Sérskoðun brjósta

brjóstamidstod_haus_13062017.png (48688 bytes)

Sérskoðun brjósta / myndgreining

Konur sem koma í sérskoðanir eru þær sem hafa farið í skoðun hjá heimilislækni eða öðrum sérfræðingum og hafa einkenni, eru í sérstöku eftirliti vegna aukinnar áhættu (t.d. BRCA), eða eru í eftirliti eftir krabbameinsmeðferð.

Í sérskoðun eru einkenni metin, gerð myndgreining og / eða ómskoðun. Niðurstöður fást strax ef ekkert óeðlilegt kemur í ljós.
Ef grunur leikur á brjóstakrabbameini er gerð ítarlegri greining með einfaldri ástungu. Niðurstaða úr þeirri ástungu fæst innan viku. Læknir / hjúkrunarfræðingur hringir og lætur vita um niðurstöðu.

Ef niðurstaðan sýnir eitthvað óljóst eða brjóstakrabbamein, þá þarf að fara í frekari greiningu.
Við greiningu brjóstakrabbameins er bókaður tími á Brjóstamiðstöð Landspítala á Hringbraut. Þar eru teknar ákvarðanir um nánari rannsóknir og meðferð.