobacteriaceae.

Vísindastarf sýkla- og veirufræðideildar