Dag- og göngudeildir

Hringbraut:

10E - (Almenn göngudeild) á neðstu hæð spítalans veitir sérhæfða göngudeildarþjónustu við sjúklinga með brjóst- og kviðarholsvandamál utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu.

11A (Göngudeild þvagfæra) á fyrstu hæð spítalans veitir sérhæfða göngudeildarþjónustu við sjúklinga með þvagfæravandamál utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu. Deildin er opin kl. 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 8:00-12:00 á föstudögum.

13D (dagdeild skurðlækninga við Hringbraut) sinnir dagdeildarþjónustu við sjúklinga sem fara í minniháttar aðgerðir svo sem þvagfæraaðgerðir, augnaðgerðir og aðgerðir á kviðarholi. Deildin er opin virka daga frá kl. 07:00-19:00.

Dag- og göngudeild augnlækninga á Eiríksgötu 37 sinnir sjúklingum með augnsjúkdóma og þeim sem þurfa eftirlit eftir aðgerðir á augum. Deildin er opin virka daga frá kl. 08:00-16:00.

Fossvogur:

A5 (dagdeild skurðlækninga í Fossvogi) sinnir sjúklingum sem fara í minniháttar aðgerðir á vegum háls-, nef-, eyrna-, bæklunar-, heila- og tauga-, lýta- og æðaskurðlækninga og geta útskrifast samdægurs. Einnig er tekið á móti sjúklingum sem fara í aðgerðir sem krefjast lengri legutíma. Deildin er opin virka daga kl. 7:00-22:00

B3 (göngudeild skurðlækninga) sinnir greiningu, meðferð og eftirliti sjúklinga með sjúkdóma í hálsi, nefi og eyrum; heila- og tauga- og æðakerfi og sjúklingum sem fara í lýtaaðgerð. Deildin er opin virka daga kl. 8:00-16:00.

G3 (bráða- og göngudeild) sinnir greiningu, meðferð og eftirliti sjúklinga með stoðkerfisssjúkdóma og áverka. Deildin er opin virka daga kl. 8:00-16:00.