Einkenni á brjóstum

brjóstamidstod_haus_13062017.png (48688 bytes)

Hver eru einkennin?

oft harður eða þéttur og sjaldan aumur. Flestir hnútar í konum á frjósemisaldri eru góðkynja en þeir afmarkast oft vel og eru hreyfanlegir undir fingrum t.d. bandvefshnútur eða vökvablaðra (e. cysta) (linkur á fræðsluefni)
Algengt er að litlir eðlilegir eitlar þreifist hjá grannholda konum en getur verið merki um meinvarp.
Ef geirvarta hefur verið inndregin frá kynþroska er það eðlilegt ástand. Geirvörtur geta einnig dregist inn vegna aldurstengdra breytinga en alltaf er rétt að láta lækni meta slíkt.
getur verið merki um sjúkdóminn eða af saklausum toga. Dökkbrúnleit, gulleit og grænleit útferð er saklaus.
geirvörtu eða sár sem ekki grær þarf að skoðast af lækni.
í brjóstum eru mjög algeng einkenni og oftast af saklausum toga eins og vegna áhrifa kvenhormóna. Í einstaka tilfellum geta verkir verið fyrsta einkenni brjóstakrabbameins en þá getur einnig verið um tilviljun að ræða. Önnur algeng orsök verkja eru frá stoðkerfinu. Það geta komið fram stingir eða verkir frá vöðvunum sem liggja frá síðunni, undir brjóstinu, bakinu og öxlinni. Millirifjagigt er einnig ein orsök verkja en þeir verkir koma frá litlu vöðvunum milli rifbeinanna. Þessir verkir geta verið mjög sárir.
Þroti, roði, hiti, eymsli og bólgur geta verið einkenni sýkingar.

 Leita til heimilislæknis.

Ef einkenni eru í brjóstum þá er fyrsta skref að leita til heimilislæknis / heilsugæslustöð sem metur þörf fyrir frekari rannsóknir og sendir beiðni ef þörf er fyrir frekari skoðun.